19. júní


19. júní - 19.06.2010, Side 36

19. júní - 19.06.2010, Side 36
Finnur þú fyrir því að vera kona í því sem einu sinni var kallað karlastarf? Staðalmyndir eru oft mjög sterkar innan ákveðinna atvinnugreina og það á svo sannarlega við um prestastéttina. Margir virðast halda að það séu aðeins alvarlegir miðaldra, grásprengdir karlar sem geti sinnt prestsþjónustu. Þannig að það er ekki bara að prestastéttin sé mjög hefðbundin karlastétt heldur eiga þeir karlar sem starfinu sinna einnig að vera einnar tegundar. En viðhorfin eru að breytast og fólk verður opnara fyrir fjölbreytileikanum. Ég upplifði það á fyrstu árunum í prestsþjónustu að fólk vildi ekki þiggja þjónustuna af því að ég væri kona og þar að auki ung kona en ég vígðist árið 1992. Ég var t.d. búin að vera vígð í heilt ár þegar mér var treyst til þess að jarða í prestakallinu sem ég þá þjónaði. Í dag hefur orðin mikil breyting á og það heyrir til undantekninga að fólk vilji ekki þiggja þjónustu mína. Ertu meðvituð um það að eitt sinn datt engum í hug að kona gæti gegnt þessu starfi? Ég vil gjarnan svara þessari spurningu með lítilli reynslusögu. Faðir minn vígðist sem prestur árið áður en ég fæddist. Ég leit mjög upp til hans og fór strax sem lítil stúlka að taka þátt í starfinu. M.a. fór ég með honum í sunnudagaskólann og einnig í annað helgihald og safnaðarstarf. Þegar ég var sjö ára tilkynnti ég honum stolt að ég ætlaði að feta í hans fótspor og verða prestur þegar ég yrði stór. Þetta var árið 1971 en það var þremur árum áður en fyrsta konan var vígð til prestsþjónustu á Íslandi. Ég man eftir vandræðaganginum sem greip föður minn, það var augljóst að það gladdi hann að ég leit á hann sem fyrirmynd en á þessum tíma var hann ekki búinn að sjá það fyrir að konur myndu koma með svona miklum krafti inn prestastéttina eins og raunin varð nokkrum árum seinna. En það var líka enginn stoltari eða glaðari en faðir minn þegar hann vígði mig til prestsþjónustu í Hóladómkirkju að hausti 1992. Telur þú að komið sé öðruvísi fram við þig í starfinu af því að þú ert kona en ef þú værir karlmaður? Já, að einhverju leyti. Ég held að það komi t.d. fram í sálgæslunni. Það er miklu stærra hlutfall kvenna sem leitar eftir samtali og sálgæslu hjá mér en karlar. Þess vegna held ég að það sé svo mikilvægt t.d. í stórum prestaköllum að bæði kyn séu í prestsþjónustunni. Í Garðaprestakalli, þar sem ég þjóna, eru þrír prestar, tveir karlar og ein kona. Svo er ein kona í djáknaþjónustu. Við erum á ólíkum aldri sem skiptir líka máli. Ég fæ iðulega þá skýringu að það sé leitað til mín um ákveðin mál vegna þess að ég er kona. Hvað telur þú að helst hafi orðið til þess að breyta ríkjandi hugsunarhætti um að sumar stöður væru ekki kvennastörf? Fyrst og síðast sterkir frumkvöðlar sem gerðu miklar kröfur til sín og gáfust ekki upp þó að fordómum og sleggjudómum hafi rignt yfir þær. Við megum aldrei gleyma að minnast í þakklæti þeirra kvenna sem létu ekkert stöðva sig og ruddu brautina. Guð blessi þær ævinlega. Hverja telur þú vera ástæðuna fyrir því að konur sækjast minna eftir stjórnunarstöðum en karlar? Ég hygg að það sé ennþá verið að takast á við uppeldislegar leifar af því viðhorfi að það sé ekki kvenlegt að sækjast eftir völdum. Þarna held ég að við munum sjá breytingar með komandi kynslóðum. Konur á mínum aldri og eldri fengu ekki hvatningu úr umhverfi sínu til að sækjast eftir áhrifastöðum og vinna að því. Yngri konur eru miklu óhræddari að sækjast eftir völdum og tala um það opinskátt hvernig þær geti staðið saman til að koma konum til áhrifa. Mér finnst það bæði heilbrigt, rétt og heiðarlegt. Við viljum öll hafa völd og við konur eigum að vera máttugar og leiknar í því að efla hver aðra til valda. Hvað telur þú geta aukið áhuga kvenna á setu í stjórnum fyrirtækja? Mér virðist konur hafa mikinn áhuga á setu í stjórnum fyrirtækja en þær skortir oftar en ekki sjálfsmynd til að sækjast eftir því. Konur bera stundum fyrir sig skort á tíma en ég held að það sé ekki ástæðan. Mér finnst ég ekki hitta neitt nema vel skiplagðar konur sem hafa bæði menntun og getu til slíkra hluverka. Ég gæti vel hugsað mér að sitja í stjórn fyrirtækis, en við þá tilhugsun þarf ég einfaldlega að glíma við mitt eigið sjálftal sem hefur á hraðbergi mörg rök fyrir því að ég sé ekki rétta manneskjan til að stýra fyrirtækjum. Þó veit ég vel að sannleikurinn er einfaldlega sá að ég er hreinlega bara fædd til setu í fyrirtækjastjórnum og er þar að auki guðfræðingur og það er flott menntun til slíkra starfa, því guðfræðin er svo frjó og skapandi í aðferð sinni. Hvað getum við gert til að hvetja konur til að sækjast eftir valdastörfum? Kannski er það svolítið í eðli okkar kvenna að vera í samvinnu. Við finnum kraft í því sem skapast í gegnum samtalið, samvinnuna og samfélagið. Þess vegna eigum við að finna út hvernig við getum í gegnum samvinnuna skapað virkari valdeflingu og svo sameinast án þess að búa til reykfyllt herbergi til þess að plotta í. Við eigum bara að spyrjast á og vera heiðarlegar og opnar með það sem við höfum áhuga á og efla svo samstöðuna í gegnum samfélagið, samtalið og samvinnuna til að takast á við valdastörf. Hvers vegna er enn til kynbundið launamisrétti á Íslandi? Ég held að það sé vegna þess að konur eru ekki komnar í nógu mörg valdastörf og líka vegna þess að við mættum alveg standa betur saman. Það má alveg mótmæla, ekki bara þegar það verður bankahrun. Það felst svo mikið vald og kraftur í samstöðunni og þrautseigjunni sem við konur eigum alveg sérlega mikið af. Það skortir líka á í okkar vestrænu menningu að nenna að setja sig í spor annarra og fyllast af hugsjónum. Það er yfir okkur of mikill neysludoði og við erum gjörn á það að sitja bara fyrir framan sjónvarpið með kjúklingabita og kók og láta fréttir af kynbundnu launamisrétti renna yfir skjáinn áður en næsta sápuópera byrjar. Jóna Hrönn Bolladóttir Ég er kona … og er prestur 36 32-41 Eg er kona5styrk.indd 6 6/1/10 2:13:29 PM

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.