19. júní - 19.06.2010, Side 48
Starfið
Starf KRFÍ á starfsárinu 2009-2010 var fjölbreytt að vanda. Að
aðalfundi loknum í mars 2009 var boðið til súpufundar í apríl um
konur og umhverfismál undir yfirskriftinni: Lykilstaða kvenna í
umhverfismálum. Þar fluttu erindi Guðrún G. Bergmann, rithöfundur
og umhverfissinni, Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona og Margrét K.
Sverrisdóttir, formaður KRFÍ sem þá var nýkomin af ráðstefnu í
Kaupmannahöfn um kyn og loftslagsbreytingar.
Félaginu berast jafnan margar umsóknir um styrki frá
félagasamtökum og einstaklingum. Ein slík styrkbeiðni barst frá
aðstandendum sýningarinnar Orbis Terræ Ora sem sett var upp í
Þjóðmenningarhúsinu í maí 2009. Höfundar og aðrir aðstandendur
sýningarinnar voru konur og fjallaði sýningin m.a. um mikilvægi þess
að gæta mannréttinda allra, líka kvenna. Var ákveðið að styrkja
sýninguna með þeim hætti að félagið greiddi aðgang stjórnarinnar
að sýningunni og gerði stjórn KRFÍ sér því glaðan dag í leiðinni. Var
það skoðun stjórnar að nauðsynlegt væri að eiga slíkar stundir milli
stríða því stjórnarkonur vinna ólaunað og óeigingjarnt starf fyrir félagið
sem vex sífellt að umfangi. Einna mest hefur samstarfsverkefnum
hverskonar fjölgað, bæði við innlenda og erlenda aðila.
Á afmæli kosningaréttar kvenna, 19. júní, buðu félögin þrjú á
Hallveigarstöðum, þ.e. KRFÍ, Kvenfélagasamband Íslands og
Bandalag kvenna í Reykjavík, til veglegra hátíðarhalda því mörgu var
að fagna í kvenréttindabaráttunni; þá um vorið hafði ríkisstjórnin, í
fyrsta sinn undir forystu konu, og skipuð jafn mörgun konum og
körlum, samþykkt aðgerðaáætlun vegna mansals á Íslandi auk þess
sem að ný lög voru samþykkt á Alþingi sem gerðu kaup á vændi
refsivert athæfi. Á mælendaskrá á hátíðardagskránni voru Margrét
K. Sverrisdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis,
Margrét Steinarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóðahúss
og sérfræðingur í mansalsmálum og Lára Ómarsdóttir sem
ritstýrði 19. júní það árið. Einnig kynnti Sabine Leskopf, formaður
Samtaka kvenna af erlendum uppruna, nýjan bækling samtakanna
og úthlutað var úr Menningar- og minningarsjóði kvenna við
sama tækifæri. Styrkþegar sjóðsins voru óvenjumargir það árið:
3 aðalstyrkir voru veittir konum sem nýlega höfðu misst atvinnu
sína og hugðust nota tíma atvinnuleysis
í frekara nám, og 5 minni styrkjum var
úthlutað til kvenna sem allar stunduðu nám
í starfsendurhæfingu hjá Kvennasmiðjunni,
sem er endurhæfingarúrræði fyrir einstæðar
mæður sem eiga það sameiginlegt að hafa
átt erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði og í
námi af ýmsum ástæðum.
Á árinu 2009 voru Íslendingar í forsvari
fyrir Norðurlandasamstarfi Norrænu
ráðherranefndarinnar. Kvenréttindasamtök
Norðurlandanna í NOKS-samstarfinu halda
fundi í því landi sem fer með formennsku hverju
sinni auk þess sem norræn ráðstefna um
jafnréttismál er haldin við sama tækifæri. KRFÍ
sá því um að skipuleggja fund fyrir þau félög
sem starfað hafa innan NOKS (Nordiske kvinder i samarbejde) ásamt
því að halda ráðstefnu. Einnig var Grænlendingum boðið til fundarins
og ráðstefnunnar og kom þaðan starfsmaður frá Jafnréttisráði
Grænlands. Tími viðburðinna var valinn í kringum fæðingardag
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 27. september, en sú hefð hefur skapast
innan starfs félagsins að efna til málþings um jafnréttismál í minningu
Bríetar. NOKS-fundurinn var haldinn föstudaginn 25. september og
norræna ráðstefnan 26. september 2009.
Kvenréttindafélag Íslands hlaut styrk frá Norrænu ráðherra-
nefndinni til þess að halda ráðstefnuna. Styrkurinn gerði félaginu
kleift að bjóða hingað til lands tveimur fulltrúum systurfélaganna á
Norðurlöndum, auk eins erlends fyrirlesara. Yfirskrift ráðstefnunnar
var Kyn og kreppa – má nýta kreppuna til aukins kynjajafnréttis?
Fyrirlesarar voru: Carita Peltonen, sérfræðingur í jafnréttismálum
og fyrrverandi starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar, Tryggvi
Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, Sigríður Snævarr,
annar aðstandenda Nýttu kraftinn, Gyða Margrét Pétursdóttir,
félags- og kynjafræðingur og Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar
Capital. Einnig flutti menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir,
ávarp í upphafi ráðstefnunnar og ráðstefnuslit voru í höndum
Margrétar K. Sverrisdóttur. Að loknum erindum og hádegisverði
gafst ráðstefnugestum kostur á því að vinna í tveimur hópum undir
stjórn Maríönnu Traustadóttur, jafnréttisfulltrúa ASÍ annars vegar og
Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnamálafræðideild Háskóla
Íslands, hins vegar. Fundarstjóri var Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta. Niðurstöður ráðstefnunnar voru þær helstar að mikilvægt
væri fyrir konur að vinna saman þvert á ýmsa hópa í samfélaginu líkt
og stjórnmálaflokka; véfengja þyrfti ríkjandi skipan samfélagsins og
þrýsta á breytingar og að fá karla með í baráttuna, en gera þeim
jafnframt ljóst að þeir þyrftu að láta eftir vald til kvenna ef jafnrétti
kynjanna ætti að nást. Einnig var minnt á það að konur hafa mikil völd
þegar kemur að innkaupum fjölskyldunnar þannig að konur geta
breytt miklu með því að beina sjónum sínum að jafnréttissinnuðum
og réttlátum vöru- og þjónustufyrirtækjum.
Í byrjun nóvember var haldinn súpufundur á Hallveigarstöðum
um sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Framsögu höfðu Svanhildur
Skýrsla stjórnar Kvenréttindafélags Íslands,
starfsárið 2009-2010
Stjórn
Á aðalfundi KRFÍ, sem haldinn var 18. mars 2009, var kosið í embætti formanns.
Margrét K. Sverrisdóttir, sem var kosin varaformaður árið áður, var kjörin formaður til
tveggja ára. Á aðalfundi í ár, 2010, var því embætti varaformanns til kjörs, en samkvæmt
lögum félagsins skal kosið um embætti formanns og varaformanns sitthvort árið. Öll
sitjandi stjórn KRFÍ gaf einnig kost á sér til áframhaldandi setu. Helga Guðrún Jónasdóttir
var sjálfkjörin varaformaður og stjórnin var endurkjörin með dynjandi lófaklappi.
Á fyrsta framkvæmdastjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórnin með sér verkum á
þann hátt að Guðrún Margrét Guðmundsdóttir er ritari og Margrét Steinarsdóttir er áfram
gjaldkeri. Auk þess eru meðstjórnendur Hildur Helga Gísladóttir, Ragnheiður Bóasdóttir,
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Sólborg A. Pétursdóttir.
Í aðalstjórn KRFÍ eru nú f.h. stjórnmálaflokkanna á Alþingi: Andrés Ingi Jónsson fyrir
Vinstrihreyfinguna–grænt framboð, Baldvin Björgvinsson fyrir Hreyfinguna, Guðrún Erla
Geirsdóttir fyrir Samfylkinguna, Hildigunnur Lóa Högnadóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
Inga Guðrún Kristjánsdóttir fyrir Framsóknarflokkinn.
48
46-49 Skyrsla stjornar.indd 2 6/2/10 1:15:54 PM