Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Umræða DV SANDKORN DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR HVAÐ ÆTLAR EYÐIR ÞÚ MIIvLU í JÓLAGJAFIR í ÁR? ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vlsir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7CXX), RITSTJÓRN 512 7010, ASKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. ■ Björn Ingi Hrafnsson, leið- togi Framsóknarflokksins í Reykjavík, má vel við una eftir að miðstjórn flokksins lýsti einróma stuðningi við hann og Ósk- ar Bcrgsson. Líkur aukast því á að hann verði íyrir- hafnarlítið næsti formaður þótt Valgerður Sverrisdóttir varaformaður hafi sýnt formannstakta í þinginu að undanförnu með stjórnar- andstöðu sem er reyndar fáséð á tímum ofurmeirihluta Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks. ■ Óhamingjunni innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins virðist seint æda að linna. Uppreisnarmennimir Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristj- ánsdóttir eru nú undir ströngu eftír- liti Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, fyrr- verandi borgarstjóra, sem hermt er að sé ekkert á förum sem leiðtogi þrátt fyrir áföll. Nýjasta útspil Vilhjálms er sú hugmynd að setjast í stýrihóp vegna Orku- veitunnar en þar er Hanna Birna fyrir. Þetta fór mjög fyrir brjóst andstæðinga Vilhjálms innan borgarstjómar sem telja það út úr öllu korti að hann setjist í stýrihópinn eftír það sem á und- an er gengið. ■ Menningar- og ferðmálanefnd Reykjavíkurborgar er á leiðinni tíl Boston þann 26. nóvember þar sem dvalið verður í þrjá daga. Meðal þeirra sem fara eru Vilhjálmur Þ. Vilhjáhnsson og Kjartan Magnússon frá Sjálfstæð- isflokkn- um, Margrét Sverrisdóttir, formaðurfrá frjálslyndum og Sóley Tómasdóttir frá VG. Ferðin er farin á kosmað Reykja- víkurborgar en hvert svið hefur kvóta fyrir einni slíkri slíkri ferð á kjörtímabilinu. Óljóst er með tilgang fararinnar. ■ Útvarpsréttarnefnd er ekki sátt við frammistöðu frétta- stjóranna Elinar Hirst hjá Sjónvarpinu og Steingríms S. Ólafssonar hjá Stöð 2 vegna óhugnanlegra myndbirtinga án viðvörunar í fréttatímum stöðvanna. Fréttastjór- arnir voru kallaðir á teppið og áminntir vegna þessa. Annars hefur vak- ið athygli að Steingrímur, sem býr yfir nokkurri útgeislun, er ekki sýnilegur hjá Stöð 2 þrátt fýrir að vera aðalfréttastjóri þar. rt@dv.is FJÖLSKYLDAN ER H0RNSTEINN vísu. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varð að láta af embætti langt fyrir aldur fram vegna þess að reglur eru um að forseti megi ekki sitja lengur en í átta ár. Hillary, eiginkona hans, sýndi frábæra takta í Hvíta húsinu og lét sig ýmis mál varða. Hún beindi kröftum sínum þó mest og best í heilbrigðismálum. Nú er hún komin með annan fótinn í Hvíta húsið aftur en Bill verður forsetafrú. Bandaríkjamenn skilja að hæfileikar eiga það til að leita í hnapp. „Ég hugsa að það fari nærri 100 þúsundum króna (ár.Við gefum mjög margar gjafir á hverju ári og eyðum svipað árlega." Hans Albert Hansen, 44 ára bankastarfsmaður „Ég hef ekki hugmynd. Gjafirnar eru að minnsta kosti margar og ég gæti trúað þv( að ég eyði mjög svipað á hverju ári. Ég þori ekki að segja frá þv( hvað ég eyði miklu, það er svo mikið." Karl Júlíusson, 58 ára sjómaður „Ég gef mjög margargjafir, ætli þetta séu ekki einhverjar 50 gjafir allt í allt. Ég bý út í Hollandi og þarf því að senda allar gjafirnar heim. Ég gæti ímyndað mér að þetta sé á bilinu 50 til 60 þúsund á hverju ári." Melissa Katrín Bjarnadóttir, 31 árs bankastarfsmaður „Ég gef ekki margar gjafir, það er aðallega til fjölskyldunnar minnar. Ég giska á að ég eyði svona 10 þúsund krónum (gjafir." Ragnheiður Magnúsdóttir, 12áranemi Inga Jóna er á sömu braut. Hún hefur sannað sig sem leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins þótt Björn Bjarnason hafi brugðið fæti fyrir hana og síðan tapað kosningabarátt- unni. Hluti af því sem er kallað fjölskylduvæð- ing flokksins er að Inga Jóna brá fæti fyrir Alfreð Þorsteinsson og varð formaður nefndar um hátæknisjúkrahús. Þar með er hún komin í heil- brigðismálin eins og Hillary og eftir nokkur ár getur hún haft hlut- verkaskipti við Geir sem þá yrði forsætisráðherrafrú. Og það er fullkomlega eðlilegt að sonur Ingu Jónu sé kall- aður til ábyrgðar í flokknum rétt eins og tengdadóttir hennar sem annast nú framkvæmdastjórn í lemstruðum borgarstjórnar- flokknum. Þarna er á ferð góð ogvönduð fjölskylda sem er líkleg til að bjarga Sjálfstæðisflokknum út úr ólgusjó klofnings og deilna. Það hefur stundum verið sagt á tímum einingar að Sjálfstæðisflokkurinn sé eins og ein stór fjölskylda. Nú þegar óeining ríður húsum í Val- höll er áríðandi að fjölskyldan sé til staðar. Hún er hornsteinn flokksins. Hvað sem það kostar LEIÐARI SIGURJÓN M. EGILSS0N RITSTJÓRISKRIFAR. Ilúii var ekki þeirra tap. Hikiö borgar, Iwat) sem þat) kostar. Ríkið á stundum meira en nóg af peningum. Ráðamenn hafa ekki hikað við að kosta til peningum í gæluverk- efni. Davíð Oddsson gekk einna iengst fram, en í stjórn- artíð hans varð ríkissjóður nokkuð áberandi í bókaút- gáfu. Hæst bar kannski bókina um forsætisráðherra í eina öld. Þar var lokakaflinn einmitt um Davíð sjálfan, skrifaður af Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. Ekki var hugsað um að bókin stæði undir sér. Heildarkostnaður við bókina nam átta milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá for- laginu Hólum var bókin prentuð í tvö þúsund eintökum. Þau scldust öll. Samt borgaði ríkið fjögur þúsund krónur með hverju eintaki. Mögulega hefðu einhverjir af kaupendunum keypt aðr- ar bækur í stað þessarar. Ríkið þrengdi að annarri bókaútgáfu með útgáfunni. Það þykir ekki öllum. „Þetta getur verið ansi erflð barátta, sérstaklega ef forlög ráðastíút- gáfu á stærri og dýrari verkum. Það þarf tvímælalaust að hækka þess- \ ar styrkveitingar." Þetta er mat Bjarna Þorsteinssonar, út- gáfustjóra bóka almenns efnis og kennslubóka _ hjá bókaforlaginu ^ \ Bjarti-Veröld. „Þetta eru oft á tíðum mjög dýr og stór verk og þess vegna þarf ansi myndarlega styrki til að útgáfan borgi sig. Þeir hafa því miður verið af skornum skammti. Ef svona stór og metnaðarfull verk eru ekki styrkt, er alls óvíst að menn leggi út í að gefa þau út eða þá að verkin verði það dýr að fólk ráði ekki við að kaupa þau." Þessi sjónarmið eru fráleit. Einkum þegar einstaka ráðherra not- ar ríkissjóð til að láta skrifa um sig lofgjörðir. Jafnvel af engu til- efni eða litlu. Stundum virðist hugsunin vera sú, að verkið verði unnið hvað sem það kostar. „Við teljum að það væri hagkvæmara fyrir samfélag fræðimanna sem skrifa þessar bækur og skattgreiðendur að þessi verkefni væru boðin út, í stað þess að ráðuneytin setjist bara niður og byrji. Þá gætu bókaútgefendur sest niður og komið með tillögur þar sem hægt er að meta verkin og þá fjármuni sem eru í boði hverju sinni." Þetta er sjónarmið Krisrtjáns B. Jónassonar, for- manns Félags íslenskra bókaútgefenda. Þessi sjónarmið eru skiljanleg. Það getur ekki verið rétt að ráðherra álcveði að láta ríkið gefa út bók, ráði ritstjóra, ákveði fjárveitingar og hverjir aðrir skrifl í ritið. Verst fór ríkissjóður út úr útgáfu á sögu Stjórnarráðs íslands. Styrkurinn hljóðaði upp á 62,6 milljónir króna. Útgefendurn- ir höfðu eðlilega engar áhyggjur af sölunni. Hún var ekki þeirra tap. Ríkið borgar, hvað sem það kostar. SVARTHÖFÐI Afturhaldssamt fólk hefur gagnrýnt það að fjölskylda forsætisráðherrans sé orðin svo fyrirferðarmikil á valdastólum samfélagsins að nýtt hugtak, fjöl- skylduvæðing, sé komið tif að vera. Þetta er áróður af sama toga og þeg- ar talað er um einkavinavæðingu í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn þegar nokkrir kunningjar valdhafanna slysuðust í feit embætti. En fjölskylduvæðing forsætisráðherra er hreinn áróður. Steingrímur Hermannsson, fýrrver- andi forsætisráðherra, átti það gull- korn þegar samherji hans var skip- aður flugmálastjóri að menn ættu ekki að gjalda fyrir það eitt að vera framsóknarmenn. Hið sama gildir nú um fjölskyldu forsætisráðherra. Fólk má ekki gjalda fyrir það eitt að vera staðsett þar í litrófi lífsins. Hæfileikafólk á það til að leita í hnapp. Þannig þarf enginn að undrast það að Inga Jóna Þórðardóttir sé eiginkona formanns Sjálfstæð- isflokksins. I hjónaband- inu samein- ast tveir öflugir einstaklingar sem báðir þurfa að hafa svigrúm til góðra starfa í þágu samfélagsins alls. Og það er ekkert nýtt að hjón séu bæði á heims-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.