Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Umræða DV W" /ulffmorgenthaler.com By Mikael Wulíf & Anders Morgenthaler HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI? a ’&mii Skelfileg nauðgun Helst bera að nefna þessa skelfilegu nauðgun á Laugaveginum. Það er hörmu- legt að heyra fregnir af þessu. Næturlífið í miðbænum virðist sífellt vera að versna. Lögreglan er sannarlega búin að gera mikið átak þar og ég dáist að því. Ég er viss um að aðgerðir þeirra skila árangri. Ég á annars fullt í fangi með að fylgjast með þessari sífelldu umræðu um þjóðmál- in. Mér finnst þetta verða síbylja sem dynur á fólki. Hjá sjálfri mér bar hæst sú mikla vin- semd sem Grafarvogssöfnuðurinn sýndi mér á sunnudaginn með því að útbúa dag- skrá um störf mín og verk. Þessu íylgdu síð- an höfðinglegar veitingar. Ég er þeim mjög þakklát. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkjunnar Nauðganir og flótti „Fregnir af fjölda hrottalegra nauðgana slógu mig. Óheft flæði útlendinga hing- að til lands hefur því miður orðið til þess að samfélagsþegnar geta ekki lengur um frjálst höfuð strokið. Því miður virðist það vera svo að allskonar lýður hefúr kom- ið hingað og fréttum að slæmri hegðun Qölgar sífellt. Síðast var ákveðið að loka heilu skemmtistöðunum fyrir aðgengi út- lendinga sökum hegðunar í garð íslenskra kvenna. Nú er að koma á daginn að mál- flutningur Jóns Magnússon, þingmanns Frjálslynda, var ekki svo fráleitur eftir allt saman og fráleitt að vera iðulega að tala um þá umræðu sem rasisma. Jón virð- ist hafa hitt naglann á höfuðið með þá staðreynd að við þurfum að spá virkilega vel í því hverjum sé hleypt inn í landið og kanna feril þeirra sem hingað koma. Það sem stendur einnig uppúr hjá mér að horfa upp á hinn gífurlega fiótta úr kennararstéttinni. Ég hef aldrei upplifað annan eins flótta og ég hef orðið var við síðustu daga. Það eru nánast allir í kring- um mig að íhuga að hætta og því miður vofir yfir að menntaðir kennarar séu á leið frá starfinu." Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði meistaraflokks Vals í knattspyrnu: Húsnæðisverð og stefnuleysi „Að húsnæðisverð haldi áfram að hækka, nú um eitt og hálft prósent á einum mánuði, þvert ofan í allar spár. f nærri tvö ár hafa spámenn spáð fýrir lækkun hús- næðisverðs án þess að úr hafi ræst. Van- mat spámanna hefur komið mér á óvart og gífurlega hátt húsnæðisverð er stór liður í verðbólgunni. Blessuð orkumálin koma mér sífellt á óvart. Mér fannst merkilegt að sjá nýj- an meirihluta í borgarstjórn viðurkenna stefnuleysi sitt og að þannig verði hlutun- um háttað hjá meirihlutanum. Um leið og það vekur furðu mína er þessi viður- kenning merki um ákveðinn heiðarleika. Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart því það hefur margsinnis sannast að samstarf margra flokka með þessum hætti getur ekki virkað vel og verður til þess að málum sé slegið á frest. f staðinn fyrir stefnu fram í tímann hefur nýr borgarstjóri viðurkennt að hann taki bara hvern dag fyrir í einu. Það má segja að hér sé dagur um dag frá degi til dags." Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Arborg Jólabækurog Alþingi „Það stendur mér nálægt það sem hefur verið að gerast á Alþingi í vikimni. Það er búið að vera heilmikið að gera á þinginu. Það er verið að kynna skýrslu umboðs- manns Alþingis um störf þingsins. Þar er verið að fara yfir að Alþingi þurfi að vanda sínar lagasetningar betur. Mér finnst það líka sem nýjum þingmanni að það mætti vanda betur til verka. Það er ekki af því að fólk er ekki að vinna sína vinnu vel heldur frekar vegna þess að það vantar fleira fólk. Það vekur samt athygli að þetta sé til um- ræðu um sjálfan löggjafann. Við viljum að hann standi sig vel. Svo finnst mér skemmtilegt hversu margar góðar bækur hafa verið að koma út að undanförnu. Mér finnst þessi tími ársins vera mjög skemmtilegur og ég bíð mjög spennt eftir nýju bókinni hennar Yrsu Sig- urðardóttur. Eg er nýbúin að lesa nýju bók- ina hans Arnalds sem ég var mjög ánægð með. Það skortir ekki úrvalið þessi jólin frekar en svo oft áður." Katrín Jakobsdóttir, Alþingiskona Hefurðu nýtt þár FrfetundakortiðP Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18ára börn og unglinga í Reykjavík. Nánar á www.itr.is Styrknum fyrir árið 2007 þarf að ráðstafa fyrir 10. desember nk. ý • 110 Reykjavík • Sími 411-5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.