Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 25
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 25 ar stofnuðu þeir saman hljómsveitina Ðe Lónlí Blú Bojs. Árið 1976 gaf Rún- ar svo út fyrstu plötu hljómsveitarinn- ar Brimkló þar sem Björgvin var lykii- maðurinn. Með brilljantín í hárinu Árið 1979 var HLH flokkurinn stofnaður. Meðlimir flokksins voru þeir Halli, Laddi og Björgvin Helgi Halldórsson. Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar uppgötvað- ist að átrúnaðargoðið Bjöggi Halldórs, einnig þekktur sem Bó, hét í raun réttri Björgvin Helgi. HLH flokkurinn dreg- ur því eiginlega nafn sitt af upphafs- stöfum þessara þriggja einstaklinga. Við höfðum mikinn áhuga á tónlist ffá árunum nítján hundruð og fimmtíu og nítján hundruð og sextíu og ákváðum þar af leiðandi að stofna hljómsveit sem myndi flytja slíka tónlist," segir, Laddi. Á þessum árum var pönktíma- bilið að ganga í garð og öll sú tíska sem því fylgdi og þóttí því mörgum hljóm- sveitín hálfgerð tímaskekkja. Flokkur- inn lét þær raddir sem vind um eyru þjóta, skellti brilljantíni í hárið og söng hástöfum sína tuttugu ára gömlu tón- list í leðurbuxum, hvítum bolum og þotuskóm. Hljómsveitin starfaði sam- an í fjögur ár og gaf á þessum stutta tíma út fjórar plötur. „Það var rosa- lega gaman að vinna þessar plötur og var oft vakað heilu næturnar við að semja texta." HLH flokkurinn ferð- aðist víða um landið og fluttí tónlist sína við góðar undirtektír. „Stund- um komum við fram á skemmtunum þar sem Brimkló með Björgvini Hall- dórs byrjaði að flytja sín lög, þar á eftir skemmtum við bræður Halli og Laddi fólki og svo endaði HLH flokkurinn á því að slá upp balli, það er því óhætt að segja að fólk hafi fengið mikið fyrir peninginn," segir Laddi. Eldað fyrir Sigga Hall Þegar Björgvin Halldórsson var barn var hann mjög matvandur en Helga systir hans segir það held- ur betur hafa breyst í dag. „Björgvin hefur unun af því að elda góðan mat Björgvin Halldórsson Fyrsta poppstjarna (slands. og njóta hans." Einn þeirra sem hafa sest að snæðingi hjá Björgvini er mat- reiðslumeistarinn Siggi Hall. Hann gefur Björgvini bestu einkunn fyrir matseldina og segir hann frábær- an kokk. Þeir félagar hafa verið góðir vinir frá táningsaldri en einnig unnu þeir saman til margra ára á Bylgjunni. Björgvin aðstoðaði Sigga Hall við gerð fyrstu matreiðslubókar hans og er því óhætt að segja að þeir deili þessum áhuga sínum á góðum mat og mat- seld. Siggi Hall segir Björgvin hafa ver- ið hálfgerðan skelfi margra veitínga- manna og þjóna oft á tíðum þó með gamansömum tóni. „Hann áttí það tíl að vera mjög kröfuharður og gerði oft í því að biðja um eitthvað sem að hann vissi að væri ekki tíl. Ég kenndi sam- starfsmönnum mínum það að aðalat- riðið væri að toppa hans svar og bjóða honum eitthvað enn flottara, dýrara og sjaldgæfara. Þá var Bó skemmt." Vinir hans lýsa honum sem miklum lífsnaumamanni og eru allir sam- mála um að hann hafi dýran smekk. „Björgvin hefur mjög háan lífsstand- ard. Hann er mikill matmaður og hef- ur gaman af því að elda sjálfur. Svo elskar hann að drekka fín rauðvín og Krummi og Svala Björgvinsböm Hafa bæði gert það gott í tónlistinni. reykja rándýra vindla," segir Rúnar Júlíusson. „Því dýrara því betra," segir Jón Axel Ólafsson, rekstrarhagfræðingur og vinur Björgvins til margra ára. „Hann er mikiíl fagurkeri á dýra og vandaða hluti. Hann hefur alltafverið græjuóð- ur en í dag á hann ekki alltaf flottustu græjurnar lengur þótt hann reyni." Börnin hans, þau Krummi og Svala, minnast einnig á tækjadellu pabba síns. „Hann á örugglega 10 gemsa, 8 i-poda og nokkrar fartölvur, bara svo hann eigi örugglega allar græjur sem eru til á markaðnum," segir Svala. Hengir upp Bó-gallann Flestir þekkja Björgvin eins og hann kemur fýrir sjónir í fjölmiðlum, á skemmtunum, böllum og í gegnum tónlistína. En hvaða mann ætli hann hafi að geyma þegar heim er komið? „Hann hengir Bó-gallann upp þegar hann kemur heim og er eins og hver annar pabbi," segir Krummi, son- ur hans. „Hann knúsar kettina sína, býður fjölskyldunni í mat og hlust- ar á kántrítónlist. Einnig nýtur hann þess að horfa á góðar kvikmyndir og heimildarmyndir," segir Krummi. Glæsileg hjón Björgvin og eiginkona hans, Ragnheiður Björk Reynisdóttir. Þeir sem þekkja Björgvin segja hann mikinn dýravin. „Hann myndi ekld drepa kónguló," segir systir hans, Helga. „Hann elskar öll dýr og sér þau fyrir sér sem teiknimyndafígúrur úr Disney-mynd sem tala. Jafnvel flugan í eldhúsinu heitir einhverju nafni og á sér sögu að baki," segir Svala sem gerir létt grín að dýrakærleik pabba síns. Björgvin hugsar vel um sína og má ekkert aumt sjá að sögn vina hans. Hann hugar vel að fjölskyldu sinni og vinum. Helga, systir Björgvins, rifjar upp góðar stundir í Bandaríkjunum en þar hefur hún búið síðustu þijá- tíu árin. „Fyrir jólin var kassi fyrir utan dyrnar, fullur af hangikjöti og góðgæti frá Björgvini án þess að ég hefði beð- ið um nokkuð." Hann er duglegur að heimsælga Helgu til Bandaríkjanna og hefur ósjaldan skemmt íslending- um á þorrablótum á heimaslóðum Helgu. „Hann er rosalega gjafmild- ur og elskar að redda hlutum fyrir mann. Hann fær mikið út úr því að gleðja," segir Svala. Systkinin eru sam- mála um að Björgvin sé afar góður pabbi sem gott sé að tala við. „Hann veit mikið um margt og er vel upp- lýstur," segir Krummi. Þau segja hann fyndasta mann sem til er og alltaf stutt í góða brandara og skemmtileg tilsvör. „Þegar við Krummi vorum krakkar fannst honum ekkert skemmtilegra en að gera sig að fi'fli þegar við fór- um til útlanda í frí því þá þekkti hann enginn. Þá gat hann látið einsog hálf- viti og hann gerði það lflca vegna þess hvað okkur Krumma fannst það fynd- ið," rifjar Svala upp. Eins og mörgum er kunnugt um hafa systkinin Svala og Krummi bæði starfað við tónlist til margra ára og átt góðu gengni að fagna. Feðgarn- ir Krummi og Björgvin eru þó ekki þekktir fyrir svipaðan tónlistarstfl og vakti því mikla athygli þegar þeir komu í fyrsta sinn opinberlega fiam með Sinfóníuhljómsveit íslands á síð- asta ári. „Það var algjör draumur að taka lagið með pabba, án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ferl- inum," segirKrummi. Hann segir jafn- framt pabba sinn alltaf hafa veitt hon- um andlegan stuðning í tónlistínni og leyft honum að reka sig á og læra af mistökunum og það sé hann afar þakklátur fyrir. Jólabarn Björgvin Halldórsson var fyrsta poppstjarna íslands. Hann hefur hald- ið vinsældum sínum alla tíð og ekki er útlit fyrir að þær fari dvínandi. Björg- vin fagnar fjörtíu ára starfsafmæli sínu nú í ár og af því tflefni ætlar Björgvin að halda jólastórtónleika í Laugar- dagshöll 8. og 9. desember næstkom- andi. Björgvin hefur sungið ófáar jóla- perlurnar og því ættu þessir tónleikar að hringja inn jólin hjá áhorfendum. Samhliða tónleflcunum gefur Björg- vin út sína fjórðu Jólagesta plötu þar sem hann sjálfur ásamt góðum gest- um flytur valinkunnar jólalög. Á tón- leikunum í Laugardagshöfl verða góð- ir gestír Björgvini til halds og traust; Bjarni Arason, Eyjólfur Kristjánsson, Friðrik Ómar, Helgi Björnsson, Ragn- ar Bjarnason, Stefán Hilmarsson, Svala Björgvinsdóttir og Sigga Bein- teins. Búast má við að þessi listí leng- ist áður en yflr lýkur. kolbwn@dv.is Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir þvi sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf. fjölbreytt. nam við allra hæfi >návn Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. í fjarnáminu er boðið upp á námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinui ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. A sérdeildarsviði eru tvær brautir: Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Á hönnunarsviði em fjórar brautir: Ustnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting Ekki er tekið inn á Fatalðnabraut og Cull- og silfursmlði á vorönn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. •5 4^ Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru v>, 0) þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðla- ■©. S braut • Tækniteiknun • Margmiðlunar- skófinn - en ekki er tekið inn í hann á 1. önn. ^ðnaS^ O Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. o Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu íforritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. uUSV/(J Innritun stenduryfir og lýkur 25. nóvember nk. Innritun er rafræn og eru allar upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skólavef menntamálararáðuneytisins www.menntagatt.is Aðstoð við innritun verður í skólanum 20. og 21. nóvemberfrá kl. 12:30-16:00. Rafræn innritun í fjarnám og kvöldskólann hefst 20. nóvember og eru allar nánari upplýsingar á vef skólans www.lr.is og á skrifstofu í síma 522 6500. ★ IÐNSKÓLINN ( REYKJAVfK Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.