Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 43
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER2007 43 Falsaðarflöskur á uppboði Mn er gríðarlega verðmæt ^ M söfnunarvara og fölsunarmál % m hafa hrannast upp síðustu \f misseri. Margmilljarðamaer- W ingurinn William Koch hefur gert alvöru úr hótun sinni. Hann hefur stefnt Þjóðverjanum Hardy Rodenstock fyrir að falsa og selja fjórar Bordeaux flöskur sem áttu að hafa verið í eigu Thomas Jefferson, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Koch hefur einnig stefnt kaliforniska vínsafnaranum Eric Green- berg og bandaríska uppboðshúsinu Za- chys fyrir að selja falsað vín. Koch segist hafa keypt 19 flöskur á 20 milljónir króna afZachys. toppurinn á ísjakanum og hefur ráðið sérfræðinga í að rannsaka allar þær 35 þúsund flöskur sem eru í einstökum vín- kjallara hans. Koch er hvergi nærri hætt- ur. Hann ætlar að koma fjölda manns bak við lás og slá, endurheimta sitt fé og þvinga uppboðshús til að gjörbreyta öllum sínum reglum. Meðal þeirra vína sem Koch keypti hjá upp- boðshúsinu Zachys voru Chateau Petrus 1921, magnum flaska af Chat- eau Lafite Rothschild 1870 og Lafite 1811. Hver flaska kostaði um 30 þúsund dollara eða tvær milljónir stykkið. Á þessu uppboði keypti Koch vín fyrir 3,7 milljónir dala eða 220 milljónir króna. Það er Ijóst að skemmd epli hafa verið í umferð að undanförnu en upp- boðshúsið bendir á að það sé aðeins litið brot. Á uppboð- inu hafi verið seldar 17 þús- und flöskur úr safni Green- bergs. Koch geri einungis athugasemdir við 11 flöskur Rodenstock hinn þýski f er frægasti vínfalsari '• f- veraldar um þessar «3 mundir og virðist hafa j platað uppboðs- jg/K hús og virtustu vínsmakk- tmS ara veraldar upp úr skón- SfM um. Koch segir að mj Rodenstock sé aðeins Mm PALMI JÓNASSON vlnsérfræðingur DV d 'Arenberg The Hermit Crab Viognier-Marsanne 2005 Bindindismaðurinn Joseph Osborn keypti fyrirækið 1912 en hann var framkvæmdastjóri vínfyrirtækis- ins Thomas Hardy & Sons. Sonur hans tók við rekstrinum 1943 og sonarsonurinn, Francis d'Arenberg hætti í skóla 16 ára til að hjálpa sjúkum föður sínum. Hann tók við rekstrinum 1957 og innleiddi rauða strikið sem hefur einkennt flöskurn- ar æ síðan. Sonur hans, Chester d'Arenberg Osborn varð aðalvingerðarmaður 1984 og þeir feðgar stýra enn rekstrinum. Skemmtileg þrúgublanda. Blómaangan, ferskjur, apríkósur, eikarvanilla og mildur sítrus. Hunang í munni, apríkósur, ananas, blæjuber, melóna og örlar á kryddi. Milt og Ijúft vín á mörkum 3 og 4 glasa en væntan- legur árgangureá að vera svo góður 111 1 aðfjórðaglasiðergefið. 1690krónur. Yellow tail Shiraz 2006 Alan Kennett er aðal víngerðarmaður Casella Wines í Suðaustur Ástralíu og það státar sig af því að þetta sé mest selda rauðvínið í Bandaríkjunum. Mikil eikarvanilla i nefi og krydd, negull og kanill sem minnir á jólaglögg. Einnig dökk ber, kirsuber og þlómur. Bragð af sólberjum, súkkulaði, tóbaki og karamellu. Jarðartónar einnig áberandi. Ágætt vín á góðu verði. 1290krónur. Trivento Reserva JU ■■ \T I- Cabernet Malbec 2005 Trivento var stofnað í Mendoza í Argentínu en er í eigu vínrisans frá Chile, Concha y Toro. Þetta er stærsta víngerð Argentínu, getur framleitt 28 milljón lítra af vini sem hægt er að setja á 1800 franskar og amerískar eikartunnur. Tvivento dregur nafn sitt frá þremur ríkjandi vindum, Polar, Zonda og Sudesda sem blása um Mendoza og skapa skilyrði til vínræktar á þessum þurra stað sem fær vökvann úr Andesfjöllum. Ég hitti víngerðarmann- inn Rafael Miranda og markaðsmanninn Alejandro Cavallo þegar þeir voru hér síðsumars. Vínið er til helminga úr Malbec og Cabernet og er 8 mánuði á frönskum eikartunnum. Dökk rúbínrautt. Mikil vanillulykt, súkkulaði, lakkrís, marens og jafnvel sultaður laukur. Krækiber áberandi í munni, lakkrís, sólber, krydd og jarðartónar. Þrjú glös fyrir þetta verð. 1190 krónur. „Maður hefur svo sem fengið ágæt- is dóma fyrirþað sem maðurhefurver- ið að gera. Og ég er duglegur að kíkja í uppskriftabækur og breyta þeim jafri- vel pínulítið eftír smekk," segir Stein- dór Elíson, matgæðingur vikunnar, þegar hann er spurður út í hæfileika sína í eldhúsinu. Steindór ákvað að láta lesendum í té uppskrift að kjúkl- ingaréttí sem kallaður er Stússakjúll- inn. „Ég er kaUaður Stússi af félögun- um og þetta er uppskrift sem ég bjó tíl eitt kvöldið þegar við ætluðum að fara að horfa á box. Mér datt þetta þá í hug en uppskriftín samanstendur af hrá- efnum sem voru til heima." Fjögur til fimm ár eru liðin ffá kvöldinu örlagaríka að sögn Stein- dórs. „Þetta er orðið hversdagsmat- ur á mínu heimili. Og uppskriftín er komin ansi víða, félagarnir og syst- ur mínar eru til dæmis farin að elda þetta. Þetta er líka mjög bragðgott og fljótíegt." Síðasti matgæðingur og vin- ur Steindórs, Eiríkur Þorvarðarson, kallaði Steindór „beikon-bangsann". „Ég er kannski ekki kallaður þetta allajafna en hann notar þetta stund- um á mig hann Eiríkur. Og það er náttúrlega beikon í þessari uppskrift. Ég varð að finna eitthvað með beik- oni til að gleðja Eika." Stússakjúllinn Uppskrift fyrir fjóra • Fjórar kjúklingabringur skinnlausar • Eittbréfafbeikonsneiðum • Tíu til fimmtán millistórir sveppir • 'A I rjómi / matreiðslurjómi • Einn poki gratínostur Steikið sveppina upp úr smjöri og leggið til hliðar. Beikonið er skorið í bita og steikt á pönnu, fitan svo látin renna af því. Kjúklingabringurnar skornar í teninga og kryddaðar með Eðal- kjúklingakryddi frá Pottagöldrum. (Verður að vera þetta krydd.) Kjúklingateningarnir eru svo snöggsteiktir á pönnu. Allt sett saman í eldfast mót með rjómanum og ostinum stráð yfir. Eldað í ofni í um það bil 20 mínút- urvið 200°C. Meðiæti • Basmati-hrísgrjón • Spínatsalat með rauðlauk, papriku, furuhnetum og fetaosti með hvítlauk og kóríander. „Ég skora á eiginmann vin- konu konu minnar, Jón Gest Sörtveit, aö vera nœsti mat- gæðingur. Hann er mjög hrif- inn af ítölskum mat. Auk þess er hann góöur trommari."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.