Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 51
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 51 i Kristín Svava Tómasdóttir fagnar tuttugu og tveggja ára afmæli sínu næsta þriðjudag en hún var að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók á dögunum sem ber heitið Blótgælur. ÆTLAÐIAÐ VERÐA STEINASAFNARI Nafn: „Kristín SvavaTómasdóttir." Menntun: „Bara þessi venjulega, búin með menntaskóla og er í sagnfræði í Há- skólanum." Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bókina? „Það er nú engin sérstök ástæða íyrir því svo sem. Þetta er bara að sumu leyti bara safn þess sem ég hef verið að gera síðustu ár." Fyrir hverja er þessi bók? „Hún er bara fyrir hvem sem við henni vill taka." Getur þú sagt okkur aðeins frá henni? „Þetta er svo sem ekki skrifað með því markmiði að verða bók en það eru náttúrulega alltaf einhver þemu sem skjóta alltaf upp kollinum. Eins og til dæmis það að vera strákur og stelpa í heiminum í dag. Ekkert samið í kringum neitt konsept beint." Ætlaðirðu alltaf að verða Ijóð- skáld? „Nei ég ætlaði að verða steinasafnari en svo var ég einhvern veginn ekki nógu mikill fjallgöngugaipur í það." Hvað varst þú lengi að skrifa hana? „Þetta er svona nokkurra ára prósess. Elsta ljóðið er svona þriggja fjögurra ára. Ætli ég hafi ekki byrjað að skrifa á unglingsaldri en það er nú alls ekki allt bókarhæft." Hefur þú skrifað mikið sem ekki hefur komið út? „Já, maður getur ekki fleygt öllu fram eða notað allt sem maður skrifar það er bara þannig. Maður verður að vinsa úr." Ertu sátt við útkomuna? „Já, enn sem komið er. Það væri reynd- ar örugglega skemmtilegra að heyra svarið mitt eftir tuttugu ár samt." Ætlar þú að skrifa fleiri bækur? „Það er ekkert í farvatninu en það kemur nú að því einn daginn. Ég veit ekki hvað það þá yrði sem ég myndi skrifa. Bara það sem mér dettur í hug en kannski fer ég bara að safna stein- um eftir allt saman." Hvemig leið þér þegar bókin var komin út? „Það var mjög skrítið en á sama tíma mjög gaman. Það er eiginlega skrímara að sjá fólk lesa hana í búðum og reyna að láta það ekki sjást þegar maður labbar ffamhjá viðkomandi. Það er mjög skemmtilegt." Hver er uppáhaldsbókin þín? „Ég á nú enga svona uppáhalds, held ég geti í rauninni eldd valið neina uppáhaldsbók. Það ervoðalegaleiðin- legt svar en það er bara ekki hægt. Ætli það sé eldci alltaf bara góða bókin sem maður er nýbúinn að lesa." Hver er uppáhaldsrithöfúndurinn þinn eða skáld? „Helgi Jónsson bamabókahöfundur er mér ofarlega í huga þessa dagana sökum feminískrar áherslu í bólcum hans." Hvað er fram undan? „Jólapróf og upplestrar í bili að minnsta kosti. Og að halda svo upp á afmælið mitt. Það er það sem ber hæst á dagskránni í bili." fyrstu ljóðabók gefur út sína 10ARA LJOÐASKALD „Ég skrifaði bókina í vor," segir Jölcull Máni Kjartansson, 10 ára rithöfundur sem gaf nýlega frá sér ljóðbókina Vafi - stutt ljóð. „Ég hef skxifað ljóð síðan ég var svona átta ára," en eins og segir í formála bókarinnar skrifar Máni ljóð og gefur þau út því honum þykir gaman að skapa. Máni seg- ir að þegar hann hafi ekki þurft að læra heima eða hafi stund- um gleymt því hafi hann gripið í ljóðabók. „Þegar maður er að skrifa ljóð finnur maður ekkert endilega upphafið strax. Þá þarf maður að liugsa smá og horfa kannski út um gluggann og svona," segir Máni um þá tækni sem hann beit- ir við ljóðaskrifin. Máni sér sjálfur um að selja bóldna og gengur hús í hús á milli þess sem hann æfir break-dans. Máni fær svo hjálp frá pabba sínum við dreifa bók- inni í búðir. Máni myndskreytir einnig bókina sjálfur með hinum ýmsu orðum sem eru á síðunni gegnt hverju ljóði. Aðspurður segir Máni enga sérstaka hugmyndafræði að baki orðavalinu. „Stundum langaði mig bara skirfa þessi orð. Ég var bara að leika mér," segir Máni að lokum. asgeir@dv.is CULINA dagar í nóvember í BOHEMIA Sérsmíðaðar eldhús- og baðinnréttingar frá Culina í Danmörku. 20-30% afsláttur af öllum Culina eldhús- og baðinnréttingum í nóvember. .....1 !1!I"!-Iy.„»'J é Komdu og fáðu ráðgjöf um allt er varðar eldhúsið og baðherbergið þitt. 13? 10 fyrstu sem staðfesta pöntun nréttingu fá Haier vínkæli í kaupbæti aBWrmipimÉli' CULINK \ Bohemia - Akralind 4 - www.bohemai.is - bohemia@bohemia.is HvTl ifrlVllA. Afgreiðslutími virka daga 10-18 og laugardaga 11-15 ...-----

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.