Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 62
1 62 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Siðast en ekki síst DV VIKUNNAR Handknattleikslið Vals fær fjórar stjörnur fyrir að leggja hið firnasterka lið Celje Lasko að velli (vikunni. Með sigrinum sýndi liðið enn og aftur hvað hægt er að afreka með góðri baráttu, dugnaði og trú. Celje Lasko varð Evrópumeistari fyrir þremur árum en ( liðinu eru sumir af fremstu handbolta- mönnum (Evrópu. Það segir meira en mörg orð að þjálfara liðsins var sagt upp störfum (kjölfar ósigursinsgegn íslensku víkingunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fær þrjár stjörnur fyrir eftirlit með ofþeldisefni og klámi á skjánum. Samtökin hafa reglulega kvartað yfirtilefnislausum myndbirtingum af þeim toga með sjónvarpsfréttum. Fréttastjórar RÚV og Stöðvar 2 voru kallaðir á fund útvarpsréttar- nefndar í vikunni fyriraðsýna óhugnanlegar eða dónalegar fréttamyndir án viðvörunar. ★ ★★ GuSný Halldórsdóttir leikstjóri fær tvær stjörnur fyrir að taka því með jafnaðargeði að kvikmynd hennar, Veðramót, fékk aðeins ein Edduverð- laun af þeim ellefu sem hún var nefnd til. Daginn eftir Edduhátíðina hlaut Guðný (slensku bjartsýnisverðlaunin. Af þvf tilefni lét hún þau orðfalla að hún héldi sig við þá skoðun að áhorfendur kunni að meta verkin þó bransinngeri það ekki. Björn Swlft verkfræöinami fær eina stjörnu fyrir að gefa Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra lénið björn.is (afmælisgjöf. Ráðherrann varð 63 ára á dögunum og færði hann hinum gjafmilda nafna slnum miklar þakkir fyrir lénið. Verkfræði- neminn setti vefsfðuna upp á eigin afmælisdegi í ágúst og olli hún miklu fjaðrafoki en sem kunnugt er heldur Bjarnason úti sfðunni bjorn.is TEFLIRIÐULEGAÁ TVÆR HÆTTUR Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur nú gefið út sína fyrstu bók í langan tíma. Hver er maðurinn? „Þetta er spuming sem ég hef tekist á við allt mitt líf. Maðurinn er búsettur í fallegasta og afskekktasta sveitarfé- lagi landsins, hamingjusamlega giftur og að fást við draumaverkefnið. Mað- urinn er því nokkuð kátur." Átt þú stóra fjölskyidu? „Já, ég á undursamlega konu og stórkostleg börn. Svo á ég skara af syst- kinum, ein íimm síðast þegar ég taldi. Ég á bestu mömmu í heimi og stóran, öflugan og andríkan frændgarð." Hver eru þín áhugamál? „Þau eru af ýmsum toga og breyti- leg en gegnumgangandi er áhugi á fólki, sögunni og auðvitað á skákinni. Stundum fæ ég dellur þar sem ég tek eitthvað fyrir og reyni að verða sér- fræðingur í því. Það er sem sagt eitt og annað ehf." Hvaða bók vildir þú hafa skrifað? „Ég hefði viljað skrifa Egils sögu. Hún er heilsteyptasta listaverk sem til er á íslensku. Bæði afskaplega djúp og fer svo hátt að því eru engin takmörk sett. Hún lýsir stórbrotnum mann- legum breyskleika betur en nokkur önnur bók." Á hvernig tónlist hlustar þú? „Þar yrði ég líklega skilgreindur fullkomlega schizophren. Fer alfarið eftir skapinu hverju sinni, hvort það er Abba, Beethoven, Megas eða Eivör. Það er engin lína í mínum tónlistar- smekk, heldur bara það sem best hæfir hverju sinni." Kunna Grænlendingar eitthvað að tefla? „Já, núna. Sérstaklega nágrann- ar okkar á austurströndinni, þar eru mörg hundruð börn sem eru orðin æði slungin." Hvað teflir þú oft? „Ég bý svo vel að hér í Ámeshreppi eru líklega flestir skákmenn miðað við fólksfjölda á íslandi. Ég hef lítið teflt sfðustu mánuði nema ég fór og tefldi með vinum mínum í Skákfélagi Snæ- fellsbæjar á íslandsmóti skákfélaga fyrir mánuði eða svo. Síðan hef ég ekki snert á mönnunum þó skömm sé frá að segja." Teflir þú einhvern tímann á tvær hættur? „Iðulega. Eftir á að hyggja kannski oftar en skynsamlegt hefði verið. Líf- ið og skákin eru þannig að maður þarf stundum að taka áhættur. Stundum er áhættan skemmtileg en stundum sit- ur maður eftir með sárt ennið og stillir upp á nýtt." Hvað kom til að þú ákvaðst að gefa út bók núna? „Þessi bók hafði þörf fyrir að líta dagsins ljós núna. Eg réð engu um það. Mig hafði lengi langað að gera Árneshreppi skil og ýmsum minning- um þaðan þannig að bókin réð þessu sjálf." Hvernig útgáfustjóri er bróðir þinn? „Ómetanlegur. Hann var drifkraft- urinn á bak við þessa útgáfu. Hann var stoð mín og stytta í þessu. Hann þekldr allar hliðar útgáfuheimsins og er réttur maður á réttum stað, hann bróðir minn." Ætlar þú að feta í fótspor föður þíns og skrifa leikrit? „Aldrei hef ég fundið leikskáldið bærast innra með mér. Sjálfur fer ég sjaldan í leikhús og hef aldrei stúder- að það ágæta hstform. Mér lætur bet- ur að segja sögur og ég hugsa að ég haldi mig þar." Hvar endar vegurinn? „Þeirri spurningu er svarað skil- merkilega í bókinni." Hvað er fram undan hjá þér? „Hefðbundin kosningabarátta sem fylgir jólabókavertíð. Óhefðbundin þar sem hún verður í mínu tílviki rek- in frá Trékyllisvík." SWDKOHX ■ Vegfarendur sem áttu leið um Hafnarstrætið í Reykjavík á þriðjudagsmorgun tóku eftir ungu og ástföngnu pari sem þar var á ferð. Mikla athygli vakti faUegur blómvöndur sem stúlkan bar, greinilega nýbúin að fá hann í hendur. Fram til þessa hafa ungir, íslenskir herrar verið frekar feimnir við að gefa ástinni sinni blómvönd að morgni dags og slflct þykir oft frekar eiga heima í rómantískum, bandarískum bíómyndum. Rómanti'ski maðurinn reyndist vera Aron Pálmi Ágústsson sem ekki aðeins hefur fundið frelsið á íslandi heldur líka ástina. ■ Leikarar landsins eru allir á tánum um þessar mundir. Væntanlegur til lands er dularfullur leikstjóri beint úr Hollywood sem hefur áhuga á því að sjá sýnishom af íslenskum leikurum. Það er framleiðslufyrirtækið Tmenorth sem hefur leikstjórann á snæmm sínum, en gríðarleg leynd ríkir yfir málinu. Fram- kvæmda- stjóri Tme- north, Helga Margrét Reyk- dal, staðfesti í samtali við blaðamann DV að sagan sé rétt, en vildi ekkert gefa upp um hver leikstjórinn væri. Eitt staðfesti hún þó, að maðurinn er ekki J.J. Abrams, leikstjóri væntanlegrar Star Trek-myndar sem verður tekin upp á landinu. ■ Brúðkaup JónsÁsgeirs og Ingibjargar er mörgum hugleikið þessa dagana enda ekki á hverjum degi sem svo frægir og ríkir gifta sig hér á landi og á svo áberandi stað. DV barst það til eyma að maturinn sem turtildúfumar ætli að bjóða upp á verði heimsendur - alla leið frá London. Það er flottasti og besti veitingastaður Lundúna, Nobu, sem hlýtur heiðurinn af því að matreiða fyrir fi'na fóUdð. Þjónarnir í boðinu verða allir karlkyns og í sérhönnuðum fötum af tilefni dagsins. Þá em raddir háværar um að George Michael þenji raddböndin. -akm HflWitcHifl Afleit akstursskilyrði nyrðra „Það er ekki hægt að segja annað en hægt hafi á lægðaganginum undanfarið, en enn eru þær nú til staðar blessaðar," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.„Um helgina mun ein dýpka fyrir norðan land. Mun hún fyrst hafa í för með sér vætu á föstudag um nær um allt land, en líka mikil hlýindi, sérstaklega fyrir austan eða þetta 10-15”C. Á laugardag mun hún hins vegar venda kvæði sínu í kross og senda til okkar loft úr norði og kólnar þá vitanlega á landlnu. Veðrið verður ekki verið sérlega skemmtilegt á Norður- og Austurlandi, en Vestfirðingar sleppa betur að þessu sinni. Gera má ráð fyrir hvössum vindi og ofanhríð með afleitum akstursskilyrðum. Syðra verður hins vegar allt annað uppi á teningnum, urkomulaust og um síðir frystir. Á sunnudag verða síðan enn ein umskiptin. Veðrið kyrrist, verður bjart og fallegt, en SV- átt að byggja sig upp vestur af landinu, klár í næstugusuafhlýju, enekki .. endilega svo röku lofti." f'. Einat Sveinbjörnsson, vedurfrædingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.