Peningamál - 01.08.2000, Síða 17

Peningamál - 01.08.2000, Síða 17
16 PENINGAMÁL 2000/3 Lækkun evrunnar er ekki merki um veikleika mynt- bandalagsins… Rúmlega eitt og hálft ár er nú liðið frá stofnun Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Fyrstu 16 mánuði tilveru hennar hneig gengi evrunnar jafnt og þétt og í maí sl. hafði gengi hennar lækkað um hart- nær fjórðung gagnvart Bandaríkjadal. Síðan þá hefur evran rétt nokkuð úr kútnum. Lækkun evrunnar hefur orðið tilefni töluverðrar umræðu, þar sem því hefur verið slegið föstu að lækkun evrunnar sýni að hún sé veikur gjaldmiðill og að aðild að myntbandalaginu sé því lítt fýsilegur kostur. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja lækkun evrunnar svik við þegna aðildarríkja sem hafi verið lofað sterkum gjaldmiðli. Þetta eru ótímabærar yfirlýsingar að ekki sé meira sagt, því að alltof skammur tími er liðinn til þess að réttlætanlegt sé að kveða upp dóm um árangurinn. Til þess þarf mun lengri tíma. Að auki byggja slíkar yfir- lýsingar á misskilningi á hugtakinu traustur eða sterkur gjaldmiðill. Að gjaldmiðill sé sterkur þýðir ekki að gengi hans fari ævinlega hækkandi gagnvart öðrum gjaldmiðlum, heldur að kaupmáttur hans inn- an myntsvæðisins sé tryggur. Seðlabanki Evrópu hef- ur lagt áherslu á að bankann varði einungis um „innri styrkleika“ evrunnar. Gengi evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum skiptir bankann aðeins máli að því leyti sem það hefur áhrif á verðlagsþróun á evrusvæðinu. Vonbrigði margra með gengisþróun evrunnar má e.t.v. rekja til óraunhæfra væntinga áköfustu tals- manna myntbandalagsins á fjármálamörkuðum í upphafi, sem byggðar voru á samsvarandi misskiln- ingi á því hvað sterkur gjaldmiðill felur í sér og sýna nokkurn skort á sögulegri yfirsýn. Frá því í byrjun 8. áratugarins hefur gengi helstu gjaldmiðla heims verið ákvarðað á markaði, án veru- legra beinna afskipta stjórnvalda. Þetta hefur haft í för með sér verulegar sveiflur í gengi þeirra, þvert á væntingar margra hagfræðinga þess tíma. Sveiflurnar hafa stundum verið öfgakenndar, t.d. hækkun Banda- ríkjadals um miðjan 9. áratuginn eða japanska jens- ins um miðjan 10. áratuginn. Sé lækkun evrunnar frá stofnun EMU skoðuð í þessu samhengi er hún um- ARNÓR SIGHVATSSON1 Horfur á jafnari hagvexti í heiminum á næstunni Staða efnahagsmála í heiminum hefur tekið töluverðum umskiptum á sl. ári. Hagvöxtur er nú til muna jafnari en áður. Efnahagsbati í Evrópu, sem lengi mátti búa við dræman hagvöxt á meðan hagvöxtur í Bandaríkjunum var með mesta móti, er kominn vel á skrið og í ýmsum ríkjum Asíu, sem fjármála- og gjaldeyriskreppa skók á árunum 1997-1999, og víðar fer hagvöxtur ört vaxandi. Helsta undantekningin er framvinda efnahagsmála í Japan sem enn er tvísýn, þótt binda megi vonir við að nú hilli undir betri tíð eftir heilan áratug stöðnunar. Misjöfn efnahagsþróun austan Atlantshafs og vestan er helsta skýring þess að gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal fór lækkandi frá stofnun myntbandalagsins þar til í maí sl. Nú bendir hins vegar margt til að þær aðstæður sem ollu þessari gengisþróun séu að breytast. Á heildina litið virðast horfur í heimsbúskapnum nú bjartari en um nokkurra ára skeið og spáir OECD 3,7% hagvexti í aðildarlöndunum á yfirstandandi ári og 3,1% vexti á því næsta, sem er töluvert meiri hagvöxtur en undanfarin ár.2 1. Höfundur er deildarstjóri á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Grein þessi er að mestu byggð á upplýsingum sem tiltækar voru hinn 6. júlí en tillit hefur verið tekið til gengisþróunar til 20. júlí. 2. OECD Economic Outlook nr. 67, júní 2000. Sjá yfirlit efnahagsþróunar í heiminum í töflu 16 á bls. 67 í töfluviðauka.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.