Peningamál - 01.08.2000, Page 18

Peningamál - 01.08.2000, Page 18
PENINGAMÁL 2000/3 17 talsverð en getur vart talist öfgakennd (sjá mynd 1). Þýska markið lækkaði t.d. mun meira gagnvart Bandaríkjadal á fyrri hluta níunda áratugarins. Þegar gengi marksins náði lágmarki árið 1985 kostaði Bandaríkjadalur u.þ.b. 3,3 mörk og hafði það fallið um 40% á fáum árum. Nú kostar Bandaríkjadalur u.þ.b. 2 mörk eða álíka mikið og um mitt ár 1989. Það er m.ö.o. ekkert óvenjulegt eða óeðlilegt við gengisþróun evrunnar undangengið 1½ ár, nema ef vera skyldi athyglin sem hún hefur fengið, sem stafar af því að ýmsir virðast ranglega leggja skammtíma- gengisþróun evrunnar að jöfnu við styrkleika hennar til langs tíma. Þvert á móti hefur gengisþróun evr- unnar verið með þeim hætti sem hæfir stöðu hag- sveiflunnar á evrusvæðinu í heild. Tiltölulega lágt gengi evrunnar hefur örvað hagvöxt á evrusvæðinu, án þess að lækkun hennar frá stofnun EMU hafi kynt undir verðbólgu. Sé árangur peningastefnu Seðlabanka Evrópu metinn í ljósi þess hvernig til hefur tekist við að halda verðlagi stöðugu á evrusvæðinu það sem af er verður að telja árangurinn góðan, þótt of snemmt sé að draga endanlega ályktun. Verðstöðugleiki hefur verið með ágætum til þessa og hefur verðbólga verið í sögulegu lágmarki, jafnvel þótt miðað sé við verðlagsþróun í þeim löndum myntbandalagsins sem af mestu höfðu að státa í þeim efnum. Verðbólga er reyndar töluvert meiri en í kjarnalöndunum í nokkrum jaðarlöndum myntbandalagsins, einkum Írlandi, eins og fjallað verður um síðar. Auk þess sem verðlagsþróun hefur verið hagstæð hefur myntbandalagið staðist ýmsar aðrar prófraunir sem vert er að geta: myntbandalagið stóð t.d. áfalla- lítið af sér afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 1997 og skók stóran hluta heimsbyggð- arinnar og hægði nokkru meira á hagvexti í sumum aðildarríkjum myntbandalagsins en öðrum. Opinber fjármál í aðildarríkjunum hafa styrkst áfram þrátt fyrir dræman hagvöxt á síðasta ári. Enn sem komið er bendir því ekkert til þess að myntbandalagið sundrist innan tíðar vegna þess að þróun opinberra fjármála fullnægi ekki skilyrðum hagvaxtar- og stöð- ugleikasáttmálans, eins og svartsýnismenn spáðu. …en endurspeglar ósamstíga hagsveiflur í Banda- ríkjunum og Evrópu Þótt ýmsir hafi orðið fyrir vonbrigðum með ytri styrkleika evrunnar frá stofnun myntbandalagsins verður að telja það mikið lán að gengisþróunin varð ekki með þeim hætti sem sumir gerðu sér vonir um. Lágt gengi evrunnar hefur hentað efnahagsþróun á evrusvæðinu ágætlega. Hagvöxtur þar hefur verið mun minni en í Bandaríkjunum og verðbólga einnig heldur minni. Lágir vextir og lágt gengi evrunnar hafa örvað hagvöxt á evrusvæðinu og átt þátt í öflug- um efnahagsbata sem hófst síðari hluta ársins 1999. Fyrir dræmum hagvexti á evrusvæðinu fram að þeim tíma kunna að vera ýmsar ástæður. Nokkur mikil- vægustu lönd myntbandalagsins urðu fyrir töluvert meiri beinum efnahagslegum áhrifum af fjármála- kreppunni sem reið yfir heimsbyggðina árið 1997 en Bandaríkin, á sama tíma og Bandaríkin tóku við meginhluta þess fjármagns sem „flúði“ Asíu, Rúss- land, Rómönsku Ameríku og fleiri svæði. Það kann einnig að hafa dregið úr hagvexti að í aðdraganda stofnunar myntbandalagsins þurftu mörg aðildarríki að herða verulega að í opinberum fjármálum. Seðlabanki Evrópu brást við dræmum hagvexti og verðstöðugleika á evrusvæðinu með því að slaka á peningalegu aðhaldi. Lágir vextir á evrusvæðinu hafa gert fjárfestingu í bandarískum verðbréfum og öðrum verðbréfum, sem bera hærri vexti, álitlegri kost. Ákvörðun gengis á markaði er flókið samspil undirliggjandi hagþróunar og væntinga markaðsaðila um framtíðarþróun sem ógerlegt hefur reynst að spá fyrir af nokkurri vissu. Vart verður þó fram hjá því horft, eins og sjá má á mynd 2, að vaxtamunur á milli Bandaríkjanna og Evrópu virðist hafa ráðið miklu um gengi evru gagnvart Bandaríkjadal frá stofnun (og raunar einnig fyrir stofnun myntbandalagsins). Gengi þýsks marks og evru gagnvart Bandaríkjadal 1981-2000 1982 84 86 88 90 92 94 96 98 2000 mark/US$ Mynd 1 1,0 1,5 2,0 3,0 3,5 2,5 1. Til 20. júlí.Heimild: Datastream. 1 Mánaðarlegar tölur

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.