Peningamál - 01.08.2000, Side 20

Peningamál - 01.08.2000, Side 20
úr áhuga erlendra fjárfesta á síðasta ári og að um- skiptin sem vart hefur orðið við á þessu ári megi rekja til vaxandi hagvaxtar og betri horfa. Mikill hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur bæði beint og óbeint stuðlað að háu gengi dalsins. Eins og vikið verður að síðar má að verulegu leyti rekja hann til uppgangs í upplýsinga- og fjarskiptageiranum sem hefur að líkindum dregið til sín fjármagn frá Evrópu. Áhrifa upplýsingarbyltingarinnar gætir í mun minni mæli á öðrum svæðum. Kreppan í ýmsum ný- markaðsríkjum undanfarin ár bætti um betur og ýtti enn frekar undir styrk Bandaríkjadals. Fjármagn sem flúði ótrausta markaði Asíu, Rússlands og Rómönsku Ameríku leitaði skjóls í öryggi og dýpt bandaríska fjármálamarkaðarins fremur en óreyndum evrumark- aði, sem að auki bauð lakari ávöxtun. Á síðustu miss- erum hefur traust á efnahagsmálum nýmarkaðsríkja aukist á ný, sem gæti er fram líða stundir valdið lækkun Bandaríkjadals, er alþjóðlegir fjárfestar taka að draga úr vægi bandarískra verðbréfa í eignasöfn- um sínum. Hækkandi vextir í Bandaríkjunum hamla þó á móti slíkri þróun í bili. Í umræðunni um veikleika evrunnar á síðasta ári hefur þeirri skoðun nokkuð verið haldið á lofti að of hægfara úrbætur á sviði efnahagsmála á evrusvæð- inu, einkum að því er áhrærir viðleitni til að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins, eigi sök á lækkun evrunnar. Það virðist þó veik röksemd. Í fyrsta lagi er lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði evrusvæðisins ekki nýr af nálinni og nokkrar umbætur hafa þrátt fyrir allt átt sér stað eða eru í bígerð. Það er því erfitt að sjá hvað hefði átt að koma markaðsaðilum á óvart í þeim efnum. Í öðru lagi hafa umbætur verið einna tregastar í kjarnalöndunum, sem síst eru líkleg til að gjalda fyrir ósveigjanlegan vinnumarkað. Ósveigjan- legur vinnumarkaður kom ekki í veg fyrir að þýska markið væri talið sterkur gjaldmiðill á sínum tíma. Í þriðja lagi virðist samband efnahagsumbóta og geng- is gjaldmiðla óljóst svo að ekki sé meira sagt. Nægir að benda á gengisþróun japanska jensins í því sam- bandi. Umskipti í sumarbyrjun – hagvöxtur hægir á sér í Bandaríkjunum en styrkist í Evrópu Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal náði lág- marki í maíbyrjun og hafði þá lækkað um tæpan fjórðung frá því að henni var hleypt af stokkunum. Síðan þá hefur gengi evrunnar hækkað töluvert, en lækkaði síðan á ný í fyrri hluta júlímánaðar. Það er þó töluvert fyrir ofan lágmarkið um miðjan maí. Um- skiptin sem urðu í gengisþróun evrunnar í sumar má rekja til vaxandi óvissu um framvindu efnahagsmála í Bandaríkjunum, fyrst í kjölfar upplýsinga um aukinn verðbólguþrýsting í Bandaríkjunum og síðan eftir að gögn bárust sem bentu til þess að farið væri að draga úr hagvexti. Á sama tíma bentu flestar efna- hagsvísbendingar frá evrusvæðinu til vaxandi hag- vaxtar. Spár Consensus Forecasts um hagvöxt á evrusvæðinu hafa hækkað jafnt og þétt á þessu ári og skv. könnun sem gerð var í maí hljóðaði meðalspáin upp á 3,3% hagvöxt á árinu 2000 og 3,1% hagvöxt árið 2001.4 Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að draga muni verulega úr hagvexti á næsta ári. Lengi hafa spámenn spáð hægari hagvexti í Bandaríkj- unum, en ekki reynst sannspáir hingað til. Um ástæð- ur þess verður nánar fjallað hér á eftir. Hin hliðin á vanspá hagvaxtar í Bandaríkjunum er að lengi hafa flestir aðilar sem gefa út spár um gengisþróun spáð gengishækkun evrunnar. Í maí sl. spáðu Consensus Forecasts genginu 1,049 á sama tíma árið 2001 og 1,108 í árslok 2002, sem er u.þ.b. fjórðungs hækkun frá genginu í maí, og síðan áframhaldandi styrkingu evrunnar til ársloka 2006. Í ljósi þess að Consensus Forecasts hafa ævinlega spáð styrkingu evrunnar er ástæða til að taka slíkar spár með nokkrum fyrir- vara.5 Þó virðist ríkari ástæða nú en oft áður til að ætla að a.m.k. stefnan sé nú rétt. Hagvöxtur í kjarnalöndum Evrópusambandsins er farinn að taka við sér en hætta á ofhitun í sumum jaðarlöndum Staða efnahagsmála á evrusvæðinu við stofnun myntbandalagsins einkenndist af dræmum vexti í sumum svokölluðum kjarnalöndum myntbanda- lagsins á meðan hagvöxtur í ýmsum jaðarlöndum var mun meiri. Mjög hefur dregið úr bilinu á milli kjarna- og jaðarlanda að undanförnu. Lágir vextir og lágt gengi evrunnar hefur örvað hagvöxt í kjarna- löndunum. Hagvöxtur í Frakklandi tók nokkuð vel við sér þegar á síðasta ári og á þessu ári hefur veru- legur efnahagsbati einnig mælst í Þýskalandi og á Ítalíu. Útflutningur evrusvæðisins tók að aukast PENINGAMÁL 2000/3 19 4. OECD spáir u.þ.b. sama hagvexti. 5. Spáð var 5% hækkun evrunnar strax í ársbyrjun 1999.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.