Peningamál - 01.08.2000, Page 27

Peningamál - 01.08.2000, Page 27
aðhaldsaðgerðir en ella sem geta valdið óstöðugleika á fjármálamörkuðum og hugsanlega leitt til aftur- kipps í bandarískum þjóðarbúskap. Ýmsir talsmenn bandaríska seðlabankans hafa lýst því yfir að þeir telji ekki nægilegt að draga úr hagvexti til samræmis við langtímahagvaxtargetu, heldur þurfi bandaríska þjóðarbúið að vaxa um skeið hægar en langtímahag- vaxtargeta segir til um ef koma eigi í veg fyrir verð- bólgu. Aukin hagvaxtargeta til langs tíma dregur ekki úr þörfinni fyrir aukið peningalegt aðhald, heldur kann hún þvert á móti að hækka þá raunvexti sem nauðsynlegir eru til að halda hagvexti hæfilegum og verðbólgu í horfinu. Þótt hagvöxtur hafi aukist mjög í Evrópu að undanförnu er nokkur aukaframleiðslugeta til staðar í helstu löndum evrusvæðisins. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Evrópa muni njóta ávaxta sam- svarandi framleiðnibyltingar og Bandaríkin til þessa. Enn hafa þó ekki sést greinileg merki um áhrifamátt upplýsingabyltingarinnar í Evrópu, en það kann að breytast með vaxandi fjárfestingu og batnandi efna- hagshorfum. Auk heimilda sem þegar hefur verið getið í neðanmálsgreinum var m.a. stuðst við Reuters, fréttatilkynningar Eurostat, Seðlabanka Evrópu o.fl. aðila, Standards and Poor's: U.S. Financial Notes, Weekly Market Analysis og upplýsingaveitur fjölda aðila á ver- aldarvefnum. 26 PENINGAMÁL 2000/3

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.