Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 30

Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 30
PENINGAMÁL 2000/3 29 Erlend verðbréf lífeyrissjóðanna Í lögum um lífeyrissjóði (nr. 129/1997) er kveðið á um fjárfestingarstefnu sjóðanna og settar takmark- anir við fjárfestingu í einstökum tegundum verð- bréfa, m.a. um takmörkun áhættu í erlendum gjald- miðlum (36. gr.). Í breytingu á lögunum sem sam- þykkt var á Alþingi 8. maí sl. er sú heimild rýmkuð úr 40% af hreinni eign lífeyrissjóðs í 50%. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi á undanförnum árum stóraukið eign sína í erlendum verðbréfum er enn talsvert borð fyrir báru hjá þeim varðandi slíka fjárfestingu. Fáir lífeyrissjóðir eru með yfir 30% af hreinni eign sinni tengd erlendum gjaldmiðlum, mun fleiri eru nálægt 20% markinu. Ekki hafa allir lífeyrissjóðir ennþá róið á þessi mið, heldur eru það einkum stærri sjóð- irnir. Á árinu 1994 hófu lífeyrissjóðirnir að fjárfesta erlendis, í mjög litlum mæli til að byrja með. Í lok þess árs áttu þeir aðeins 1,8 ma.kr. í erlendum verðbréfum. Næstu tvö árin var farið nokkuð varlega í þessar sakir en frá árinu 1997 hafa sjóðirnir beint sjónum sínum æ meir til útlanda. Í lok árs 1999 áttu þeir 97 ma.kr. í erlendum bréfum og fyrstu 4 mánuði ársins 2000 bættu þeir tæpum 19 ma.kr. við þá eign. Milli 85% og 90% erlendu eignarinnar eru í hluta- bréfum og hlutabréfasjóðum, en til hlutabréfasjóða teljast þeir sjóðir sem eingöngu fjárfesta í hlutabréf- um. Blandaðir verðbréfasjóðir, þ.e. þeir sem fjárfesta bæði í skuldabréfum og hlutabréfum, teljast hér til skuldabréfasjóða. Erlend skuldabréf hafa ekki náð vinsældum hjá íslenskum lífeyrissjóðum og lítil aukning hefur orðið á eign lífeyrissjóðanna í erlend- um skuldabréfasjóðum síðan árið 1996, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sjóðfélagalán Á níunda áratugnum voru sjóðfélagalán snar þáttur í starfsemi lífeyrissjóðanna. Árið 1980 voru þau 40% af hreinni eign sjóðanna og árin 1983-84 fór hlutfall þeirra yfir 46%. Eftir það hefur hlutdeild þeirra farið síminnkandi og er nú í apríl 2000 aðeins 8,7% af hreinni eign, eða tæpir 48 ma.kr. Ein ástæða þessa er sú að reglur lífeyrissjóða um útlán til sjóðfélaga kveða á um hámarksfjárhæðir lánanna, og þær fjár- hæðir hækka ekki jafn hratt og hrein eign lífeyris- sjóðanna hefur gert. Auk þess eru ekki allir sjóð- félagar sem nýta sér lánamöguleika sína hjá sjóðun- um, en þeim fjölgar þó við sérstakar aðstæður, t.d. þegar mikil þensla er á húsnæðismarkaði. Aukning sjóðfélagalánanna hefur verið nokkuð jöfn síðustu árin, þar til á árinu 1999 þegar hún tók mikinn kipp sem orsakaðist af þenslunni á húsnæðis- markaðnum. Tólf mánaða aukningin til aprílloka 2000 var rúmir 7 ma.kr. og aukningin fyrstu fjóra mánuði þessa árs var tæpir 3 ma.kr. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða er innstreymi fjár til sjóð- anna að frádregnu útstreymi vegna lífeyris og rekstrarkostnaðar. Innstreymi til sjóðanna er annars vegar innheimt iðgjöld og hins vegar andvirði seldra verðbréfa og endurgreiðslur af veittum lánum og keyptum verðbréfum, hvort sem um er að ræða vexti, afborganir eða verðbætur. Ráðstöfunarfé sjóðanna á árinu 1998 var tæpir Erlend verðbréf lífeyrissjóða 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Apríl 2000 0 10 20 30 40 50 60 Ma.kr. Erlendir skuldabréfasjóðir Erlendir hlutabréfasjóðir Erlend hlutabréf Erlend skuldabréf Mynd 4 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 Apríl 2000 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 % Sjóðfélagalán sem hlutfall af hreinni eign lífeyrissjóða Mynd 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.