Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 32
PENINGAMÁL 2000/3 31
unarfjár síns til kaupa á húsbréfum, en síðan hefur
dregið úr þeirri fjárfestingu og var hún árið 1999
komin niður í 10% af ráðstöfunarfé.
Kaup sjóðanna á hlutabréfum af bæði innlendum
og erlendum uppruna hafa aukist mjög síðustu ár og
þangað runnu um 20% ráðstöfunarfjárins árið 1999.
Sama ár voru kaup í hlutdeildarskírteinum verðbréfa-
sjóða orðin 23% af ráðstöfunarfé. Af ofangreindu má
sjá að mikil breyting hefur orðið á fjárfestingu líf-
eyrissjóðanna síðustu ár, áherslan er nú á erlend
verðbréf, hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfa-
sjóða í stað sjóðfélagalána og ríkistryggðra bréfa áð-
ur fyrr.
Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður mældur sem hlutfall af iðgjöldum
var stöðugur tímabilið eftir 1980, eða á bilinu 3,4-
4,2%, allt fram til ársins 1996. Árið 1997 lækkaði
hlutfallið niður í 2,5% og á síðasta ári virðist það
hafa farið niður fyrir 2%. Mældur sem hlutfall af
hreinni eign lífeyrissjóðanna var kostnaðurinn 0,8%
árið 1980, og hefur síðan lækkað niður í u.þ.b. 0,2%
síðustu 3 ár.
Hrein raunávöxtun
Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða er ávöxtun eigna
sjóðanna miðað við vísitölu neysluverðs þegar kostn-
aður (rekstrarkostnaður + önnur gjöld - aðrar tekjur)
hefur verið dreginn frá fjárfestingartekjum. Á árun-
um 1993-1998 var hrein raunávöxtun allra lífeyris-
sjóða samtals á bilinu 6,6-7,9%. Hæst var hún árið
1997 en lækkaði síðan 1998 í 7,4%. Horfur eru á að
hún hafi batnað til muna á árinu 1999, en margir
sjóðir náðu á því ári tveggja stafa ávöxtunartölu. Í
töflunni hér til hliðar er tekið dæmi um hreina raun-
ávöxtun nokkurra stórra sjóða undanfarin 5 ár.