Peningamál - 01.08.2000, Síða 33

Peningamál - 01.08.2000, Síða 33
32 PENINGAMÁL 2000/3 Hlutafjármarkaður er bæði áberandi og mikilvægur hluti fjármálamarkaðar víða um lönd. Sem hagfræði- legt viðfangsefni hefur hlutafjármarkaður verið vett- vangur talsverðrar grósku undanfarin ár. Nýjar tilgát- ur og líkön hafa komið fram sem beinast að lögmál- um verðmyndunar á hlutafjármörkuðum og öðrum eignamörkuðum og að hlutverki þessara markaða í hagkerfinu. Viðleitni manna til að skilja fjármála- kreppur og draga úr tjóni af þeirra völdum er ein ástæða þessa, en hlutafjármarkaðir hafa átt þátt í sumum þeim fjármálakreppum sem riðið hafa yfir einstök lönd og heimshluta á þessari öld. Hér verða þeirri umræðu allri þó ekki gerð skil, heldur sjónum beint að íslenska hlutafjármarkaðnum sem hefur þróast hratt á undanförnum árum. Í töflu 1 á bls. 36 má sjá helstu tölur um markaðinn frá árinu 1993 og mynd 1 á bls. 35 sýnir hve hratt skráðum fyrirtækjum hefur fjölgað og markaðsvirði hlutabréfa aukist. Hlutafélög og viðskipti með hlutabréf eiga sér þó lengri sögu hérlendis, sem ekki er úr vegi að rifja upp. Saga hlutafjárviðskipta hér á landi – stutt en þó löng Til þess að hlutafjármarkaður geti myndast þurfa að vera til bæði almenningshlutafélög og hvatar til viðskipta með hlutabréf þeirra. Um 250 ár eru síðan fyrsta hlutafélagið var stofnað á Íslandi. Í byrjun þessarar aldar starfaði á Íslandi almenningshlutafélag sem skráð var í erlendri kauphöll. Stuttu seinna var Hf. Eimskipafélag Íslands stofnað, félag sem hafði ágætan rekstrargrundvöll, mikið hlutafé og marga hluthafa. Hlutafélagalöggjöfin frá árinu 1921 var nægilega rúm til að hún hindraði ekki uppbyggingu opinna hlutafélaga. Árið 1934 var stofnað fyrirtæki í Reykjavík sem m.a. sérhæfði sig í verðbréfaviðskipt- um og á næstu árum voru mikil viðskipti með hluta- bréf Eimskipa. Árin 1942-1944 starfaði kaupþing Landsbanka Íslands, en fyrirkomulag þess var að mestu sniðið eftir verðbréfaþinginu í Kaupmanna- höfn. Á viðreisnarárunum varð nokkur umræða um það að æskilegt væri fyrir efnahagslífið að koma á fót almenningshlutafélögum og viðskiptum með verð- bréf. Seðlabanki Íslands fékk lagaheimild árið 1961 til að stofna kaupþing. Á sjöunda áratugnum voru stofnuð nokkur hlutafélög með mörgum hluthöfum og dreifðri eignaraðild. Verðbréfamarkaður Fjárfest- ingarfélags Íslands hf. var stofnaður árið 1978, m.a. ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður og einnig virkur hlutafjármarkaður. Þrátt fyrir að þetta hafi hafist mun síðar en í nágrannalöndum okkar stendur Verðbréfaþing Íslands hf. nú á þröskuldi samstarfs við erlendar kauphallir. Hér á eftir verður farið yfir þróun íslensks hlutafjár- markaðar á undanförnum misserum en einnig litið um öxl á sögu hlutafjárviðskipta hérlendis og skýringar þess að virkur markaður myndaðist ekki fyrr. Á þessu sumri hóf Verðbréfaskráning Íslands hf. starfsemi og Verðbréfaþing Íslands hf. varð formlega aðili að NOREX. Vænta má nokkurra kaflaskila í þróun hlutafjármarkaðarins vegna þeirra breytinga á viðskiptaháttum og umhverfi sem þetta tvennt hefur í för með sér. 1. Höfundur starfar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Grein þessi er að hluta byggð á kandidatsritgerð hennar við Háskóla Íslands í júní 1999. Stuðst er við talnagögn sem fyrir lágu 30. júní 2000.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.