Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 41
40 PENINGAMÁL 2000/3 V/H-hlutfallið (V/H) hefur lengi verið einn vinsælasti mælikvarðinn á verð hlutabréfa. Hér er um að ræða hlut- fall markaðsverðs félags og hagnaðar þess, þ.e. hversu stórt margfeldi af árlegum hagnaði verðmætið er. V/H er notað til að bera saman verð einstakra fyrirtækja, atvinnugreina eða markaða á sama tímapunkti eða til að meta þróun verðs yfir tíma. Þegar V/H er reiknað er ýmist miðað við hagnað liðins tímabils eða áætlaðan hagnað í framtíðinni. Óháðir aðilar og upplýsingaveitur birta oftast V/H miðað við nýjustu tölur um hagnað liðins tíma. Mörg fyrirtæki búa hins vegar við sveiflukenndan hagnað eða eru að vaxa þannig að miklar breytingar á hagnaði eru í sjónmáli og jafnframt mikil óvissa til staðar. Fjárfestar áætla því hagnað fram í tímann út frá þeim forsendum sem þeir telja raunhæfar. Grunnur þess- arar kennitölu telst nokkuð ótraustur vegna þessa. Notagildi V/H felst fyrst og fremst í því að bera saman V/H fyrirtækja sem geta talist sambærileg að því er varð- ar möguleika þeirra til að mynda hagnað í framtíðinni, t.d. fyrirtækja í sömu atvinnugrein sem búa við svipuð ytri skilyrði. Óvenju hátt eða lágt V/H er hugsanlegt að túlka sem svo að verðið byggist á óraunhæfum vænting- um um framtíðarvöxt og getur þannig verið vísbending um að einstök hlutabréf séu ýmist of hátt verðlögð eða „á útsölu“, en sú túlkun er ekki einhlít. Söguleg skoðun á V/H í Bandaríkjunum bendir þó til þess að hátt V/H sé tölfræðilega marktækur fyrirboði um lága ávöxtun á næstu 10 árum og öfugt.1 V/H á þróuðum hlutafjármörk- uðum var yfirleitt á bilinu 20-30 á árinu 1999 en Japan skar sig úr með um 68. Þetta eru mjög háar tölur miðað við meðaltal sl. 20 ára. V/H er oft sett fram sem fall af aðeins tveimur breyt- um, ávöxtunarkröfu og væntum vexti hagnaðar. Það má leiða út frá þeirri hefðbundnu framsetningu á jafnvægi á hlutafjármarkaði að setja markaðsverð hlutabréfs jafnt grunnverði þess (e. fundamental value). Grunnverð er núvirt framtíðartekjustreymi af hlutabréfinu, þ.e. saman- lagðar arðgreiðslur í framtíðinni, afvaxtaðar með tilliti til ávöxtunarkröfunnar sem gerð er til bréfsins. Þetta gefur einfalda jöfnu fyrir V/H, sé að auki gert ráð fyrir því að væntur vöxtur hagnaðar og áhættuálag séu óbreytt yfir líftíma fjárfestingarinnar. Á hverjum tíma er þá V/H = d (1+g) / (r - g) (svokölluð Gordon-jafna) þar sem d er það hlutfall hagnaðar sem greitt er út sem arður, g er væntur árlegur vöxtur hagnaðar og r er ávöxt- unarkrafan sem gerð er til hlutabréfa. Henni má skipta upp í „vaxtagólf“ (ávöxtun ríkisverðbréfa, sem minnstu hugsanlegu áhættu hafa) og áhættuálag hlutabréfa. Ekki er gert ráð fyrir að fjárfestar vænti breytinga á d, enda er hlutfallið fast í raun hjá mörgum fyrirtækjum. Samkvæmt þessu er V/H því hærra sem minni munur er á r og g. V/H getur orðið óendanlega hátt ef munur r og g er lítill sem enginn, en til þess að jafnan gildi er nauðsynlegt að r sé hærra en g. V/H er einnig því næmara fyrir breytingum á ávöxtunarkröfunni sem munurinn er minni. Bæði ávöxt- unarkrafa og væntingar um vöxt fyrirtækja eru sjálfar háðar fjölmörgum áhrifaþáttum á fjármagnsmarkaði og í hagkerfinu almennt, og auk þess stofnanalegum þáttum. Breytingar á þessum þáttum, sem margar eru hægfara, geta skýrt mun á meðalstöðu V/H á milli tímabila og einnig á milli landa. Mismunandi bókhaldsaðferðir draga einnig úr samanburðarhæfni V/H eftir tímabilum eða löndum. Áhættuálag hlutabréfa Væru áhættuálag hlutabréfa og væntingar fjárfesta um vöxt hagnaðar þekktar stærðir gæti Gordon-jafnan sagt til um hvort hlutabréfaverð væri orðið of hátt. Hvorug stærðin er hins vegar mælanleg og erfitt er að meta þær. Það er þó oft reynt, m.a. vegna þess hve Gordon-jafnan stendur traustum fótum fræðilega. Ýmsar tölfræðiaðferð- ir hafa þannig verið notaðar til að meta bæði áhættuálag og væntingar fjárfesta. Á grundvelli þess er talið að áhættuálagið sé að jafnaði nálægt 6%, en vöxt hagnaðar til langs tíma litið má áætla út frá væntri þróun fjármagns í rekstri og arðsemi þess. Áhættuálag hlutabréfa er háð bæði aðstæðum í atvinnurekstri og ríkjandi áhættuvið- horfum á hverjum stað og tíma. Meðal þeirra þátta sem talið er að hafi áhrif á áhættufælnistig markaðar eru aldursdreifing fjárfesta, framboð fjármagnsmarkaðarins af tækjum til að dreifa áhættu fjárfesta, vægi stofnana- fjárfesta, og undanfarandi þróun verðs hlutabréfa (aukin áhættufælni í kjölfar verðhruns og öfugt). Heimildir: IMF World Economic Outlook, „Asset prices and the business cycle“, maí 2000. Brealey, R. og A. Vila (1998), „Equity Prices and Financial Stability“, Financial Stability Review, 5. tbl., útg. Englandsbanki. Robert Shiller (2000), Irrational Exuberance, útg. Princeton University Press. V/H-hlutfallið 1. T.d. Robert Shiller (2000), Irrational Exuberance, bls. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.