Peningamál - 01.08.2000, Side 42

Peningamál - 01.08.2000, Side 42
árum ráðast af þróun helstu hagstærða, s.s. hagvaxt- ar, kaupmáttar, vaxta og sparnaðar, og af framboði annarra fjárfestingarkosta. Íslenskir lífeyrissjóðir, sem verið hafa afar stórir kaupendur, eiga hlutfalls- lega ekki mikið af hlutabréfum miðað við það sem gerist sums staðar erlendis, en innlend og erlend hlutabréf og hlutabréfasjóðir vógu um 28% í eignasafni þeirra í lok maí 2000. Heimild þeirra til fjárfestingar í hlutabréfum var víkkuð nú á þessu ári í 50% (af hreinni eign til greiðslu lífeyris) en var áður 35%. Eftirspurn eftir íslenskum hlutabréfum mun ráðast af arðsemi þeirra og samkeppnishæfni miðað við erlend félög en minna af eftirspurnaraðstæðum innanlands. Áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum mun væntanlega koma í ljós á næstu misserum, er þeir færast að sama borði og íslenskir. PENINGAMÁL 2000/3 41 5. Kauphöllin í Kaupmannahöfn greindi í júní sl. frá verulegum ávinningi í formi aukinnar skilvirkni í hlutabréfaviðskiptum á því eina ári sem lið- ið er síðan hún tengdist SAXESS-viðskiptakerfinu.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.