Peningamál - 01.08.2002, Qupperneq 13

Peningamál - 01.08.2002, Qupperneq 13
Þjóðhagsstofnun spáir heldur meiri samdrætti 2002 en áður og minni viðskiptahalla ... Spá Þjóðhagsstofnunar um hagvöxt á þessu og næsta ári, sem birt var 21. júní sl., felur ekki í sér róttæka breytingu frá þeirri spá sem stofnunin birti í mars sl. Spáð er heldur meiri samdrætti landsframleiðslu og þjóðarútgjalda á þessu ári en gert var í mars og að viðskiptahallinn muni einungis nema 1% af lands- framleiðslu í ár í stað 2%. Miðað við fyrirliggjandi gögn virðist þó sem gert sé ráð fyrir nokkuð snögg- um umskiptum í vexti þjóðarútgjalda. Þessi snöggu umskipti skýra að hluta hvers vegna aðeins er spáð 10 ma.kr. afgangi á vöruviðskiptum, sem felur í sér að vöruviðskiptajöfnuður yrði í jafnvægi það sem eftir er ársins. Miðað við samdrátt einkaneyslu sem átti sér stað á sl. ári þarf hún að vaxa töluvert á yfir- standandi ári ef spá Þjóðhagsstofnunar um einka- neyslu á árinu 2002 á að ganga eftir, sem endur- speglast í meiri innflutningi. Þetta kann að vera nokkur bjartsýni í ljósi skuldastöðu heimilanna og þess að kaupmáttur mun líklega heldur rýrna eftir því sem líður á árið. Hins vegar er eðlilegt að gera ráð fyrir því að einkaneysla og fjárfesting taki við sér í kjölfar þess að horfur um stöðugleika í gengismálum og efnahagsmálum almennt hafa batnað. Önnur ástæða þess að Þjóðhagsstofnun gerir ekki ráð fyrir nema 10 ma.kr. afgangi á vöruviðskiptajöfnuði er að hún reiknar með að uppsveifluna í útflutningi að undanförnu megi rekja til birgðaminnkunar sem muni ganga til baka þegar líður á árið. .... og efnahagsbata á næsta ári Á næsta ári spáir Þjóðhagsstofnun 2,4% hagvexti, en að þjóðarútgjöld vaxi heldur meira. Gert er ráð fyrir að vöxtur útflutnings verði mjög dræmur, þar sem kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið, sem lýkur í lok ágúst árið 2003, gefi ekki tilefni til aukinnar fram- leiðslu. Þessi forsenda kann að vera í svartsýnna lagi í ljósi þróunar undanfarinna ára. Ekki er gert ráð fyrir neinum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum í spánni. Augljóslega er möguleikinn á slíkum fram- kvæmdum snar óvissuþáttur. Jafnvel án slíkra stór- framkvæmda sér Þjóðhagsstofnun ekki fram á aukið meðalatvinnuleysi á árinu 2003. Í ljósi þess að árs- tíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur farið vaxandi framan af þessu ári virðist það nokkuð bjartsýn forsenda, þar sem atvinnuleysi yrði þá fljótlega að fara að minnka á ný. Samkvæmt spánni verður vöxtur einkaneyslu áfram lítill, þar sem heimilin munu draga úr útgjöld- um í kjölfar mikillar skuldaaukningar undanfarin ár. Spáð er nærri 10% aukningu fjármunamyndunar, einkum vegna aukinna atvinnuvegafjárfestinga. Þessi spá byggist á því að lægri vextir og skattar á fyrirtæki muni stuðla að nýrri uppsveiflu í atvinnuvegafjár- festingu. Mikil óvissa er um þennan þátt í ljósi þess að íslensk fyrirtæki eru enn tiltölulega skuldsett og ýmis fyrirtæki á heimamarkaði eiga við erfiðleika að stríða. Verði fjárfestingin minni mun hagvöxtur verða minni en Þjóðhagsstofnun spáir. Á móti kemur að spá um útflutningsvöxt kann að vera í svartsýnna lagi. Það er þó háð þeirri forsendu að uppsveifla í heimsbúskapnum nái sér á strik. Samdráttur landsframleiðslu án rýrnunar kaup- máttar útflutnings Útflutningur vöru og þjónustu í hlutfalli við innflutn- ingsverðlag vöru og þjónustu mælir hversu mikinn innflutning þjóðin getur keypt fyrir útflutninginn. Þessi stærð er gjarnan kölluð kaupmáttur útflutnings og er besti einstaki mælikvarðinn á ytri aðstæður þjóðarbúsins. Mjög náið samband hefur verið á milli breytinga í kaupmætti útflutnings vöru og þjónustu og vaxtar þjóðartekna hér á landi og rannsóknir sýna að það hafi síst veikst á síðustu árum. Samdráttur þjóðartekna hefur að jafnaði farið saman við rýrnun kaupmáttar útflutnings og sama á við um hagvöxt. Það er hins vegar athyglisvert að gangi spá Þjóðhags- stofnunar eftir mun samdráttur landsframleiðslu í ár fara saman við umtalsverða aukningu kaupmáttar 12 PENINGAMÁL 2002/3 Tafla 3 Þjóðhagsyfirlit 2000-2003 Magnbreytingar Bráðab. Áætlun Spá frá fyrra ári (%) 2000 2001 2002 2003 Einkaneysla ..................... 4,2 -2,8 -1,3 1,0 Samneysla ....................... 3,7 3,0 2,8 3,0 Fjármunamyndun ............ 14,8 -6,0 -14,5 9,9 Þjóðarútgjöld, alls ........... 6,7 -3,0 -3,2 3,2 Útflutningur vöru og þjónustu ............. 6,3 7,6 3,0 2,9 Innflutningur vöru og þjónustu ............. 8,8 -7,8 -3,1 4,8 Verg landsframleiðsla...... 5,6 3,0 -0,8 2,4 Viðskiptajöfnuður sem % af VLF................. -10,2 -4,3 -1,0 -1,4 Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.