Peningamál - 01.08.2002, Page 23

Peningamál - 01.08.2002, Page 23
22 PENINGAMÁL 2002/3 framförum. Velta á millibankamarkaði með krónur hefur lifnað aðeins við eftir daufa fyrstu mánuði ársins. Veltan það sem af er ári á krónumarkaði er 35% meiri en á sama tíma í fyrra. Mynd 4 sýnir veltu á krónumarkaði og daglán eftir mánuðum það sem af er þessu ári. Velta á millibankamarkaði með gjald- eyrisskiptasamninga hefur vaxið hröðum skrefum og er heildarveltan frá stofnun hans komin yfir 130 ma.kr. Fjöldi samninga frá stofnun er um 430 og er algengasti lánstíminn ein vika (160 samningar) en allmargir samningar hafa verið gerðir til eins mán- aðar (106) og litlu færri samningar til tveggja vikna (86). Langalgengast er að samningar séu gerðir um þrjár milljónir Bandaríkjadala. Vaxtamunur hefur dregist saman Vaxtamunur við útlönd eins og hann er mældur með samanburði á vöxtum erlendra skuldabréfa, sem vegnir eru með gengisvog, og íslenskra skuldabréfa með sömu tímalengd hefur dregist verulega saman á undanförnum mánuðum. Sömu sögu er að segja af vaxtamun sem mældur er með samanburði vaxta, á skuldbindingum til þriggja mánaða, á millibanka- markaði. Þetta má sjá á mynd 5. Helstu ástæður þessa eru lækkandi vextir hér á landi. Svissneski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í byrjun maí og norski seðlabankinn sömuleiðis í byrjun júlí. Þá hækkaði kanadíski seðlabankinn stýrivexti sína um 0,25 prósentur í byrjun júní og aftur jafn mikið um miðjan júlí. Stýrivextir í Noregi eru innlánsvextir þar sem lítil þörf virðist vera fyrir útlán seðlabankans til banka þar í landi. Stýri- vextirnir eru nú 7%, en útlánsvextir norska seðla- bankans eru nú 9%. Hlutabréf hér á landi hafa lítt fallið í verði þrátt fyrir mikið verðfall á erlendum hlutabréfamörkuðum Mikill órói hefur verið á erlendum mörkuðum, ekki síst hlutabréfamörkuðum. Helstu vísitölur hluta- bréfaverðs í Bandaríkjunum hafa lækkað verulega á síðustu mánuðum, Dow Jones Industrial Average hefur t.d lækkað um tæplega 23% frá maíbyrjun og hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa víða lækkað. Hlutabréfavísitalan í Japan hefur hins vegar lækkað mun minna en flestar aðrar vísitölur það sem af er árinu. Í töflu 3 eru sýndar breytingar á hlutabréfa- | Janúar | Febrúar | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 1.100 1.150 1.200 1.250 1.300 1.350 31. desember 1997 = 1.000 Mynd 6 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands janúar - júlí 2002 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur | Janúar |Febrúar| Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 10,0 % Vaxtamunur, ríkisvíxlar Vaxtamunur, millibankamarkaður Mynd 5 Vikulegur vaxtamunur á milli Íslands og landa sem vegin eru með gengisvog 1. janúar - 22. júlí 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 3 Þróun nokkurra hlutabréfavísitalna 1. janúar - 22. júlí 2002 Land Vísitala Breyting frá áramótum (%) Ísland ICEX-15 ............................................... 11 Japan Nikkei 225............................................ -6 Danmörk KFX...................................................... -19 Noregur OBI ....................................................... -20 Bandaríkin DJIA ..................................................... -23 Bretland FTSE 100 ............................................. -25 Þýskaland DAX ..................................................... -29 Frakkland CAC...................................................... -31 Bandaríkin NASDAQ ............................................. -35 Svíþjóð OMX..................................................... -37 Finnland HEX...................................................... -38 Heimildir: Kauphöll Íslands, Reuters.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.