Peningamál - 01.08.2002, Side 31

Peningamál - 01.08.2002, Side 31
30 PENINGAMÁL 2002/3 konar þak og gólf millibankavaxta og koma í veg fyrir að þeir sveiflist of langt frá stýrivöxtum Seðla- bankans. Aðkoma ríkissjóðs að markaðnum Hafa ber í huga að reglulegar sem og óreglulegar inn- og útborganir ríkissjóðs hafa áhrif á laust fé í kerfinu og þar með á millibankamarkaðinn með krónur. Þessar stærðir eru að mestu þekktar og geta verið í ýmsu formi. Hér að neðan má sjá dæmi um inn- og útborganir ríkissjóðs. Ríkissjóður er ekki beinn aðili að millibanka- markaðnum heldur fer flæðið fram í gegnum banka og sparisjóði, þar sem þegnar og fyrirtæki landsins eru með reikninga. Hreyfing á reikningum banka og sparisjóða í tengslum við ríkissjóð leiðir til mót- hreyfingar á reikningi ríkissjóðs sem síðan leiðir til aukningar eða minnkunar lauss fjár á markaðnum. Til glöggvunar má taka dæmi þar sem ríkið einka- væðir, selur t.d. hlut sinn í fyrirtæki og fær fyrir það 4,8 ma.kr. Fjárfestar og almenningur kaupa hlutinn í gegnum verðbréfafyrirtæki og greiða fyrir það með peningum. Peningarnir, sem voru geymdir á reikn- ingum í bönkum og sparisjóðum, fara inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Við þessa færslu fara 4,8 milljarðar út af markaðnum, þ.e. fjármagn í umferð hjá bönkum og sparisjóðum minnkar sem því nemur. Við þessa tilfærslu fjármagns út af markaðnum þrengir að jafnaði að lánastofnunum til skamms tíma og allar líkur eru á að vextir á millibankamarkaði hækki í kjölfarið. Hið gagnstæða gerist ef fé er greitt úr ríkissjóði. Það sem lesa má út úr vaxtarófinu Með mati á vöxtum á millibankamarkaði er hægt að áætla gróflega lausafjárstöðu markaðarins og jafnvel stöðu einstakra lánastofnana. Vextir eru háir þegar skortur er á lausafé á markaðnum og lágir ef gnótt lausafjár er til. Einnig má áætla lausafjárstöðu mark- aðarins út frá því hvar vaxtaferillinn er í samanburði við daglána- og viðskiptareikningsvexti Seðlabank- ans, en þeir mynda nokkurs konar þak og gólf milli- bankavaxtanna eins og áður hefur komið fram. Mynd 4 sýnir tímaróf vaxta hinn 28. júní og má sjá að dýrt var að taka lán yfir nótt (O/N) eða 10,02%. Mun ódýrara var að taka lán til viku eða lengri tíma. Þarna var nýafstaðið binditímabil og markaðsaðilar voru í þröngri lausafjárstöðu til skamms tíma sem endurspeglaðist í dýrum einnar nætur lánum. Rúmlega viku seinna, eða hinn 5. júlí, hafði staðan batnað og einnar nætur vextir orðnir 8,43%. Þá voru líka nýafstaðin endurhverf viðskipti þar sem markaðsaðilar hafa aðgang að fjármagni í Seðlabankanum á fyrirfram ákveðnum vöxtum gegn framvísun trygginga í formi verðbréfa. Þegar þetta er skrifað er ávöxtun í endurhverfum viðskiptum 8,5%. S/W 1 M 3 M 6 M 9 M 12 M 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 % Mynd 4 Vaxtaróf á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 5. júlí 2002 Vextir á viðskiptareikningi við SÍ Daglánavextir SÍ 28. júní 2002 Greiðslur úr ríkissjóði Greiðslur til ríkissjóðs Laun og launatengd gjöld til starfsmanna Virðisaukaskattur, innheimtur annan hvern ríkisins, greidd mánaðarlega mánuð Barnabætur, greiddar fjórum sinnum á ári Tekjuskattur og tryggingargjöld Vaxtabætur, greiddar einu sinni á ári Fjármagnstekjuskattur Óregluleg greiðsla til lífeyrissjóða starfsmanna Óregluleg innkoma vegna sölu eigna (t.d. ríkisins vegna einkavæðingar ríkisins)

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.