Peningamál - 01.08.2002, Page 38

Peningamál - 01.08.2002, Page 38
PENINGAMÁL 2002/3 37 Atvinnuþátttaka var mikil en vinnutími styttri en í öðrum löndum. Þróun viðskiptakjara var óhagstæð. Atvinnuvegafjárfesting var minni en í flestum öðrum OECD-löndum. Framleiðni jókst hægar en í núver- andi ríkjum Evrópusambandsins en hraðar en í Bandaríkjunum. Verðbólga var meiri en í flestum öðrum iðnríkjum og viðvarandi halli á ríkissjóði. Ljóst er að ýmis kerfislæg vandamál voru til stað- ar. Verðþróun sænskrar útflutningsvöru var ekki hag- stæð. Skattkerfið studdi við stórfyrirtækin en torveld- aði stofnun og vöxt minni fyrirtækja. Samkeppni var lítil og umsvif hins opinbera mikil. Takmörkuð sam- keppni leiddi til þess að vöruverð var mun hærra en í mörgum núverandi Evrópusambandsríkjum. Höft voru á fjármálamörkuðum. Launamyndun tók ekki mið af yfirlýstri fastgengisstefnu, heldur frekar gengisfellingarstefnu sem í raun var við lýði. Við skilyrði fastgengisstefnu er fjármálastefnan það stjórntæki sem helst er hægt að nota til að hafa áhrif á framboð og eftirspurn. Ríkisfjármálum var þó ein- ungis beitt af krafti til að tryggja fulla atvinnu en síður þegar vinna þurfti gegn ofþenslu. Í stað þess að taka á orsökum vandans voru gengisfellingar notaðar til þess að rétta af sam- keppnisstöðu sænsks útflutningsiðnaðar. Fastgengis- stefna var yfirlýst markmið peningamálastefnunnar allt frá seinni heimsstyrjöld þar til að sænska krónan var látin fljóta árið 1992. Eftir fall Bretton Woods- kerfisins voru ýmsar tilraunir gerðar til að festa gengi krónunnar. Árið 1973 gerðust Svíar aðilar að evrópska gengissnáknum svokallaða, en yfirgáfu hann árið 1977, eftir að hafa fellt gengið þrisvar. Þá var gengi sænsku krónunnar fest við viðskiptavegna gengiskörfu. Árið 1991 var síðan tekin upp einhliða tenging við evrópsku gjaldmiðilseininguna ECU. Frá því um miðjan áttunda áratuginn var festa í gengismálum ekki sérlega mikil. Á árunum 1976 til 1982 var gengið fellt 5 sinnum um samtals 45%.2 Um miðjan níunda áratuginn var hömlum á fjármála- markaði aflétt, eins og áður sagði. Þetta var nauðsyn- legt skref en ekki var nægilega hugað að heildarum- gjörðinni. Þar sem gengið átti að vera fast hefði þurft að beita fjármálastefnunni til að vinna gegn aukinni eftirspurn, sem vita mátti að breytingin myndi hafa í för með sér.3 Afleiðingin varð mikil útlánaaukning og veruleg skuldaaukning heimila og fyrirtækja. Á tímabilinu frá 1985 til 1990 jukust skuldir í einka- geiranum úr 100% í 150% af landsframleiðslu. Á sama tíma hækkaði verð hlutabréfa og húsnæðis verulega. Sparnaður dróst saman og varð að lokum neikvæður. Samtímis því að eftirspurn fór úr böndum átti sér stað neikvæð þróun á framboðshlið þjóðarbúskap- arins, m.a. vegna þess að vöxtur framleiðni var treg- ur. Niðurstaðan varð eins og við var að búast; of- þensla, verðbólga og veikari samkeppnisstaða út- flutningsiðnaðar. Mikill viðskiptahalli ásamt aukinni fjárfestingu erlendis hafði einnig í för með sér veru- lega aukningu erlendra skammtímaskulda. Efnahagssamdráttur, banka- og gjaldeyriskreppa Í lok níunda áratugarins urðu umskipti í þjóðarbú- skapnum, þegar saman fóru neikvæðir framboðs- og eftirspurnarskellir. Alþjóðlegur samdráttur leiddi til minni spurnar eftir sænskum útflutningsvörum. Árið 1991 dróst útflutningur saman um 2,5% á einu ári, sem var dæmigert upphaf sænskrar kreppu. Iðnaðar- framleiðsla dróst saman á árunum 1990-1993 um 15%. Raunvextir hækkuðu í Evrópu, m.a. vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Vantrú á fastgengis- stefnunni gerði bönkunum erfitt fyrir að endurfjár- magna erlend skammtímalán og innlendir nafnvextir hækkuðu. En fleira kom til. Verðfall á eignum hafði í för með sér verulegan samdrátt í innlendri eftirspurn. Verðfall varð á hlutabréfum á alþjóðamarkaði með samsvarandi verðfalli á sænskum hlutabréfum. Verð á atvinnuhúsnæði lækkaði um 50% og verð á íbúðarhúsnæði um 30% frá 1989 til 1993. Að lokum má nefna, að skattkerfisbreyting sem tók gildi í upp- hafi áratugarins, hafði í för með sér að mun dýrara var að taka lán og mun hagstæðara að spara. Afleið- ingin var að sparnaður einkaaðila jókst um tæp 20% af landsframleiðslu á árunum 1990-1993, fór úr -8% í +11%. Á sama tíma jókst atvinnuleysi úr tæpum 2% í rúmlega 9%. En þrátt fyrir minni eftirspurn eftir sænskri út- flutningsvöru, aukið atvinnuleysi og greiðsluerfið- 2. 1982 var gengið fellt um 16%, sem var meira en þurfti til, en þetta átti að vera síðasta gengisfellingin. Í kjölfar hennar átti að taka á þeim kerfisvandamálum sem fyrir voru í hagkerfinu. 3. Nýleg reynsla Norðmanna hefði átt að vera víti til varnaðar, en þar jókst einkaneyslan um 8% á einu ári í kjölfar samsvarandi breytinga.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.