Peningamál - 01.08.2002, Side 54

Peningamál - 01.08.2002, Side 54
PENINGAMÁL 2002/3 53 Íslands hf. til kjölfestufjárfestis. Sölu hlutabréfa ríkisins verður haldið áfram um leið og aðstæður á fjármálamarkaði leyfa. Hinn 26. mars tilkynnti bankastjórn Seðlabanka Íslands um lækkun á vöxtum bankans í endurhverf- um verðbréfaviðskiptum og á innstæðum lánastofn- ana í Seðlabankanum um 0,5 prósentur frá 1. apríl. Apríl 2002 Hinn 1. apríl féllu í gjalddaga spariskírteini ríkis- sjóðs, RS02-0401, að fjárhæð 10 ma.kr. Í kjölfar gjalddagans jókst laust fé í umferð og lækkuðu vext- ir á millibankamarkaði umtalsvert. Hinn 1. var framlengt um þrjá mánuði, samkomulag um greiðslu þóknunar til viðskiptavaka á gjaldeyris- markaði. Hinn 16. apríl tilkynnti matsfyrirtækið Moodys In- vestors Service að minnkandi þjóðhagslegt ójafn- vægi styddi óbreytt mat á horfum fyrir lánshæfis- einkunn íslenska ríkisins. Helstu ástæður fyrir óbreyttum horfum á lánshæfiseinkunnum Íslands, sem eru Aa3 á lánum í erlendri mynt og Aaa á skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs í íslenskum krónum, eru þróað hagkerfi, háar og jafnar þjóðartekjur á mann og stöðugt stjórnmálaástand. Skipulagsumbætur liðins áratugar juku fjölbreytni í efnahagslífinu, leiddu til mikils hagvaxtar, verðstöðugleika og veru- lega minni skulda hins opinbera. Hinn 30. apríl tilkynnti Seðlabanki Íslands lækkun stýrivaxta og annarra vaxta sinna um 0,3 prósentur frá 1. maí 2002. Maí 2002 Hinn 8. maí var tilkynnt að fjármálaráðherra hefði falið Lánasýslu ríkisins að gefa út nýjan flokk óverðtryggðra ríkisbréfa. Ríkisbréfaflokkurinn er til 11 ára með lokagjalddaga í maí árið 2013 og verður lengsti óverðtryggði flokkurinn á íslenskum fjár- málamarkaði til þessa. Hinn 21. maí lækkaði bankastjórn Seðlabanka Íslands ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bankans við lánastofnanir um 0,5 prósentur. Daglánavextir bankans voru lækkaðir um 0,5 prósentur en vextir á innstæðum á viðskiptareikningum lánastofnana í bankanum lækkaðir um 0,2 prósentur. Hinn 28. maí ákvað ríkisstjórn Íslands að halda almennt útboð á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. Áformað var að selja 20% heildarhlutafjár í bank- anum í þessum áfanga og lækka þannig eignarhlut ríkissjóðs úr rúmum 68% í rúmlega 48%. Salan fór fram í júní og gengu áformin að fullu eftir. Júní 2002 Hinn 18. júní var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3 prósentur í 8,5% frá 25. júní. Aðrir vextir bankans lækkuðu einnig um 0,3 prósentur frá 21. júní ef frá eru taldir vextir á innstæðum á viðskiptareikningum lánastofnana í Seðlabankanum sem haldið var óbreyttum. Júlí 2002 Hinn 5. júlí tók gildi ný gengisskráningarvog. Gengisskráningarvog er endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Taflan hér fyrir neðan sýnir nýju gengisskráningarvogina og breytingar frá árinu áður. Ný gengisskráningarvog 2002 (%) Byggt á viðskiptum 2001 Út- Inn- Gengis- Breyting flutn- flutn- skráning- frá fyrri Lönd Mynt ingsvog ingsvog arvog vog Bandaríkin .......... USD 22,76 26,89 24,83 -2,16 Bretland .............. GBP 14,60 10,97 12,78 -1,99 Kanada................ CAD 1,50 0,96 1,23 -0,13 Danmörk............. DKK 7,78 8,54 8,16 -0,52 Noregur............... NOK 6,75 6,82 6,78 0,70 Svíþjóð ............... SEK 1,80 5,16 3,48 -0,96 Sviss ................... CHF 2,74 1,28 2,01 0,36 Evrusvæði........... EUR 38,73 35,43 37,08 5,42 Japan................... JPY 3,34 3,95 3,65 -0,72 Norður-Ameríka............. 24,26 27,86 26,06 -2,29 Evrópa ........................... 72,40 68,19 70,30 3,02 Evrópusambandið .......... 62,91 60,10 61,50 1,95 Japan ............................. 3,34 3,95 3,65 -0,73 Alls................................. 100,00 100,00 100,00 0,00

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.