Peningamál - 01.08.2003, Síða 13

Peningamál - 01.08.2003, Síða 13
Fjölgun starfsfólks á döfinni í iðnaði, verslun og þjónustu, en fækkun í fiskvinnslu og útgerð Ýmislegt bendir til þess að atvinnuástand batni á næstu mánuðum. Samkvæmt könnun Samtaka at- vinnulífsins á ráðningaráformum fyrirtækja næstu 3-4 mánuði vildu fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki í júní sl. en í janúar og færri fyrirtæki hugðust fækka starfsfólki. Umskipti hafa helst orðið hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu og iðnaði, sem vildu fjölga starfs- mönnum um 0,4% og 0,9%. Fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð vildu á hinn bóginn fækka starfsfólki, en minna en þau gerðu ráð fyrir í janúar. Fjármálafyrirtæki áfor- muðu að fækka starfsmönnum mun meira en í janúar síðastliðnum. Áform um fjölgun starfa voru bundin við höfuðborgarsvæðið en þar vildu fyrirtæki að meðaltali fjölga starfsfólki um 0,8%, en á lands- byggðinni hugðust fyrirtækin fækka starfsfólki lítil- lega. Hins vegar kom fram í könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu meðal meðalstórra og stórra iðnaðar- fyrirtækja í júní að fyrirtækin vildu fækka starfsmön- num um 0,7% á tímabilinu júní til september. Þó vilja fyrirtæki í byggingariðnaði og jarðvinnu fjölga starfmönnum, um sem nemur 4,7% og 3,9%. Síðustu tvö ár hefur atvinnuleysi aukist með haust- inu þegar árstíðarbundnum verkefnum og sumarleyf- isafleysingum hefur lokið. Óvíst er að svo verði í ár, því að könnun Samtaka atvinnulífsins bendir til þess að eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu muni aukast á haustmánuðum, en þar hefur árstíðarleiðrétt atvinnu- leysi einmitt aukist á vor- og sumarmánuðum. Fyrir- huguð atvinnuátaksverkefni á vegum hins opinbera hefjast einnig í haust, en sum þeirra hafa tafist nokkuð. Leiddar hafa verið getur að því að fjölgun lausra starfa kunni að vera fyrsta merki umskipta á vinnu- markaði. Lausum störfum hefur fjölgað verulega það sem af er árinu. Í júní voru laus störf á vinnumiðlun- um 546 samanborið við 134 í janúar og 254 í júní í fyrra. Einnig jókst útgáfa atvinnuleyfa lítillega á vor- mánuðum eftir að hafa náð lágmarki í febrúar sl. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru útgefin atvinnu- leyfi þó fjórðungi færri en á samsvarandi tímabili í fyrra. Að nokkru leyti endurspegla þessar breytingar þó vinnuaflseftirspurn á fremur þröngu sviði. Þörf fyr- ir starfsfólk til starfa í sláturhúsum í haust skýrir að hluta fjölgun lausra starfa og jafnframt fjölgun nýrra atvinnuleyfa síðustu mánuði, því að erfitt er að manna þessi störf með innlendu vinnuafli. Kaupmáttur launa var 3,6% meiri á öðrum fjórðungi ársins en fyrir ári Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,5% milli fyrsta og annars fjórðungs ársins og hafði hækkað um 5,6% á tólf mánuðum og kaupmáttur launa því aukist um 3,6%. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 0,4% milli ársfjórðunga og voru 5,5% hærri á öðrum fjórðungi ársins en fyrir ári, en áætl- aðar samningsbundnar hækkanir á tímabilinu voru 3,6%. Laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu um 5,9%. Kaupmáttur fastra launa á al- mennum vinnumarkaði jókst því um 3,5%, en kaup- máttur launa opinberra starfsmanna og bankamanna um 3,9%. Fasteignamarkaður Áfram mikil umsvif og verðhækkun á húsnæðis- markaði Í síðasta hefti Peningamála var fjallað nokkuð ítar- lega um þróun á húsnæðismarkaði, sem hefur ein- kennst af hröðum vexti útlána til íbúðakaupa, hækk- andi íbúðaverði og minnkandi afföllum húsbréfa. Hin miklu umsvif voru þar rakin til aukins kaupmátt- ar launa, lækkunar vaxta og hjöðnunar verðbólgu, á sama tíma og framboð lánsfjár jókst. Enn sjást þess engin merki að uppsveiflan sé í rénun. Í maí hafði heldur dregið úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, sem varð mest 14% í mars. Eigi að síður hélt fasteigna- verð áfram að hækka mun hraðar en neysluverðlag síðustu mánuðina, sem hafði u.þ.b. staðið í stað að húsnæðiskostnaði frátöldum. Tólf mánaða vöxtur alls fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu var hins vegar enn á uppleið í apríl og nam þá tæplega 12%. Frá sl. hausti hefur íbúðaverð fyrst og fremst hækkað með þeim hætti að seljendur húsnæðis hafa fengið verðmeiri húsbréf í hendur. Það felur í sér að staðgreiðsluverð íbúða hefur hækkað mun meira en nafnverð, sem eðlilegt er að gerist þegar umtals- verðar breytingar eiga sér stað á afföllum húsbréfa. Þannig myndaðist sams konar bil milli breytinga á nafnverði og staðgreiðsluverði árin 1998-1999, þeg- ar einnig dró verulega úr afföllum húsbréfa, en árið 2000 og fram eftir ári 2001 hækkaði staðgreiðsluverð hægar en nafnverð, enda jukust þá afföll hröðum skrefum. Þessi þróun felur ekki í sér að staðgreiðslu- verðið sé slæmur mælikvarði á verðbreytingar hús- 12 PENINGAMÁL 2003/3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.