Peningamál - 01.08.2003, Síða 35

Peningamál - 01.08.2003, Síða 35
34 PENINGAMÁL 2003/3 Endurskoðuð gengisskráningarvog Árlega fer fram endurskoðun gengisskráningarvogar til þess að hún endurspegli eins vel og kostur er sam- setningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Upplýsingar um utanríkisvið- skipti liggja fyrir með nokkrum töfum og því hefur sú venja orðið til að gengisskráningarvogin er endur- skoðuð einu sinni á ári og er þá miðað við tölur um utanríkisviðskipti fyrir síðastliðið ár. Á síðustu árum hefur vægi evru í voginni aukist en vægi Bandaríkja- dals og flestallra annarra mynta minnkað. Ný vog er birt í töflu 1. Sú breyting hefur verið gerð á forsend- um útreikninga að viðskipti við Austur-Evrópuríki önnur en Rússland eru nú talin í evrum vegna mikilla tengsla þessara ríkja við það myntsvæði og áforma um aðild margra ríkjanna að Evrópusambandinu. Viðskiptum við Rússland er áfram skipt jafnt á milli evru og Bandaríkjadals. Samruni banka hefur áhrif á markaði Í lok apríl varð samruni Kaupþings banka hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. og fækkaði við það aðilum á gjaldeyrismarkaði úr fjórum í þrjá og aðilum að krónumarkaði úr sjö í sex. Á gjaldeyrismarkaði brugðust aðilar við með því að hækka viðmiðunar- fjárhæð í gjaldeyrisviðskiptum úr 1,5 milljónum Bandaríkjadala í 2,5 milljónir. Ekki er þó víst að þessi breyting verði til frambúðar því að verðbreyt- ingar urðu ýktari við hver viðskipti og aðilar varari um sig. Hugsanlegt er því að einhverjar frekari breyt- ingar verði gerðar á fyrirkomulagi markaðarins. Aðstæður á krónumarkaði, þ.e. mikið laust fé í um- ferð en takmarkanir á lánalínum sem hefta notkun þeirra, vekja þá spurningu hvort tími sé til kominn að breyta millibankamarkaði með krónur úr hreinum lánamarkaði, þar sem traust er eina tryggingin fyrir endurgreiðslu, í endurhverfan millibankamarkað í líkingu við fyrirgreiðsluform Seðlabankans. Með því gjörbreytist áhættumatið og ætla mætti að markaður með því fyrirkomulagi yrði bæði hagkvæmari og traustari. Vaxtalækkanir hjá mörgum seðlabönkum Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt stýrivexti sína um 0,25 prósentur hinn 25. júní en í byrjun júní lækkuðu allmargir seðlabankar vexti, t.d. Seðlabanki Evrópu um 0,5 prósentur hinn 5. júní, sömuleiðis seðlabanki Nýja-Sjálands þann sama dag og danski seðlabankinn daginn eftir um sömu prósentu. Seðla- banki Noregs lækkaði vexti um eina prósentu 25. júní en Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði hins vegar um 0,25 prósentur hinn 4. júlí. Seðlabankar Englands og Kanada lækkuðu vexti sína um 0,25 prósentur 10. og 15. júlí. Hinn 24. júlí lækkaði síðan seðlabanki Nýja-Sjálands enn á ný vexti sína um 0,25 prósentur. Eini seðlabankinn sem hækkaði vexti var Seðlabanki Ástralíu en hann hækkaði vexti hinn 5. júní. Ástæður fyrir vaxtalækkunum eru helst slakar efnahagshorfur í heiminum og lítil verðbólga. Vaxtamunur Íslands við útlönd, mældur með þriggja mánaða ríkisvíxlum, hefur aukist úr 2,06% í apríllok í 3,2% í síðari hluta júlí. Hækkun ávöxtunarkröfu íslenska ríkisvíxilsins sem miðað er við eykur vaxtamuninn nokkuð um- fram það sem lækkanir erlendis ollu. Vaxtamunur á millibankamarkaði jókst mun minna eða úr 2,57% í 2,96% á sama tímabili. Verðbréfamarkaður hefur verið líflegur Fyrstu sex mánuði þessa árs jukust viðskipti í Kauphöll Íslands um 53% m.v. sama tímabil í fyrra og námu nú 753 ma.kr. Viðskipti með hlutabréf juk- ust um 41% og með skuldabréf um 58%. Í lok júní hafði úrvalsvísitalan hækkað um 11% frá áramótum og það sem af er júlí hefur hún lítt breyst og er við gildið 1.500. Eitt nýtt félag skráði hlutabréf sín í Kauphöllinni en hlutabréf átta félaga voru afskráð á fyrri helmingi þessa árs. Afskráningarnar eru flestar til komnar vegna samruna og yfirtöku á félögum. Fleiri félög verða afskráð á næstunni vegna þessa. Í lok júní voru 58 hlutafélög á skrá í Kauphöllinni en þar af voru 8 á Tilboðsmarkaðnum. Heildarmark- aðsvirði skráðra hlutabréfa var 550 ma.kr. í lok júní. Mestu skuldabréfaviðskiptin voru í húsbréfaflokki IBH 41 0315, rúmlega 100 ma.kr. fyrstu sex mánuði ársins. Næstmestu viðskiptin voru með IBH 37 1215, 53 ma.kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.