Peningamál - 01.08.2003, Page 40

Peningamál - 01.08.2003, Page 40
PENINGAMÁL 2003/3 39 gengi um hríð og bitnar helst á útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Nei, þessar leiðir felast í aðgerðum sem vega á móti þeirri tímabundnu hækkun jafnvæg- israungengis sem stóriðjuframkvæmdirnar hafa í för með sér. Þar blasir beint við aðhald í opinberum fjár- málum og niðurskurður framkvæmda meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur, en einnig aukið framboð á erlendu vinnuafli og öðrum framleiðslu- þáttum. Við höfum heyrt á umræðunni að undanförnu að það er vaxandi skilningur á þessu. Það er verið að ræða leiðir til að auðvelda innflutning vinnuafls meðan á framkvæmdunum stendur. Og áðan heyrð- um við að fjármálaráðuneytið vinnur nú að áætlun fyrir ríkisstjórnina um mótvægisaðgerðir í ríkisfjár- málum á næstu árum. Það er hins vegar ljóst að um- fang þessara framkvæmda er svo mikið að ekki verð- ur komið algjörlega í veg fyrir hækkun raungengis vegna þeirra né að Seðlabankavextir hækki. Það er því mikilvægt að útflutningsfyrirtækin búi sig undir það að raungengi krónunnar lækki ekki og geti jafn- vel hækkað frekar. Það vekur þá spurningu sem ég sný mér að næst, hversu alvarleg staðan í þessum greinum er þegar orðin vegna hækkunar gengis krón- unnar. Staða útflutnings- og samkeppnisgreina Mest hefur umræðan verið um stöðu sjávarútvegsins og því lít ég fyrst og fremst á hann. Framlegð skráðra sjávarútvegsfyrirtækja á 1. ársfjórðungi þessa árs var mun lægri en á sama tíma í fyrra, eða 24% nú í sam- anburði við 34% þá. Hluta þessarar þróunar má auðvitað rekja til hærra gengis krónunnar, en fleiri þættir koma einnig til, svo sem eins og sérstök vandamál í rækjuiðnaði og ýsu, minni loðnuveiði en á sama tíma í fyrra og nokkur lækkun á verði sjávar- afurða í erlendri mynt. Þá á fiskvinnsla við vandamál að stríða vegna tekjuskiptavanda innan sjávarútvegs- ins þar sem hráefnisverð til fiskvinnslustöðva hefur ekki fylgt útflutningsverði afurða eftir. Raungengi krónunnar hækkar líklega á bilinu 1-2% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs og það mun rýra afkomu sjáv- arútvegs og annarra útflutningsgreina frekar. Á móti kemur að veiðiheimildir í þorski og fleiri tegundum aukast á nýju fiskveiðiári og því ekki víst að afkom- an rýrni þegar líður á árið, eins og oft vill verða. Þá er á það að líta að árin 2001 og 2002 voru ein hin bestu varðandi afkomu í sögu sjávarútvegs. Afkoma skráðra fyrirtækja í sjávarútvegi gæti því hæglega orðið betri í ár en á árinu 2000 svo að dæmi sé tekið. Þá er á það að líta að eiginfjárstaða skráðra sjávar- útvegsfyrirtækja var rúmlega 34% í lok 1. ársfjórð- ungs og betri en árið áður og líklega ein hin besta um mjög langt árabil. Sjávarútvegurinn er því betur í stakk búinn til að taka á sig sveiflur en verið hefur, sem betur fer. Það eru því miklar ýkjur að láta eins og hann sé í einhverju kaldakoli. Peningastefnan og gengið Verðbólgumarkmið Seðlabankans þolir það að gengi krónunnar verði á næstunni eitthvað lægra en það er nú. Verðbólga er um þessar mundir nokkuð undir verðbólgumarkmiði bankans, en svokallaðar kjarna- vísitölur eru þó nær því. Samkvæmt síðustu verð- bólguspá bankans er gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiði bankans fram á fjórða árs- fjórðung næsta árs. Síðan stefnir hún hærra, ekki vegna gengisins, heldur sakir þess að þá er gert ráð fyrir að þrýstingur vegna stóriðjuframkvæmda verði farinn að segja til sín. Gengi krónunnar var í gær að vísu nærri 2% lægra en reiknað var með í síðustu spá bankans, en það breytir þessari mynd ekki í grund- vallaratriðum. En er þá ekki eitthvað sem Seðlabankinn getur gert til að lækka gengið? Það er mun minna en ýmsir halda. Reynslan sýnir að inngrip á gjaldeyrismarkaði sem fara ekki saman við breytingar á Seðla- bankavöxtum hafa yfirleitt takmörkuð og skamm- vinn áhrif. Reynslu okkar á þessu sviði á undan- förnum árum eru gerð ítarleg skil í grein eftir Gerði Ísberg og Þórarin G. Pétursson í fyrsta hefti Peninga- mála á þessu ári. Sama á við og af sömu ástæðum um aðgerðir eins og þær að ríkissjóður taki innlend lán til að greiða erlend. Það verður að hafa það í huga að Seðlabankinn hefur á undanförnum mánuðum keypt óhemju af gjaldeyri á markaði. Frá síðastliðnu hausti og fram til 16. maí hafði bankinn keypt gjaldeyri fyr- ir 18 ma.kr. Þann dag var tilkynnt að bankinn myndi auka kaup sín úr 1½ milljón Bandaríkjadala á hverj- um viðskiptadegi í 2½ milljón dala. Það felur í sér að gjaldeyriskaup bankans á þessu ári verða um 42 ma.kr. miðað við að gengi krónunnar haldist eins og það var þann 19. júní. Það jafngildir öllu áætluðu hreinu gjaldeyrisinnstreymi vegna Fjarðaáls og Norðuráls og tengdra virkjana á þessu ári, því næsta og megninu af innstreyminu 2005. Þrátt fyrir þetta

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.