Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 45

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 45
44 PENINGAMÁL 2003/3 Magnsveiflur sjávarafurða og áls Magnbreyting í framleiðslu áls á sér stað í þrepum. Framleitt magn áls er nokkuð stöðugt á milli ára nema þegar til kemur ný framleiðslueining, þ.e. nýtt álver eða stækkun álvers. Þess á milli verða ekki miklar breytingar á framleiddu magni á milli ára. Miðað við sjávarútveg er mun auðveldara að halda birgðir í áli. Þess vegna geta orðið mun meiri sveiflur í birgðum áls en sjávarafurða. Ekki hefur mikið verið rætt um möguleikann á að álver hætti eða dragi úr framleiðslu hér á landi, en hættan á slíku er engu að síður til staðar. Magnbreyting sjávarafurða er háð mörgum þáttum. Fjórir þættir skipta þar þó mestu máli. Í fyrsta lagi er það stærð fiskistofna sem getur verið talsvert breytileg á milli ára. Breytingar í stofn- stærð eru aðallega taldar stjórnast af veiðum og sveiflukenndri nýliðun. Í öðru lagi er það tilkoma fiskveiðistjórnunarkerfis. Fiskveiðistjórnunarkerfið setur þak á veiðar í fiskistofnunum, en einnig eru vinnureglur sem kveða svo á að kvóta skuli ekki breyta nema um ákveðið hlutfall á milli ára. Í þriðja lagi eru nú veiddar fleiri tegundir en áður, en það hefur dempandi áhrif á magnsveiflur. Í fjórða lagi hefur útfærsla landhelginnar og aukin hlutdeild Íslendinga í heildarafla á Íslandsmiðum haft mikil áhrif á magnbreytingarnar. Magnbreytingar í útflutningi atvinnugreinanna tveggja eru mjög mismunandi. Á meðan talsverðar ófyrirséðar sveiflur geta átt sér stað í sjávarútvegi, eiga magnbreytingar í framleiðslu áls sér stað í þrep- um og eru oft fyrirséðar. Af þessum sökum er eðli- legra að bera saman sögulegar verðbreytingar á áli og sjávarafurðum og reyna á þann hátt að meta við hvaða hlutfallslega magn sveiflur í verðum eru lág- markaðar. Með þessu móti er auðveldara að svara spurningunni hvort aukið vægi áls muni hafa áhrif til sveiflujöfnunar á íslenskt efnahagslíf, án þess að þættir eins og ófyrirséðar magnbreytingar í útflutn- ingi sjávarafurða skekki niðurstöðuna. Í því sem hér fylgir í kjölfarið verður því gert ráð fyrir að magn sjávarafurða haldist fast og síðan eru áhrif hlutfalls- legrar aukningar álframleiðslu á sveiflur í útflutn- ingstekjum skoðuð. Verðsveiflur sjávarafurða og áls Útflutningur sjávarafurða byggist á mörgum vöruteg- undum sem seldar eru á mismunandi mörkuðum. Því hafa verðbreytingar á einni vörutegund eða einum markaði ekki afgerandi áhrif á útflutningstekjur sjávarafurða. Öðru máli myndi að sjálfsögðu gegna um atriði sem hafa áhrif á allt sjávarfang frá Íslandi. Verðmyndun á áli er hins vegar nokkuð frábrugðin. Þetta er nánast einsleit vara sem verslað er með á einum markaði. Því sveiflast útflutningstekjur áls meira en útflutningstekjur sjávarafurða. Auknar sveiflur í útflutningstekjum, sem mæla má með staðalfráviki, þýða að áhættan í afkomu útflutnings eykst. Á móti koma líka breytingar í vexti útflutningstekna sem annaðhvort aukast eða minnka. Að vera betur settur er að hafa hærra meðaltal í vexti útflutningstekna miðað við sömu áhættu eða minni áhættu miðað við sama vöxt. Þetta er í raun vel þekkt úr fjármálafræðum þar sem eigandi verðbréfasafns hámarkar auð sinn með því að vega saman eignir í verðbréfasafninu, þannig að hámarksávöxtun fáist fyrir gefna áhættu. Þessi aðferðarfræði er að mörgu leyti óheppileg við að finna hagkvæmustu samsetn- ingu atvinnugreina.2 Hins vegar er hægt að meta hvaða áhrif aukin álframleiðsla hefur á sveiflur í útflutningstekjum án þess að nota aðferðarfræði fjár- málafræðanna. Til þess þarf að finna hentugan mæli- kvarða. Þá liggur beinast við að skoða staðalfrávik útflutningstekna sjávarútvegs og áls. Staðalfrávik3 útflutningsverðs beggja atvinnugreinanna er þá vegið saman miðað við hlut þeirra í útflutningsverðmæti árið 2002. Réttilega hefur verið bent á, meðal annars af Páli Harðarsyni (1998), að líklega sé heppilegra að leiðrétta mælikvarða á sveiflur með tilliti til þess hversu stór hluti útflutningstekna rennur til innlendra aðila. Auðveldara er að skoða áliðnaðinn, þar sem einungis tvö fyrirtæki eru starfandi á markaðnum. Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 40% rekstrartekna sé endanlega ráðstafað innanlands (laun og launatengd gjöld, hluti orku, hluti annars rekstrarkostnaðar og opinber gjöld) en um 60% rekstrartekna koma í hlut erlendra aðila (súrál, rafskaut, kerjaviðgerðarefni, hagnaður og fjármagnskostnaður ásamt fleiru). 2. Til að finna framfall þarf að hafa upplýsingar um ávöxtun og staðal- frávik ávöxtunar viðkomandi eignar, hér eru einungis tiltækar upp- lýsingar um verð en ekki ávöxtun. Einnig þarf að vera tiltækt nytjafall fjárfestisins, þjóðarinnar, en ekki er víst að samkomulag ríki um hvert það er. Að lokum má velta því fyrir sér hvort þetta hafi raunverulega þýðingu, þar sem það getur haft í för með sér mikið óhagræði ef stjórn- völd ákvarða stærð hverrar atvinnugreinar. 3. Deilt er í staðalfrávikið með meðaltali. Þá verður til einingarlaus stærð sem nefnd er breytileikastuðull (e. coefficient of variation).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.