Peningamál - 01.08.2003, Page 49

Peningamál - 01.08.2003, Page 49
48 PENINGAMÁL 2003/3 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok við- ræðna við fulltrúa íslenskra stjórnvalda 2. júní 2003. 1. Framvinda efnahagsmála undanfarið ár staðfest- ir að ójafnvægið sem myndaðist í uppsveiflunni í þjóðarbúskapnum í lok síðasta áratugar er að baki. Nú virðist sem nýtt hagvaxtarskeið sé framundan eftir minniháttar samdrátt. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir vel heppnaða aðlögun efna- hagslífsins. Hún er ekki síst að þakka framsýnni hagstjórn yfir nokkurra ára skeið sem miðaði að stöðugleika og ýtti undir hagvöxt. Mikill sveigj- anleiki í efnahagslífinu er að miklu leyti að þakka kerfisbreytingum frá því snemma á tíunda áratugnum. Nefna má aukið frelsi á fjármagns- markaði auk afnáms hafta á fjármagnshreyfing- um í tengslum við aðild að EES, bætta stöðu rík- isfjármála og einkavæðingu auk annarrar mark- aðsvæðingar. Nýlega hefur aukið sjálfstæði Seðlabankans ásamt verðbólgumarkmiði og flot- gengi leitt til styrkrar og gagnsærrar peninga- stefnu sem hefur þegar hlotið eldskírn með því að koma böndum á verðbólgu og verðbólgu- væntingar og aukið almenna tiltrú á efnahags- lífið. Frumkvæði og fyrirbyggjandi eftirlit hins nýlega stofnaða Fjármáleftirlits hefur átt mikil- vægan þátt í að vinna bug á veikleikum á fjár- málamarkaði sem komu í ljós á árunum 2000 og 2001. Afraksturinn er sterkara fjármálakerfi. 2. En vandi fylgir vegsemd hverri og rétt er að benda á eftirfarandi atriði sem stjórnvöld þurfa að gæta sérstaklega að á komandi árum: • Ofþensla síðustu ára leiddi til mikillar er- lendrar skuldasöfnunar. Í árslok 2002 var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 80% af vergri landsframleiðslu (hæsta hlut- fall meðal þróaðra ríkja), einkum vegna skuldsetningar einkageirans. Vergar erlendar skuldir voru um 130% af VLF. Að auki virðist sem hlutur skammtímaskulda hafi heldur vaxið. Þetta leiðir til þess að þjóðarbúskapurinn verður viðkvæmari fyrir ytri áföllum vegna þess hve hagkerfið er opið og smátt. Stefna ber að því að auka þjóðhags- legan sparnað og minnka skuldir jafnt og þétt. • Væntanlegar stórframkvæmdir munu bæði auka hagvöxt og útflutningstekjur verulega og með því að auka fjölbreytni í útflutnings- atvinnuvegum mun stöðugleiki aukast. Á framkvæmdatímanum mun hins vegar þrýstingur aukast á takmarkaðar auðlindir. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að koma í veg fyrir ofhitnun og of mikla hækk- un raungengis krónunnar sem gæti valdið varanlegum skaða í útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Til að þetta náist þarf að hemja eftirspurn, aðallega með aðhaldi í rík- isfjármálum en þannig er hægt að draga úr Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórn- valda dagana 21. maí – 2. júní sl. Á lokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niður- stöður af viðræðum hennar og athugunum hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við nán- ast öll aðildarríki sjóðsins, 184 að tölu. Niðurstöður sendinefndarinnar birtast hér.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.