Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 11

Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 11 II Ytri skilyrði Horfur um hagvöxt í viðskiptalöndunum svipaðar og í september en lakari verðbólguhorfur Þróun efnahagsmála í heiminum undanfarna mánuði bendir til þess að ytri skilyrði þjóðarbúsins verði nokkuð hagstæð á næstu misserum. Hækk un orkuverðs hefur ekki stöðvað víðtækan efnahagsbata í heim- inum og batinn hefur styrkst á þeim svæðum sem hafa verið seinni til, t.d á meginlandi Evrópu. Vöxtur heimsverslunarinnar að undanförnu hefur verið meiri en um nokkurt skeið, eða tæplega 10%. Hvort tveggja boðar gott fyrir íslenska útflutningsatvinnuvegi. Þessi jákvæða þróun styrkir en breytir ekki í meginatriðum þeirri mynd sem byggt var á í septemberspá Seðlabankans. Því er í grund vallaratriðum gengið út frá sömu forsendum og áður um hagvöxt í við skiptalöndunum. Verðbólga hefur hins vegar farið vaxandi í Evrópu og N-Ame ríku, þótt enn skýrist hún fyrst og fremst af hækkun orkuverðs. Hækki orkuverð ekki enn meira ætti verðbólgan að hjaðna á ný er fram líða stundir. Haldi hækkunin hins vegar áfram gæti það haft vax andi áhrif á verðbólguvæntingar og launaþróun. Alþjóðlegar spár um verð- bólgu í helstu viðskiptalöndum Íslands fyrir næsta ár (t.d. Consensus Forecasts) hafa verið endurskoðaðar nokkuð upp á við í átt að því sem gert var ráð fyrir í septemberspá Seðlabankans. Því var ekki talin ástæða til að end urskoða mat á alþjóðlegri verðbólguþróun að þessu sinni. Aukin verðbólga á sama tíma og slaki í efnahagslífinu minnkar mun ef að líkum lætur leiða til þess að áfram verði dregið úr pen - ingalegum slaka í helstu viðskiptalöndunum, a.m.k. í átt til hlut lausr ar peningastefnu. Um það er fjallað nánar í kaflanum um fjár málaleg skil- yrði. Ofgnótt lausafjár og vöxtur peningamagns er jafn framt vaxandi áhyggjuefni, meðal annars í Evrópu, en það eykur líkur á hækkun vaxta þar. Þetta endurspeglast nú þegar í þróun lang tíma vaxta, sem hafa hækkað nokkuð frá því í september. Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur hækkað verulega frá septembermánuði Batnandi efnahagsástand í heiminum, hækkandi matvöruverð á heims- markaði og mikil eftirspurn á mikilvægum markaðssvæðum íslenskra fiskafurða hefur leitt til þess að verð á sjávarafurðum hefur hækkað ört á erlendum mörkuðum undanfarna mánuði. Í september var verð út - fluttra sjávarafurða í erlendri mynt 10% hærra en fyrir ári og rúmlega 2% hærra en fyrir lá þegar síðasta spá Seðlabankans var gerð. Á sl. tólf mánuðum hefur verð sjófrysts fisks hækkað um 23% og fersks fisks um 15%. Í ljósi þessara breytinga hefur áætl uð breyt ing útflutnings- verðlags sjávarafurða í erlendri mynt verið hækk uð um 1 prósentu frá því í septemberspá bankans. Hækkun verðs í erlendri mynt hefur mildað áhrif gengishækkunar sl. mánaða á sjáv ar útvegsfyrirtækin, en jafnframt kann verðhækkunin að hafa stuðl að að hærra gengi krón- unnar eða hærra gengi þvingað fyrirtækin til að hækka verð á erlend- um mörkuðum, hugsanlega á kostnað mark aðs hlutdeildar. 80 90 100 110 120 130 200520042003200220012000 Í erlendri mynt Í íslenskum krónum Mynd II-2 Áætlað verðlag sjávarafurða janúar 2000 - september 2005 2003=100 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimild: EcoWin. Mynd II-1 Verðbólga í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæði Janúar 2002 - október 2005 0 1 2 3 4 5 2005200420032002 Bandaríkin Evrusvæði Bretland %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.