Peningamál - 01.12.2005, Page 19
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
19
gjöldum fyrir fyrri hluta ársins. Spáin sem birtist nú byggist því á meiri
upplýsingum en lágu fyrir í lok september.
Í september spáði Seðlabankinn 3½% vexti samneyslu í ár og
u.þ.b. 3% vexti á ári á næstu tveimur árum. Í spánni var gert ráð fyrir
meiri vexti í samneyslu sveitarfélaga og almannatrygginga en minni
vexti hjá ríkissjóði. Nú eru horfur á minni vexti í ár, eða 3%, en til
áranna 2006 og 2007 eru horfur nær óbreyttar.
Lækkun á áætluðum vexti samneyslu í ár má einkum rekja til
minni vaxtar samneyslu ríkisins en spáð var í september. Í nýj ustu áætl-
unum fjármálaráðuneytisins, sem birtust í október við fram lagn ingu
fjár aukalaga, er gert ráð fyrir 2,4% vexti samneyslu ríkisins. Þróun
ríkis útgjalda innan ársins styður þessar áætlanir og er miðað við þær
í spánni. Hins vegar er áfram gert ráð fyrir 4½% vexti samneyslu
sveit ar félaga.
Áfram er gert ráð fyrir að vöxtur samneyslu ríkis og al manna-
trygg inga á árunum 2006 og 2007 verði nokkru meiri en gengið er út
frá í nýju fjárlagafrumvarpi. Reynslan sýnir að heild ar samneyslan fer
yfirleitt fram úr fyrstu áætlunum.
Fjármunamyndun
Litlar breytingar hafa orðið á spá Seðlabankans um heild ar fjár muna-
myndun frá því í september. Þá var spáð 31% vexti fjár muna mynd-
unar í ár, 4% samdrætti á næsta ári og um 16% samdrætti árið 2007.
Í nýrri spá eru horfurnar óbreyttar fyrir yfirstandandi ár, spáð er aðeins
minni samdrætti á næsta ári, eða 3%, en hins vegar meiri samdrætti
árið 2007, eða um 20%.
Tafla IV-1 Vísbendingar um einkaneyslu á seinni helmingi ársins 2004 og á fyrstu tíu mánuðum 2005
Nýjasta tímabil
Breyting miðað við
Ársfjórðungslegar tölur sama mánuð uppsafnað frá
2004:3 2004:4 2005:1 2005:2 2005:3 Mánuður í fyrra ársbyrjun
Dagvöruvelta (raunbreyting ) 4,3 3,5 7,2 10,5 9,2 október 2005 8,0 9,6
Greiðslukortavelta (raunbreyting )1 4,9 11,3 11,2 14,4 11,9 október 2005 6,1 11,8
þar af innanlands 4,0 9,8 9,8 12,8 10,3 október 2005 3,1 9,9
þar af erlendis 18,4 34,0 35,6 33,7 35,9 október 2005 43,4 36,7
Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) 19,5 44,3 61,4 64,4 57,8 október 2005 45,2 60,0
Almennur innflutningur (magnbreyting)2 13,6 16,0 15,1 17,5 19,5 september 2005 . 19,5
Innflutningur neysluvöru (magnbreyting)2 14,5 15,7 22,1 26,9 26,0 september 2005 . 26,0
Bifreiðar til einkanota2 24,6 35,0 56,7 66,0 61,3 september 2005 . 61,3
Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki2 16,3 17,1 36,3 38,5 38,7 september 2005 . 38,7
Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður2 8,8 7,5 16,9 17,4 17,5 september 2005 . 17,5
Mat- og drykkjarvörur2 10,5 10,2 6,8 9,0 8,5 september 2005 . 8,5
Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla
(magnbreyting)2 23,8 19,3 36,9 26,6 28,4 september 2005 . 28,4
Væntingavísitala Gallup 5,5 -3,2 -1,7 9,4 5,6 október 2005 -3,7 11,8
Mat á núverandi ástandi 23,1 19,8 21,2 34,6 30,7 október 2005 22,9 35,3
Væntingar til sex mánaða -3,5 -14,7 -13,7 -5,9 -9,0 október 2005 -22,3 -4,1
1. Greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, meginhluta hennar má rekja til heimila. 2. Ársfjórðungstölur miðast við tölur sem eru uppsafnaðar frá ársbyrjun til loka hvers
ársfjórðungs.
Heimildir: Bílgreinasambandið, Hagstofa Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, IMG Gallup, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári í %
nema annað sé tekið fram
50
70
90
110
130
150
-10
-5
0
5
10
15
20052004200320022001
Væntingavísitala Gallup (vinstri ás)
Vöxtur einkaneyslu (hægri ás)
1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs.
Heimildir: Hagstofa Íslands, IMG Gallup.
Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-3
Einkaneysla og væntingavísitala Gallup1
1. ársfj. 2001 - 3. ársfj. 2005
Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (vinstri ás)