Peningamál - 01.12.2005, Síða 32
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
32
þessi liður ýmist verið umtalsvert jákvæður eða neikvæður og endan-
legar tölur borist seint.
Vegna þess að hrein erlend skuld landsmanna nemur tæplega
1½ landsframleiðslu hefur gengishækkun krónunnar fyrsta kastið þau
áhrif að það dregur úr halla á vaxtajöfnuði. Litið til eins og tveggja
ára eykur hærra gengi hins vegar viðskiptahallann, leiðir til auk innar
skulda söfnunar og þar með meiri vaxtagreiðslna til erlendra aðila.
Erlendir langtímavextir hafa hækkað nokkuð undanfarna mánuði.
Til þessa hefur lækkun erlendra vaxta vegið þyngra en versnandi
skulda staða. Horfur eru á að þessi þróun muni snúast við en áhrifanna
verður líklega ekki farið að gæta að marki á þessu ári.
Viðskiptahallinn mun setja mikinn þrýsting á gengið
á næstu árum
Ljóst er að hinn mikli viðskiptahalli sem fyrirsjáanlegur er í ár og á næsta
ári mun knýja fram umtalsverða aðlögun í þjóðarbúskapnum er fram
líða stundir. Grunnspáin sem sýnd er í þessu hefti Peningamála bendir
til þess að umtalsverður halli verði enn fyrir hendi árið 2007, miðað við
þær forsendur sem gefnar eru í spánni. Hins vegar er jafnframt næsta
víst að þessar forsendur munu ekki ganga eftir. Viðskiptahalli af þeirri
stærð sem nú er í sjónmáli er yfirleitt skammvinnt fyrirbæri. Raungengi
er líklega langt yfir langtímajafnvægi. Jafn hátt raungengi og gengið er
út frá í spánni hefur aldrei í íslenskri hagsögu varað nema um skamma
hríð.11 Líklega mun því aðlögun að jafnvægi eiga sér stað fyrir tilstilli
samverkandi áhrifa lægra gengis, aukins útflutnings og samdráttar í
innlendri eftirspurn. Líklegt verður að telja að þessi aðlögun hefjist
innan spátímabilsins. Því ber ekki að taka spána um viðskiptahalla á
árinu 2007 of bókstaflega frekar en aðra þætti skilyrtrar spár.
11. Raungengi er nú u.þ.b. fimmtungi yfir meðaltali sl. tíu eða tuttugu ára. Ekki er ólíklegt að
til lengri tíma muni raungengið hneigjast í átt að þessu meðaltali á ný og jafnvel víkja frá
því í hina áttina tímabundið.
Tafla VII-1 Viðskiptahalli 2004-2007
Spá1
Hlutfall af VLF (%) 2004 2005 2006 2007
Viðskiptajöfnuður -8,4 -15,6 -11,9 -6,8
Vöruskiptajöfnuður -4,1 -10,6 -4,6 0,7
Þjónustujöfnuður -1,7 -2,1 -3,8 -3,4
Þáttateknajöfnuður -2,4 -2,9 -3,4 -4,1
1. Spá Seðlabankans í nóvember 2005.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
-20
-15
-10
-5
0
5
2007200520032001199819971995
Mynd VII-3
Viðskiptahalli 1995-20071
% af VLF
1. Spá Seðlabankans 2005-2007.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.