Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 32

Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 32 þessi liður ýmist verið umtalsvert jákvæður eða neikvæður og endan- legar tölur borist seint. Vegna þess að hrein erlend skuld landsmanna nemur tæplega 1½ landsframleiðslu hefur gengishækkun krónunnar fyrsta kastið þau áhrif að það dregur úr halla á vaxtajöfnuði. Litið til eins og tveggja ára eykur hærra gengi hins vegar viðskiptahallann, leiðir til auk innar skulda söfnunar og þar með meiri vaxtagreiðslna til erlendra aðila. Erlendir langtímavextir hafa hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Til þessa hefur lækkun erlendra vaxta vegið þyngra en versnandi skulda staða. Horfur eru á að þessi þróun muni snúast við en áhrifanna verður líklega ekki farið að gæta að marki á þessu ári. Viðskiptahallinn mun setja mikinn þrýsting á gengið á næstu árum Ljóst er að hinn mikli viðskiptahalli sem fyrirsjáanlegur er í ár og á næsta ári mun knýja fram umtalsverða aðlögun í þjóðarbúskapnum er fram líða stundir. Grunnspáin sem sýnd er í þessu hefti Peningamála bendir til þess að umtalsverður halli verði enn fyrir hendi árið 2007, miðað við þær forsendur sem gefnar eru í spánni. Hins vegar er jafnframt næsta víst að þessar forsendur munu ekki ganga eftir. Viðskiptahalli af þeirri stærð sem nú er í sjónmáli er yfirleitt skammvinnt fyrirbæri. Raungengi er líklega langt yfir langtímajafnvægi. Jafn hátt raungengi og gengið er út frá í spánni hefur aldrei í íslenskri hagsögu varað nema um skamma hríð.11 Líklega mun því aðlögun að jafnvægi eiga sér stað fyrir tilstilli samverkandi áhrifa lægra gengis, aukins útflutnings og samdráttar í innlendri eftirspurn. Líklegt verður að telja að þessi aðlögun hefjist innan spátímabilsins. Því ber ekki að taka spána um viðskiptahalla á árinu 2007 of bókstaflega frekar en aðra þætti skilyrtrar spár. 11. Raungengi er nú u.þ.b. fimmtungi yfir meðaltali sl. tíu eða tuttugu ára. Ekki er ólíklegt að til lengri tíma muni raungengið hneigjast í átt að þessu meðaltali á ný og jafnvel víkja frá því í hina áttina tímabundið. Tafla VII-1 Viðskiptahalli 2004-2007 Spá1 Hlutfall af VLF (%) 2004 2005 2006 2007 Viðskiptajöfnuður -8,4 -15,6 -11,9 -6,8 Vöruskiptajöfnuður -4,1 -10,6 -4,6 0,7 Þjónustujöfnuður -1,7 -2,1 -3,8 -3,4 Þáttateknajöfnuður -2,4 -2,9 -3,4 -4,1 1. Spá Seðlabankans í nóvember 2005. Heimild: Seðlabanki Íslands. -20 -15 -10 -5 0 5 2007200520032001199819971995 Mynd VII-3 Viðskiptahalli 1995-20071 % af VLF 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.