Peningamál - 01.12.2005, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
33
VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur
Verðlagsþróun
Verðbólga hjaðnar á ný eftir að hafa náð hámarki í september
Verðbólga jókst sl. sumar og varð mest 4,8% í september. Síðan
hef ur hún hjaðnað nokkuð á ný og var komin niður í 4,2% í nóv-
ember. Aukna verðbólgu á haustmánuðum má einkum rekja til þess
að lækkun dagvöruverðs mánuðina á undan gekk til baka auk þess
sem húsnæðisverðbólgan hélt áfram að aukast allt þar til í október.
Nóv ember markaði hins vegar þáttaskil að því leyti að nokkuð dró
úr húsnæðisverðbólgunni og er líklegt að sú þróun muni halda áfram
næstu mánuði.
Þótt dregið hafi úr húsnæðisverðbólgu í nóvember einkennist
hús næðismarkaðurinn enn af mikilli eftirspurn. Verðhækkun innlendr-
ar þjónustu og umtalsverð hækkun á gengi krónunnar sem hefur ekki
skilað sér í samsvarandi lækkun vöruverðs eru einnig til vitnis um mikla
eftirspurn.
Kjarnavísitölurnar sýna nokkru meiri undirliggjandi verðbólgu
en vísitala neysluverðs. Á tólf mánuðum til byrjunar nóvember hafði
kjarna vísitala 1 hækkað um 4,6% og kjarnavísitala 2 um 4,4%. Hjöðn-
un verðbólgunnar undanfarna mánuði má því að nokkru leyti rekja til
sveiflukenndra liða.
Verðbólga á þriðja fjórðungi ársins var 4,2%, eins og Seðlabankinn
spáði í september, enda var langt liðið á fjórðunginn þegar spáin var
gerð. Verðbólga á fjórða ársfjórðungi verður líklega nokkru minni en
spáð var í september, eða um 4%.
Nokkuð dró úr húsnæðisverðbólgu í nóvember...
Hækkun húsnæðisverðs hefur verið meginuppspretta verðbólgu hér á
landi undanfarið ár. Í nóvember var húsnæðisliður vísitölu neysluverðs
17,8% hærri en fyrir ári. Áhrif hans til hækkunar vísitölu neysluverðs
námu 3,4 prósentum. Hækkun húsnæðisliðarins skýrist að mestu
leyti af hækk un markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem í nóvember hafði
hækk að um 33% á tólf mánuðum. Töluvert hefur dregið úr mánaðar-
legri verð hækkun íbúð arhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Í október
hækk aði verð fjöl býlis á höfuðborgarsvæðinu um 1½% milli mánaða,
sam kvæmt Fast eignamati ríkisins, en verð einbýlis lækkaði um 1%.
Und anfarna tólf mánuði hefur verð fjölbýlis og einbýlis á höfuðborg ar-
svæðinu hækk að um 34,9% og 45,9% samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu Íslands. Verð íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni hefur hækkað
öllu minna, eða um 20,6%, en öfugt við höfuðborgarsvæðið hefur
verðhækkunin und anfarna mánuði verið meiri en áður, eða að meðal-
tali um tæplega 3% milli mánaða undanfarna fjóra mánuði.
... en verð á þjónustu hækkar hraðar
Verð opinberrar þjónustu hafði í byrjun nóvember hækkað um 6,7%
á tólf mánuðum. Áhrif á vísitölu neysluverðs námu 0,5 prósentum.
Á sama tíma hækkaði verð þjónustu einkaaðila um 4,2% og áhrif til
hækkunar vísitölunnar námu tæplega prósentu.
Mynd VIII-1
Verðbólga janúar 2001 - nóvember 20051
0
2
4
6
8
10
12
20052004200320022001
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Vísitala neysluverðs
Kjarnavísitala 1
Kjarnavísitala 2
Verðbólgumarkmið Seðlabankans
1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er
vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í
kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið.
Heimild: Hagstofa Íslands.
-10
0
10
20
30
40
50
60
Landið allt
Landsbyggðin
Höfuðborgarsvæði: Einbýli
Höfuðborgarsvæði: Fjölbýli
20052004200320022001
Heimild: Hagstofa Íslands.
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Mynd VIII-2
Markaðsverð íbúðarhúsnæðis
mars 2001 - nóvember 2005
0
5
10
15
20
Þjónusta á almennum markaði
Opinber þjónusta
Húsnæði
2005200420032002
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-3
Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta
janúar 2002 - nóvember 2005