Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
42
IX Stefnan í peningamálum
Vaxtahækkunin í september reyndist áhrifarík
Hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,75 prósentur, sem tilkynnt var
í Peningamálum 2005/3 í lok september, reyndist áhrifaríkari en marg-
ar vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið rúmt ár. Eins og greint
var frá í Peningamálum í september hafði bankinn af því áhyggjur að
óraunsæjar væntingar um lækkun stýrivaxta fljótlega eftir að þeir næðu
hámarki í ár tefðu fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtaróf ið. Þessar
væntingar um vaxtastefnuna voru þeim mun bagalegri sem verðbólgu-
væntingar færðust í aukana. Til samans fólu þær í sér vís bendingu
um að peningastefnuna skorti trúverðugleika í augum markaðsaðila
og annarra rýnenda hennar. Þeir virtust vantrúaðir á að Seðlabankinn
myndi halda fast við verðbólgumarkmiðið á næstu ár um.
Áður en vöxtum var breytt í september voru áhrif aukins aðhalds
á vexti verðtryggðra langtímaskuldabréfa enn hverfandi. Til þess að
geta gert sér vonir um að peningastefnan hefði áhrif á þann hluta
þjóðarbúskaparins þar sem þenslumerkin voru einna skýrust, þ.e.a.s.
afar hraðan vöxt einkaneyslu, var mikilvægt að áhrif vaxtabreytinga
Seðlabankans næðu til þessara vaxta einnig. Vaxtahækkuninni í sept-
ember og ekki síður boðskapnum um áframhaldandi strangt aðhald í
peningamálum sem henni fylgdi var ætlað að stuðla að hraðari miðlun
stýrivaxta um vaxtarófið. Það virðist hafa tekist. Meðalávöxtunarkrafa
íbúðabréfa til tíu ára var í fyrri hluta nóvembermánaðar u.þ.b. 0,85
prósentum hærri en meðalávöxtunarkrafan í september. Þessi hækkun
ávöxtunarkröfunnar hefur nú þegar skilað sér í nokkurri hækkun vaxta
íbúðalána eftir síðasta útboð Íbúðalánasjóðs. Veruleg vaxtahækkun
gæti haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn og almenna eftirspurn er
fram líða stundir.
Samband er á milli miðlunar peningastefnunnar um
gengis- og vaxtafarvegina
Auk þess að lyfta öllu vaxtarófinu nokkuð hafði vaxtahækkunin í sept-
ember umtalsverð áhrif á gengi krónunnar. Fyrri hluta nóvember var
gengi krónunnar að meðaltali rúmlega 5% hærra en í september. Við
núverandi aðstæður óvenjumikillar ofþenslu í íslenska þjóðarbúskapn-
um og lágra erlendra vaxta er óhjákvæmilegt að miðlun peningastefn-
unnar finni sér farveg að miklu leyti í gegnum breytingar á gengi krón-
unnar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þetta er að ýmsu leyti óæskilegt,
en um leið óhjákvæmilegt. Seðlabankinn hefur lítið vald yfir því með
hvaða hætti miðlun peningastefnunnar á sér stað hverju sinni.
Hinar ýmsu miðlunarleiðir peningastefnunnar, um vaxtarófið,
geng isbreytingar, áhrif á væntingar o.s.frv. eru innbyrðis háðar. T.d.
eru náin tengsl á milli miðlunar peningastefnunnar um gengis- og
vaxta farveginn. Þróun vaxta og gengis frá því í september er dæmi
um það. Vísbendingar eru um að hækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa
að undanförnu stafi m.a. af því að erlendir eigendur íbúðabréfa hafi
séð færi á að innleysa hagnað af íbúðabréfaeign sinni í ljósi þess hve
gengi krónunnar var orðið hátt. Þannig er stýrivaxtabreytingum að
nokkru leyti miðlað til vaxta verðtryggðra langtímaskuldabréfa um
gengisfarveginn.
2
4
6
8
10
12
200520042003200220012000199919981997
Íbúðabréf (HFF 15 0414)
Íbúðabréf (HFF 15 0434)
Spariskírteini (RIKS 15 1001)
Stýrivextir Seðlabankans
%
Mynd IX-1
Stýrivextir og ávöxtunarkrafa
verðtryggðra langtímaskuldabréfa
Vikulegar tölur 8. janúar 1997 - 8. nóvember 2005
Heimild: Seðlabanki Íslands.