Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 42

Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 42 IX Stefnan í peningamálum Vaxtahækkunin í september reyndist áhrifarík Hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,75 prósentur, sem tilkynnt var í Peningamálum 2005/3 í lok september, reyndist áhrifaríkari en marg- ar vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið rúmt ár. Eins og greint var frá í Peningamálum í september hafði bankinn af því áhyggjur að óraunsæjar væntingar um lækkun stýrivaxta fljótlega eftir að þeir næðu hámarki í ár tefðu fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtaróf ið. Þessar væntingar um vaxtastefnuna voru þeim mun bagalegri sem verðbólgu- væntingar færðust í aukana. Til samans fólu þær í sér vís bendingu um að peningastefnuna skorti trúverðugleika í augum markaðsaðila og annarra rýnenda hennar. Þeir virtust vantrúaðir á að Seðlabankinn myndi halda fast við verðbólgumarkmiðið á næstu ár um. Áður en vöxtum var breytt í september voru áhrif aukins aðhalds á vexti verðtryggðra langtímaskuldabréfa enn hverfandi. Til þess að geta gert sér vonir um að peningastefnan hefði áhrif á þann hluta þjóðarbúskaparins þar sem þenslumerkin voru einna skýrust, þ.e.a.s. afar hraðan vöxt einkaneyslu, var mikilvægt að áhrif vaxtabreytinga Seðlabankans næðu til þessara vaxta einnig. Vaxtahækkuninni í sept- ember og ekki síður boðskapnum um áframhaldandi strangt aðhald í peningamálum sem henni fylgdi var ætlað að stuðla að hraðari miðlun stýrivaxta um vaxtarófið. Það virðist hafa tekist. Meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa til tíu ára var í fyrri hluta nóvembermánaðar u.þ.b. 0,85 prósentum hærri en meðalávöxtunarkrafan í september. Þessi hækkun ávöxtunarkröfunnar hefur nú þegar skilað sér í nokkurri hækkun vaxta íbúðalána eftir síðasta útboð Íbúðalánasjóðs. Veruleg vaxtahækkun gæti haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn og almenna eftirspurn er fram líða stundir. Samband er á milli miðlunar peningastefnunnar um gengis- og vaxtafarvegina Auk þess að lyfta öllu vaxtarófinu nokkuð hafði vaxtahækkunin í sept- ember umtalsverð áhrif á gengi krónunnar. Fyrri hluta nóvember var gengi krónunnar að meðaltali rúmlega 5% hærra en í september. Við núverandi aðstæður óvenjumikillar ofþenslu í íslenska þjóðarbúskapn- um og lágra erlendra vaxta er óhjákvæmilegt að miðlun peningastefn- unnar finni sér farveg að miklu leyti í gegnum breytingar á gengi krón- unnar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þetta er að ýmsu leyti óæskilegt, en um leið óhjákvæmilegt. Seðlabankinn hefur lítið vald yfir því með hvaða hætti miðlun peningastefnunnar á sér stað hverju sinni. Hinar ýmsu miðlunarleiðir peningastefnunnar, um vaxtarófið, geng isbreytingar, áhrif á væntingar o.s.frv. eru innbyrðis háðar. T.d. eru náin tengsl á milli miðlunar peningastefnunnar um gengis- og vaxta farveginn. Þróun vaxta og gengis frá því í september er dæmi um það. Vísbendingar eru um að hækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa að undanförnu stafi m.a. af því að erlendir eigendur íbúðabréfa hafi séð færi á að innleysa hagnað af íbúðabréfaeign sinni í ljósi þess hve gengi krónunnar var orðið hátt. Þannig er stýrivaxtabreytingum að nokkru leyti miðlað til vaxta verðtryggðra langtímaskuldabréfa um gengisfarveginn. 2 4 6 8 10 12 200520042003200220012000199919981997 Íbúðabréf (HFF 15 0414) Íbúðabréf (HFF 15 0434) Spariskírteini (RIKS 15 1001) Stýrivextir Seðlabankans % Mynd IX-1 Stýrivextir og ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Vikulegar tölur 8. janúar 1997 - 8. nóvember 2005 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.