Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 43

Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 43 Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum beinir miðlun peningastefnunnar enn frekar um gengisfarveginn Eins og ítarlega er fjallað um í sérstakri grein í þessu hefti Peningamála hefur vaxandi útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krón- um nokkur áhrif á miðlunarferlið. Hún dregur sérstaklega úr áhrifum stýrivaxta á vexti óverðtryggðra skuldabréfa af svipuðum tímalengdum og erlendir aðilar hafa gefið út og þrýstir genginu tímabundið upp. Á móti kemur að hærra gengi felur í sér hvata fyrir fjárfesta, t.d. innlenda lífeyrissjóði, til að festa fé í erlendum verðbréfum eða innleysa hagnað af verðbréfaeign í krónum. Það vinnur til lengri tíma á móti afleiddum gengis- og vaxtaáhrifum útgáfunnar. Að auki ætti hærra gengi smám saman að draga úr eftirspurn eftir erlendu lánsfé, sem einnig vegur á móti áhrifum útgáfunnar. Hærra gengi eykur jafnframt á viðskiptahall- ann, sem stuðlar að lækkun raungengis til langs tíma litið. Reynsla annarra þjóða bendir ekki til þess að skuldabréfaútgáfan auki líkur á snöggum gengisbreytingum... Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nýjung og hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum. Draga má þann lærdóm af reynslu annarra þjóða, t.d. Ný-Sjálendinga, að ekki sé sjálfgefið að þessi útgáfa leiði til meiri óstöðugleika, eins og margir hafa óttast. Meðan skuldabréfin sem erlendir aðilar hafa gefið út hafna í dreifðum eignasöfnum langtímafjárfesta fremur en eignasöfnum í virkri stýringu og hugsanlega fjárfesta sem hafa vanmetið gjaldmiðlaáhættuna, virðist ekki ástæða til að óttast snöggar sveiflur vegna þess að eigendur bréfanna ákveði skyndilega að losa stöður sínar. Skuldabréfaútgáfan stuðlar að dýpri gjaldeyris- og verðbréfamörkuðum og hefur að því leyti jákvæð áhrif á íslenska efnahagsþróun. ...en veldur þó aukinni óvissu um miðlun peningastefnunnar við núverandi aðstæður Þar með er ekki fullvíst að þessi þróun sé að öllu leyti jákvæð eða áhættulaus við núverandi aðstæður. Eins og komið hefur fram er að mörgu leyti óheppilegt í hve ríkum mæli miðlun peningastefnunnar beinist um gengisfarveginn. Það kemur hart niður á útflutningsgrein- um en gerir lítið til að stemma stigu við vexti einkaneyslu, nema síður sé, þar til áhrifanna fer að gæta um allt vaxtarófið. Niðurstaðan er aukinn viðskiptahalli sem krefst áframhaldandi mikils innstreymis fjármagns til að koma í veg fyrir lækkun gengisins. Erlenda skulda- bréfaútgáfan gerir mögulegt að fjármagna stærri halla yfir lengra tímabil en áður. Það gæti gert ís lenska þjóðarbúskapinn berskjaldaðri en ella fyrir breytingum á ytri skil yrðum er fram í sækir. Ef t.d. vextir í Bandaríkjunum og Evrópu hækka veru lega frá því sem nú er gæti það leitt til þess að áhugi erl endra fjárfesta á skuldabréfum í jaðar- gjaldmiðlum dofnaði skyndilega. Slík þróun hef ur áður leitt til snöggra gengisbreytinga og gjaldeyriskreppu þar sem fastgengisstefnu er fylgt. Ef viðskiptahallinn er mjög mikill og að töluverðu leyti fjármagnaður með innstreymi fjármagns sem leiðir af útgáfu erlendra aðila á skulda- bréfum í krónum, sem heldur gengi krón unnar háu lengur en ella, gæti það eitt að drægi úr útgáfunni kallað á hraða aðlögun gengis, jafnvel þótt hinir erlendu eigendur skuldabréfa seldu þau ekki þegar tekur að 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 20052004 HFF 15 0644 HFF 15 0434 HFF 15 0224 HFF 15 0914 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd IX-2 Ávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 11. nóvember 2005 0 2 4 6 8 2005200420032002200120001999 Bretland Evrusvæðið Bandaríkin Heimild: EcoWin. % Mynd IX-3 Stýrivextir á evrusvæði, Bandaríkjunum og Bretlandi Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 11. nóvember 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.