Peningamál - 01.12.2005, Page 44

Peningamál - 01.12.2005, Page 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 44 fjara undan genginu heldur héldu þeim allt til gjalddaga. Gjalddaginn verður í mörgum tilvikum reyndar einmitt þegar fjarað gæti hratt undan genginu. Stefnir í nokkra hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum en veruleg hætta á meiri verðbólgu verði gengisaðlögun hröð Grunnspáin sem kynnt er hér að framan sýnir heldur lægri verðbólgu- feril en spáin sem birt var í septemberhefti Peningamála. Bæði vextir og gengi hafa hækkað frá því sem gengið var út frá í september- spánni, en hvort tveggja dregur úr framleiðsluspennu. Á móti kemur að launakostnaður hækkar meira á spátímabilinu en áður var gert ráð fyrir. Enn vantar því nokkuð á að horfur í verðlagsmálum séu ásætt an legar, jafnvel að því gefnu að gengi krónunnar haldist stöðugt frá spádegi. Hins vegar er augljóst að gengisforsenda spárinnar getur vart stað ist til lengdar. Sögulega hefur raungengi krónunnar aldrei haldist svo hátt nema um skamma hríð. Viðskiptahallinn í ár stefnir í að verða hinn mesti frá upphafi hagmælinga. Þegar dregur úr umsvifum mun því skapast mikill þrýstingur á krónuna. Til að standa á móti honum þarf töluvert mikinn vaxtamun uns innlend eftirspurn hefur leitað jafn vægis og dregið hefur úr viðskiptahallanum. Verðbólguferill með breyti legum vöxtum og gengi, sem einnig eru birtar hér að framan, gefa vísbendingu um eðli vandans sem peningastefnan þarf að glíma við á næstu árum. Hækkun erlendra vaxta gæti haft veruleg áhrif á miðlunarferlið á næstu árum Erlend fjármálaleg skilyrði hafa verið mjög hagstæð undanfarin ár. Það hefur raunar komið sér afar illa fyrir framkvæmd peningastefnunnar á Íslandi, eins og fram kom hér að ofan, þótt til skamms tíma hafi það auðveldað baráttuna við verðbólguna með því að ýta undir gengis- hækkun krónunnar. Líklegt er að töluverð breyting verði þar á næstu árin. Hagvöxtur í heiminum hefur á heildina litið verið að styrkjast og vextir eru þegar farnir að þokast upp á við, þótt enn séu stýrivextir á evrusvæðinu óbreyttir og vaxtaálag lágt. Vaxtamunurinn við útlönd mun því að óbreyttu minnka og þrýstingur á krónuna aukast enn frekar. Vegna þess hve skuldir þjóðarbúsins hafa aukist á undanförn- um árum munu áhrifin á þjóðarbúskapinn verða meiri en áður. Taki skammtímavextir í Evrópu að hækka fljótlega en í smáum skrefum, eins og nú virðist frekar líklegt, gæti það flýtt fyrir miðlun peninga- stefnunnar og leitt til heppilegra samspils vaxta og gengis en nú er til staðar. Síðbúnari og hraðari vaxtahækkunarferill í Evrópu, ásamt hækk- un vaxtaálags og tregara framboði lánsfjár, eftir að tekið er að fjara undan krónunni, gæti hins vegar haft mjög óheppileg áhrif, þ.e.a.s. veikt krónuna enn frekar og ýtt undir verðbólgu og almennt bakslag í efnahagsmálum þegar síst skyldi. Þróun á fasteignamarkaði mun hafa mikil áhrif á framvindu efnahagsmála á næstunni... Verulega hefur hægt á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu und anfarna mánuði og verð sérbýlis lækkaði í október. Á móti hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.