Peningamál - 01.12.2005, Síða 45

Peningamál - 01.12.2005, Síða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 45 íbúðaverð á landsbyggðinni reyndar hækkað meira en áður, en á heild ina litið hefur dregið úr húsnæðisverðbólgunni. Þegar hækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa skilar sér að fullu í vaxtahækkun íbúðalána má búast við að húsnæðismarkaðurinn kólni enn frekar. Til viðbótar hafa bankarnir ýmist formlega eða óformlega lækkað á ný hámarks- veðhlutföll lána sem þeir veita. Hvort tveggja mun sérstaklega kæla markaðinn fyrir stærri eignir, eins og þegar er sýnilegt. Líklegt er að áhrif vaxtabreytinga á húsnæðismarkaðinn verði meiri nú en áður af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi er bilið á milli mark aðs verðs húsnæðis og langtímajafnvægisverðs líklega meira en nokkru sinni fyrr. Í öðru lagi felur afnám hafta það í sér að láns- fjárhæðin takmarkast í fleiri tilvikum en áður af mati á greiðslugetu lántaka fremur en öðrum takmörkunum, svo sem veðrými eignar eða reglum um hámark láns. Því er ekki útilokað að fasteignaverð geti lækkað á næstu árum, en ekki er gert ráð fyrir því að slíkt gerist á spátímanum í þeim dæmum sem rakin hafa verið hér að framan. ...og gjörbreyta samsetningu verðbólgunnar Fyrirsjáanlegt er að verulega muni draga úr árshraða húsnæðisverð- bólgu á næstu mánuðum vegna svokallaðra grunnáhrifa, þ.e.a.s. þeg- ar þeir mánuðir sl. vetur sem húsnæðisliður vísitölunnar hækk aði mest hverfa úr tólf mánaða samanburðinum. Kólni húsnæðismarkaðurinn fyrr en nú er fyrirsjáanlegt mun það hafa veruleg áhrif á verðbólgu- horfur á næstu árum og leiða til enn hraðari hjöðnunar húsnæðis- verðbólgu. Það gerist einkum með tvennum hætti: Í fyrsta lagi mun draga hratt úr verðhækkun eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs, sem undanfarið ár hefur skýrt þorra verðbólgunnar. Í öðru lagi mun lækkun fasteignaverðs draga úr eftirspurn, leiða til minni framleiðsluspennu og því minni verðbólgu. Þessi hjöðnunaráhrif vega á móti áhrifum lækk andi gengis krónunnar á verðbólguna. Hvort húsnæðisliður er með í vísitölunni skiptir ekki meginmáli fyrir framkvæmd peningastefnunnar Seðlabankinn hefur verið gagnrýndur fyrir að taka ekki tillit til þess við ákvarðanir í peningamálum hvernig verðbólgan er saman sett. Bent hefur verið á að verðbólga samkvæmt hinni samræmdu vísitölu neyslu verðs ESB (HICP) hafi verið minni en markmið bankans, enda skýrist verðbólga að mestu leyti af hækkun húsnæðisverðs sem sé öðrum þræði eignaverð og ætti því að liggja utan áhrifasviðs peninga- stefn unnar. Þessi gagnrýni felur í sér grundvallarmisskilning á því hvað ræður vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Stýrivaxtahækkanir Seðla- bank ans beinast ekki gegn liðinni verðbólgu, enda hefur bankinn ekki frekar en aðrir mikil áhrif á það sem liðið er, heldur þeirri verðbólgu sem bankinn sér framundan. Húsnæðisverðbólga liðins tíma hefur hins vegar bæði vísbendingargildi um og áhrif á framtíðarverðbólgu. Aðhald peningastefnunnar hefur aukist töluvert frá septembermánuði... Vaxtahækkunin í september skilaði sér að fullu í hækkun raunstýri- vaxta og miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið hefur miðað tölu- vert áfram, eins og greint var frá í kafla III. Auk þess felst aukið aðhald 1 2 3 4 5 6 7 8 200520042003 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Verðbólguspá 2 ár fram í tímann Verðbólguspá 1 ár fram í tímann Raunstýrivextir miðað við: % Mynd IX-5 Raunstýrivextir 3. janúar 2003 - 11. nóvember 2005 Verðbólguvæntingar almennings til næstu tólf mánaða voru kannaðar um mánaðarmót ágúst og september og um mánaðarmót október og nóvember, fyrra gildi verðbólguspár sérfræðinga á markaði miðar við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006, seinna gildi miðar við verð- bólgu næstu tólf mánuði. Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd IX-6 Raunstýrivextir 8. janúar 1997- 8. nóvember 2005 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Verðbólguálag ríkisbréfa til átta ára Verðbólguálag ríkisbréfa til tveggja ára Verðbólguvæntingar almennings til næstu tólf mánaða voru kannaðar um mánaðarmót ágúst og september og um mánaðarmót október og nóvember, fyrra gildi verðbólguspár sérfræðinga á markaði miðar við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006, seinna gildi miðar við verð- bólgu næstu tólf mánuði. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunstýrivextir miðað við: 0 1 2 3 4 5 6 7 8 200520042003200220012000199919981997 0 2 4 6 8 10 20052003200119991997 20001998 2002 2004 Vísitala neysluverðs Samræmd vísitala neysluverðs 12 mánaða breyting vísitölu (% ) Mynd IX-4 Vísitala neysluverðs og samræmd vísitala neysluverðs Mánaðarlegar tölur janúar 1997 - nóvember 2005 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.