Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 46 Ramma grein IX-1 Gengi krónunnar og vaxtamunur við útlönd Samkvæmt hefðbundnum hagfræðikenningum hafa vaxtahækkanir seðla banka tvenns konar áhrif á gengi gjaldmiðla. Annars vegar bein áhrif vegna þess að aukinn vaxtamunur við útlönd gerir innlend verðbréf álitlegri kost fyrir fjárfesta. Eftirspurn eftir innlendum gjald- miðli eykst og gengi hans styrkist. Hins vegar óbein áhrif sem stafa af því að hærri vextir kunna að leiða til þess að almenningur vænti minni verðbólgu í framtíðinni sem aftur dregur úr væntingum um lækkun gengis í framtíðinni. Meðfylgjandi mynd sýnir mun tólf mánaða vaxta á inn lendu m peningamarkaðsvíxlum og vaxta sambærilegra erlendra verðbréfa annars vegar og gengisvísitölu krónunnar hins vegar frá ársbyrjun 2000. Eins og sjá má hækkuðu millibankavextir hér á landi fram undir lok árs 2001 er vaxtamunurinn varð um 8 prósentur. Á sama tíma lækkaði gengi krónunnar töluvert og náði lágmarki í nóvember 2001. Af hverju lækkaði gengi krón unnar á þessum tíma þrátt fyrir töluverða hækkun vaxta? Auðveldara er að skilja þessa þróun með því að leiðrétta vaxta- muninn fyrir mismunandi verðbólgustigi milli Íslands og útlanda, þ.e. með því að skoða raunvaxtamuninn í stað nafnvaxtamunar. Þá kemur í ljós að þrátt fyrir að nafnvextir hafi hækkað töluvert hér á landi árin 2000 og 2001 vegna stýrivaxtahækkana Seðlabanka Ís lands dugðu vaxtahækkanirnar á þessum tíma ekki til að halda í við vaxandi verðbólgu hér á landi sem varð mun meiri en í helstu viðskiptalöndum. Raunvaxtamunur gagnvart útlönd um minnkaði því á sama tíma og nafnvaxtamunurinn jókst og gengi krónunnar veiktist. Þetta dæmi sýnir að nauðsynlegt er að gera greinarmun á þeim hluta aukins nafnvaxtamunar er felur í sér aukningu raunvaxtamunar og hinum sem endurspeglar aukinn mun á verðbólgu hér á landi og erlendis. Í fyrra tilvikinu eykst eftirspurn eftir innlendum verðbréfum og gengi krónunnar hækkar yfirleitt að öðru óbreyttu, eins og gerst hefur frá ársbyrjun 2004. Á þeim tíma hefur raunvaxtamunurinn vaxið úr u.þ.b. 2½ prósentu í u.þ.b. 5½ prósentu og gengi krón- unnar styrkst um tæplega 16%.1 Í seinna tilvikinu er ávöxtun innlendra verðbréfa vissulega hærri en áður en á móti kemur að meiri verðbólga innanlands eykur líkur á því að gengi krónunnar gefi eftir síðar meir þar sem raun- gengi hækkar að óbreyttu nafngengi og knýr að lokum fram lækkun nafngengis til að leiðrétta samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri. Væntingar um að gengi krónunnar muni lækka síðar meir gera það að verkum að fjárfestar vilja síður eiga krónur til að forðast gengistap síðar. Þeir losa því stöður í innlendum verðbréfum, þrátt fyrir að nafnávöxtun bréfanna hafi aukist, og gengi krónunnar lækkar. Því virðist auðveldara að skilja þróun gengis gjaldmiðla til lengri tíma með því að horfa fremur á raunvaxtamun viðkomandi mynta en nafnvaxtamuninn. Hins vegar er rétt að hafa í huga að afar erfitt hefur reynst að sjá fyrir þróun gengis gjaldmiðla til skemmri tíma og oft á tíðum virðist gengisþróunin litla stoð eiga í þróun undirliggjandi efnahagsstærða.2 Þótt hagfræðingar telji að 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 160 150 140 130 120 110 100 200520042003200220012000 Raunvaxtamunur (vinstri ás) Nafnvaxtamunur (vinstri ás) Heimildir: EcoWin, Seðlabanki Íslands. Vaxtamunur Gengisvísitala Mynd 1 Vextir og gengi febrúar 2000 - október 2005 Í lok mánaðar Gengisvísitala (andhverfur hægri ás) 1. Hér eru raunvextir reiknaðir út frá samtímaverðbólgumismun milli Íslands og helstu viðskiptalanda. 2. Sjá t.d. umfjöllun í rammagreininni „Hvað ræður ákvörðun gengis gjaldmiðla?” í Peningamálum 2001/4, bls. 23-25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.