Peningamál - 01.12.2005, Page 47
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
47
í gengishækkun krónunnar í kjölfar vaxtahækkunarinnar. Væntingar
um þróun stýrivaxta hafa breyst verulega, einkum hjá greiningardeild-
um, og ættu að stuðla að hraðari miðlun peningastefnunnar um
vaxta rófið.
...en verðbólgumarkmiðið krefst enn meira aðhalds
Verðbólgu- og þjóðhagsspárnar og áhættumat sem greint er frá hér
að framan benda til þess að enn þurfi að herða nokkuð aðhaldið í
pen ingamálum til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Afar erfitt er hins
vegar að gera sér grein fyrir því hve háir stýrivextirnir þurfa að verða
til þess að ná markmiðinu. Þótt líklegt sé að gengi krónunnar muni
lækka töluvert á næstu tveimur árum ríkir mikil óvissa um hraða þeirr-
ar breytingar að óbreyttum stýrivöxtum, áhrif stýrivaxtabreytinga á
gengisþróunina og verðlagsáhrif gengislækkunar, meðal annars í ljósi
þess að verðlagsáhrif gengishækkunar undanfarinna mánaða hafa
ekki skilað sér nema að litlu leyti inn í innlent verðlag.
Þetta er óvissa sem Seðlabankinn, fyrirtæki, almenningur og
mark aðsaðilar verða að búa við og henni verður ekki eytt sama hversu
gagnsæ framkvæmd peningastefnunnar er. Seðlabankinn leggur hins
vegar áherslu á að hvernig sem þróunin verður mun bankinn halda
fast við verðbólgumarkmiðið. Eftirgjöf í peningamálum er hefði í för
með sér að verðbólga yrði langtímum saman verulega yfir mark-
miði bankans væri ekki til þess fallin að milda aðlögunarferlið sem
fyrirsjáanlegt er á næstu árum. Ástæða er til að minna á að í landi þar
sem bæði einstaklingar og fyrirtæki eru afar skuldsett og meginhluti
skuldanna er annaðhvort gengis- eða verðtryggður getur of mikill
slaki við peningastjórnina og gengislækkun ásamt verðbólgu sem af
því leiðir ekki síður haft áhrif til samdráttar en háir vextir. Skaðleg áhrif
þessarar leiðar yrðu meiri og gætu orðið langvinn.
Verðstöðugleiki mun eins og fyrr segir að líkindum krefjast
veru legs jákvæðs vaxtamunar milli Íslands og við kiptalandanna á
meðan þjóðarbúskapurinn er að leita jafnvægis í kjölfar yfirstandandi
ofþensluskeiðs. Hversu mikill hann þarf að vera ræðst þó að miklu leyti
af því hve vel tekst að halda verðbólgu og verð bólguvæntingum í skefj-
um. Eins og fram kemur í rammagrein IX-1 er það raunvaxtamunur
fremur en nafnvaxtamunur sem hefur áhrif á gengi krónunnar. Þetta
undirstrikar hve mikilvægt er að viðhalda nægu aðhaldi uns dregið
hefur úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.
ofangreindar kenningar byggi á innsæi sem gefi rétta mynd af þeim
öflum sem hafa áhrif á gengi gjaldmiðla sýnir myndin einnig að fleiri
þættir hafa áhrif á gengið og stundum er gengisþróunin gagnstæð
því sem einfaldar hagfræðikenningar spá fyrir um. Þetta sést t.d. á
gengisþróun ársins 2000 en þá lækkaði gengi krónunnar nokkuð
þrátt fyrir talsverða hækkun raunvaxta á sama tíma. Innstreymi
fjármagns vegna fjárfestingar og sveiflur í almennri tiltrú fjárfesta
á stöðugleika gengisins hafa einnig sín áhrif. Slíkar sveiflur geta
meðal annars valdið því að raunvextir hækka á sama tíma og gengi
gjaldmiðils veikist.