Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 47 í gengishækkun krónunnar í kjölfar vaxtahækkunarinnar. Væntingar um þróun stýrivaxta hafa breyst verulega, einkum hjá greiningardeild- um, og ættu að stuðla að hraðari miðlun peningastefnunnar um vaxta rófið. ...en verðbólgumarkmiðið krefst enn meira aðhalds Verðbólgu- og þjóðhagsspárnar og áhættumat sem greint er frá hér að framan benda til þess að enn þurfi að herða nokkuð aðhaldið í pen ingamálum til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Afar erfitt er hins vegar að gera sér grein fyrir því hve háir stýrivextirnir þurfa að verða til þess að ná markmiðinu. Þótt líklegt sé að gengi krónunnar muni lækka töluvert á næstu tveimur árum ríkir mikil óvissa um hraða þeirr- ar breytingar að óbreyttum stýrivöxtum, áhrif stýrivaxtabreytinga á gengisþróunina og verðlagsáhrif gengislækkunar, meðal annars í ljósi þess að verðlagsáhrif gengishækkunar undanfarinna mánaða hafa ekki skilað sér nema að litlu leyti inn í innlent verðlag. Þetta er óvissa sem Seðlabankinn, fyrirtæki, almenningur og mark aðsaðilar verða að búa við og henni verður ekki eytt sama hversu gagnsæ framkvæmd peningastefnunnar er. Seðlabankinn leggur hins vegar áherslu á að hvernig sem þróunin verður mun bankinn halda fast við verðbólgumarkmiðið. Eftirgjöf í peningamálum er hefði í för með sér að verðbólga yrði langtímum saman verulega yfir mark- miði bankans væri ekki til þess fallin að milda aðlögunarferlið sem fyrirsjáanlegt er á næstu árum. Ástæða er til að minna á að í landi þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki eru afar skuldsett og meginhluti skuldanna er annaðhvort gengis- eða verðtryggður getur of mikill slaki við peningastjórnina og gengislækkun ásamt verðbólgu sem af því leiðir ekki síður haft áhrif til samdráttar en háir vextir. Skaðleg áhrif þessarar leiðar yrðu meiri og gætu orðið langvinn. Verðstöðugleiki mun eins og fyrr segir að líkindum krefjast veru legs jákvæðs vaxtamunar milli Íslands og við kiptalandanna á meðan þjóðarbúskapurinn er að leita jafnvægis í kjölfar yfirstandandi ofþensluskeiðs. Hversu mikill hann þarf að vera ræðst þó að miklu leyti af því hve vel tekst að halda verðbólgu og verð bólguvæntingum í skefj- um. Eins og fram kemur í rammagrein IX-1 er það raunvaxtamunur fremur en nafnvaxtamunur sem hefur áhrif á gengi krónunnar. Þetta undirstrikar hve mikilvægt er að viðhalda nægu aðhaldi uns dregið hefur úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. ofangreindar kenningar byggi á innsæi sem gefi rétta mynd af þeim öflum sem hafa áhrif á gengi gjaldmiðla sýnir myndin einnig að fleiri þættir hafa áhrif á gengið og stundum er gengisþróunin gagnstæð því sem einfaldar hagfræðikenningar spá fyrir um. Þetta sést t.d. á gengisþróun ársins 2000 en þá lækkaði gengi krónunnar nokkuð þrátt fyrir talsverða hækkun raunvaxta á sama tíma. Innstreymi fjármagns vegna fjárfestingar og sveiflur í almennri tiltrú fjárfesta á stöðugleika gengisins hafa einnig sín áhrif. Slíkar sveiflur geta meðal annars valdið því að raunvextir hækka á sama tíma og gengi gjaldmiðils veikist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.