Peningamál - 01.12.2005, Page 69

Peningamál - 01.12.2005, Page 69
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 69 Áhrif á vexti og viðskiptahalla Starfsmenn Seðlabanka Nýja-Sjálands leggja áherslu á að hentugt sé að skoða útgáfu erlendra skuldabréfa sem lið í aukinni samþættingu alþjóðlegra fjármálamarkaða. Við aðstæður þar sem mikil innlend eft- irspurn eftir lánsfé hefur skapað ójafnvægi á milli innlends sparnaðar og fjármunamyndunar, hækki vextir umfram almennt heimsmarkaðs- vaxtastig sem gerir hagkerfi nu kleift að halda áfram fjárfestingum sín- um með erlendri lántöku. Viðskiptahallinn, þ.e. mismunurinn á inn lend- um sparnaði og fjárfestingum, sé því fjármagnaður með innstreymi erlends sparnaðar sem er laðaður inn til landsins með hærri vöxtum en bjóðast erlendis. Útgáfa erlendra skuldabréfa í nýsjálenskum dölum eykur framboð á lánsfé innanlands16 en það leiðir til lækkunar vaxta þar sem framboð og eftirspurn eftir lánsfé geta mæst við lægra vaxtastig en ella, sjá mynd 5. Þessi þrýstingur á lækkun innlendra vaxta hvetur til aukinnar fjármunamyndunar sem aftur eykur viðskiptahallann við útlönd þar sem bilið á milli innlends sparnaðar og fjárfestingar eykst enn frekar. Í fjarveru útgáfunnar yrði að mæta aukinni eftirspurn eftir lánsfé innanlands með auknum sparnaði landsmanna en slíkt kallar á hærri vexti. Slík hækkun vaxta myndi auka sparnað innanlands og draga úr viðskiptahallanum. Áhrif útgáfunnar eru því lækkun vaxta sem gerir innlendri út lána- aukningu og fjármunamyndun kleift að vaxa í lengri tíma en ella. Til lengri tíma er hins vegar líklegt að hægi á í efnahagslífi nu og viðskipta- jöfnuður leiti jafnvægis. Þrýstingur útgáfunnar til lækkunar vaxta getur ekki, fremur en peningastefna, stuðlað að stöðugum hagvexti umfram framleiðslugetu til langs tíma.17 Áhrif á gengi Við fyrstu sýn má ætla að útgáfa af þessu tagi styrki gengi innlenda gjaldmiðilsins við útgáfu og veiki það þegar nær dregur enda líftímans. Engu að síðar hefur víðtækum rannsóknum hagfræðinga Seðlabanka Nýja-Sjálands ekki tekist að sýna fram á veruleg áhrif, hvorki við út- gáfu né gjalddaga. Þeir telja því að slík áhrif hljóti að vera ýmist smá, skammvinn eða verðlögð inni í ferlinu löngu áður en kemur að gjald- daga, í takt við kenningar um framsýnar væntingar. Tafla 3 Samanburður á erlendri skuldabréfaútgáfu í gjaldmiðlum Nýja-Sjálands og Íslands Nýja-Sjáland Ísland Útistandandi erlend skuldabréf í 1958,5 ma.kr. eða 114,75 ma.kr. eða nóvember 2005 um 30% af VLF um 13% af VLF Meðallíftími bréfa1 tæp 4 ár 1,7 ár Útgáfa hófst árið 1985 2005 1. Líftími bréfanna hefur lengst á milli bylgnanna þriggja og er líftími Eurokiwi-bréfanna í nýjustu bylgjunni að meðaltali tæp fimm ár. Uridashi-bréfin eru hins vegar nær öll með tveggja til þriggja ára líftíma. Heimildir: Drage o.fl. (2005), Reserve Bank of New Zealand (2005b). 16. Erlend skuldabréfaútgáfa kemur þó ekki fram sem aukið innstreymi fjármagns í þjóðhags- reikningum heldur sem vörn. Færslurnar, sem koma fram þar, eru í fl estum tilvikum erlend lántaka nýsjálensks banka. Það breytir ekki því að tiltækt framboð fjármagns eykst. 17. Í grein Þórarins G. Péturssonar (2001a) er gerð grein fyrir áhrifaleysi peningastefnu á raun- stærðir til langs tíma. Mynd 5 Framboð og eftirspurn eftir fjármagni í nýsjálenskum dölum Verð fjármagns í Nýja-Sjálandsdölum Innlent fjármagnQ0 Q1 Q2 E1 E2 F1 F2 E1 til E2: Aukin eftirspurn eftir fjármagni í Nýja-Sjálandsdölum t.d. vegna húsnæðisverðsþróunar. F1 til F2: Framboð fjármagns eykst þegar erlendir fjárfestar fá aðgang að fjármagnsmarkaði í Nýja-Sjálandsdölum. Heimild: Drage, o.fl. (2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.