Peningamál - 01.12.2005, Page 71

Peningamál - 01.12.2005, Page 71
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 71 Áhrif útgáfunnar á fjármálamarkað Víkur þá sögunni aftur til Íslands. Íslenskur fjármálamarkaður hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum tveimur áratugum samfara auknu frjálsræði í viðskiptum, bættri umgjörð peninga- og fjármálastjórnar og aukinni samþættingu íslensks viðskiptalífs við umheiminn. Nú er gengi krónunnar, vextir og verð verðbréfa ákvarðað á virkum mörkuðum. Mikilvægir undirmarkaðir hafa efl st með aukinni veltu, tilkomu öfl - ugri fjármálastofnana og þátttöku erlendra aðila. Íslenskur fjármála- markaður er engu að síður enn tiltölulega óþroskaður í samanburði við markaði þróaðra ríkja beggja vegna Atlantshafsins því að þótt veltan hafi aukist er hún enn takmörkuð, þátttakendur fáir og ýmsar fjármála- afurðir eru lítt nýttar.20 Hvaða áhrif hefur erlend útgáfa skuldabréfa í krónum haft á íslenskan fjármálamarkað? Hver eru líkleg áhrif til lengri tíma litið? Byrjum á að skoða nokkra undirmarkaði. Millibankamarkaður með krónur Skipulagður millibankamarkaður með krónur hefur starfað í núverandi mynd frá því árið 1998. Markaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki við lausafjárstýringu banka og sparisjóða og í almennri vaxtamyndun á peningamarkaði. Fjármálastofnanir, sem eiga aðild að markaðnum, geta látið frá sér eða orðið sér úti um fjármagn á markaðnum. Vext ir á millibankamarkaði gefa því til kynna hver lausafjárstaðan er á mark- aðn um því að vextir eru háir ef skortur er á lausafé en lágir ef gnótt lausafjár er til staðar. Daglána- og viðskiptareikningsvextir Seðlabank- ans mynda nokkurs konar þak og gólf millibankavaxtanna og því segir staða vaxtaferilsins innan þess bils einnig til um stöðu lausafjár á markaðnum. Vextir á millibankamarkaði eru einnig mikilvægir við verðlagningu ýmissa fjármálaafurða, svo sem í afl eiðuviðskiptum, og eru því lykilliðir í vaxtamyndun á fjármálamarkaði (sjá Halldór Svein Kristinsson, 2002). Þessu fylgir að markaðurinn er mikilvægur farvegur í miðlun ar- ferli peningastefnunnar. Hækkun stýrivaxta skilar sér yfi rleitt nær sam- stundis út í vexti á millibankamarkað fyrir krónur þar sem viðskipti með skammtímaverðbréf fara fram en lengstu vextirnir þar eru til tólf mán- aða (sjá Þórarin G. Pétursson, 2001a). Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum getur haft áhrif til lækkunar vaxta á millibankamarkaði og því unnið gegn því að áhrif stýrivaxta- hækkana Seðlabankans skili sér á peningamarkaði. Ein af mögulegum mótstöðum íslenskra banka í stuttum skiptasamningum við útgefendur erlendra skuldabréfa í krónum er að lána krónurnar inn á millibanka- markað til svipaðs tíma og líftími bréfanna er. Áhrif útgáfunnar ættu því að helst að birtast á lengri enda vaxtarófsins á millibankamarkaði. Á mynd 8 er tímaróf millibankamarkaðsvaxta áður en útgáfan hófst borin saman við rófi ð rúmri viku áður en tilkynnt var um stýrivaxta- 20. Í viðauka við síðustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2005 Article IV Consultation) var bankakerfið og hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi borinn saman við önnur norræn lönd. Í greiningu sjóðsins kom fram að íslenskir bankar séu þokkalega vel þróaðir en hlutabréfamarkaðurinn sé hins vegar afar vanþróaður í samanburði við önnur norræn lönd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skip- ar Ísland því í flokk bankakerfishagkerfa en t.d. Danmörk og Svíþjóð eru markaðshagkerfi því að þar er fjármögnun fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mun auðveldari (sjá Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn, 2005c). 0 400 800 1.200 1.600 20052004200320022001200019991998 Mynd 6 Velta á millibankamarkaði með krónur 1998-20051 1. Gildi fyrir 2005 er til og með 14. nóvember. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. 0 40 80 120 160 200 240 280 Skuldabréfaútgáfa Gjaldeyrismarkaður Krónumarkaður NóvemberOktóberSeptemberÁgúst Mynd 7 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og velta á millibankamörkuðum með krónur og gjaldeyri1 Ma.kr. 1. Upplýsingar til og með 11. nóvember. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. 9,50 9,75 10,00 10,25 10,50 10,75 Mynd 8 Tímaróf millibankamarkaðsvaxta Heimild: Seðlabanki Íslands. 20. september 21. nóvember 23. ágúst s o n d j f m a m j j á s o
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.