Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 71
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA
Í KRÓNUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
71
Áhrif útgáfunnar á fjármálamarkað
Víkur þá sögunni aftur til Íslands. Íslenskur fjármálamarkaður hefur
tekið stakkaskiptum á undanförnum tveimur áratugum samfara auknu
frjálsræði í viðskiptum, bættri umgjörð peninga- og fjármálastjórnar og
aukinni samþættingu íslensks viðskiptalífs við umheiminn. Nú er gengi
krónunnar, vextir og verð verðbréfa ákvarðað á virkum mörkuðum.
Mikilvægir undirmarkaðir hafa efl st með aukinni veltu, tilkomu öfl -
ugri fjármálastofnana og þátttöku erlendra aðila. Íslenskur fjármála-
markaður er engu að síður enn tiltölulega óþroskaður í samanburði við
markaði þróaðra ríkja beggja vegna Atlantshafsins því að þótt veltan
hafi aukist er hún enn takmörkuð, þátttakendur fáir og ýmsar fjármála-
afurðir eru lítt nýttar.20 Hvaða áhrif hefur erlend útgáfa skuldabréfa í
krónum haft á íslenskan fjármálamarkað? Hver eru líkleg áhrif til lengri
tíma litið? Byrjum á að skoða nokkra undirmarkaði.
Millibankamarkaður með krónur
Skipulagður millibankamarkaður með krónur hefur starfað í núverandi
mynd frá því árið 1998. Markaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki við
lausafjárstýringu banka og sparisjóða og í almennri vaxtamyndun á
peningamarkaði. Fjármálastofnanir, sem eiga aðild að markaðnum,
geta látið frá sér eða orðið sér úti um fjármagn á markaðnum. Vext ir
á millibankamarkaði gefa því til kynna hver lausafjárstaðan er á mark-
aðn um því að vextir eru háir ef skortur er á lausafé en lágir ef gnótt
lausafjár er til staðar. Daglána- og viðskiptareikningsvextir Seðlabank-
ans mynda nokkurs konar þak og gólf millibankavaxtanna og því
segir staða vaxtaferilsins innan þess bils einnig til um stöðu lausafjár
á markaðnum. Vextir á millibankamarkaði eru einnig mikilvægir við
verðlagningu ýmissa fjármálaafurða, svo sem í afl eiðuviðskiptum, og
eru því lykilliðir í vaxtamyndun á fjármálamarkaði (sjá Halldór Svein
Kristinsson, 2002).
Þessu fylgir að markaðurinn er mikilvægur farvegur í miðlun ar-
ferli peningastefnunnar. Hækkun stýrivaxta skilar sér yfi rleitt nær sam-
stundis út í vexti á millibankamarkað fyrir krónur þar sem viðskipti með
skammtímaverðbréf fara fram en lengstu vextirnir þar eru til tólf mán-
aða (sjá Þórarin G. Pétursson, 2001a).
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum getur haft áhrif til lækkunar
vaxta á millibankamarkaði og því unnið gegn því að áhrif stýrivaxta-
hækkana Seðlabankans skili sér á peningamarkaði. Ein af mögulegum
mótstöðum íslenskra banka í stuttum skiptasamningum við útgefendur
erlendra skuldabréfa í krónum er að lána krónurnar inn á millibanka-
markað til svipaðs tíma og líftími bréfanna er. Áhrif útgáfunnar ættu
því að helst að birtast á lengri enda vaxtarófsins á millibankamarkaði.
Á mynd 8 er tímaróf millibankamarkaðsvaxta áður en útgáfan
hófst borin saman við rófi ð rúmri viku áður en tilkynnt var um stýrivaxta-
20. Í viðauka við síðustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í íslenskum
efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2005 Article IV Consultation) var bankakerfið og
hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi borinn saman við önnur norræn lönd. Í greiningu sjóðsins
kom fram að íslenskir bankar séu þokkalega vel þróaðir en hlutabréfamarkaðurinn sé hins
vegar afar vanþróaður í samanburði við önnur norræn lönd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skip-
ar Ísland því í flokk bankakerfishagkerfa en t.d. Danmörk og Svíþjóð eru markaðshagkerfi
því að þar er fjármögnun fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mun auðveldari (sjá Alþjóða gjald-
eyrissjóðurinn, 2005c).
0
400
800
1.200
1.600
20052004200320022001200019991998
Mynd 6
Velta á millibankamarkaði
með krónur 1998-20051
1. Gildi fyrir 2005 er til og með 14. nóvember.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Ma.kr.
0
40
80
120
160
200
240
280
Skuldabréfaútgáfa
Gjaldeyrismarkaður
Krónumarkaður
NóvemberOktóberSeptemberÁgúst
Mynd 7
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og velta
á millibankamörkuðum með
krónur og gjaldeyri1
Ma.kr.
1. Upplýsingar til og með 11. nóvember.
Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands.
9,50
9,75
10,00
10,25
10,50
10,75
Mynd 8
Tímaróf millibankamarkaðsvaxta
Heimild: Seðlabanki Íslands.
20. september
21. nóvember
23. ágúst
s o n d j f m a m j j á s o