Peningamál - 01.12.2005, Page 72

Peningamál - 01.12.2005, Page 72
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 72 hækkun Seðlabankans í lok september og tímarófi ð 21. nóvember. Ljóst er að tímarófi ð hefur breytt um lögun frá því að erlenda skulda- bréfaútgáfan hófst. Þrátt fyrir væntingar um frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans eru lengri vextir á millibankamarkaði niðurhallandi og á tímarófi nu frá 21. nóvember eru vextir á lengri endanum lægri en á þeim stutta. Þetta eru skýr merki um gnótt lausafjár á markaðnum og innstreymi króna í tengslum við útgáfuna er mjög líkleg skýring á þessu. Á myndum 6 og 7 má sjá að velta á millibankamarkaði með krónur hefur aukist til muna frá því að útgáfa erlendra skuldabréfa í krónum hófst í lok ágúst. Erlenda skuldabréfaútgáfan hefur því að þessu leyti aukið dýpt millibankamarkaðarins eins og fjallað er um í kafl anum Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans í þessari útgáfu Peningamála. Skuldabréfamarkaður Skuldabréfamarkaðurinn er stærsti undirmarkaður íslensks fjármála- markaðar og hefur stærð hans aukist verulega á síðustu árum. Ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar sækja lánsfjármögnun á þenn- an markað. Markaðsvirði skuldabréfa og víxla var um 953 ma.kr í lok síðasta árs og veltan á markaðnum var um 1500 ma.kr. á síðasta ári en vægi íbúða-, hús- og húsnæðisbréfa var um tveir þriðjuhlutar, sjá töfl u 4. Erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum hefur aukið eftir- spurn alþjóðlegra verðbréfafyrirtækja, sem hafa milligöngu um út gáf - una, eftir skiptasamningum við íslenska viðskiptabanka sem breyta krónu skuldbindingum útgefandans í erlenda fl otvexti. Meðal mögu- legra mótstaðna íslenskra banka í skiptasamningum eru fjárfestingar í innlendum óverðtryggðum skuldabréfum með svipaðan líftíma á inn- lendum markaði. Líftími erlendu skuldabréfanna er í fl estum tilfellum eitt til tvö ár og því er ljóst að ríkisbréfi n eru einu skuldabréfi n á inn- lendum markaði með álíka líftíma. Ríkisbréf eru óverðtryggð skuldabréf gefi n út af Lánasýslu ríkisins fyrir hönd ríkissjóðs og nú eru þrír fl okkar ríkisbréfa skráðir í Kauphöll Íslands, RIKB07, RIKB10 og RIKB13. Stærð þessara ríkisbréfs fl okka er smá í samanburði við umfang erlendu skuldabréfaútgáfunnar og því ljóst að bréfi n veita einungis mótstöðu fyrir lítinn hluta útgáf- unnar. Áhrif erlendu útgáfunnar og meðfylgjandi skiptasamninga birt- 2000 2001 2002 2003 2004 Bankavíxlar 40,1 32,2 69,9 51,4 43,1 Hlutabréf 198,8 138,3 321,3 553,6 721,4 Húsbréf 132,1 218,8 319,2 506,5 366,8 Íbúða- og húsnæðisbréf 42,4 87,1 110,7 143,1 602,1 Ríkisbréf 25,3 108,0 133,2 149,8 269,1 Ríkisvíxlar 34,3 32,5 48,4 79,8 84,5 Spariskírteini 48,3 122,6 103,4 78,3 107,7 Samtals 521,4 739,6 1106,3 1562,4 2194,7 Heimild: Lánasýsla ríkisins (2005). Tafla 4 Velta í Kauphöll Íslands í ma.kr. 0 10 20 30 40 50 60 Skuldabréfaútgáfa Velta ríkisbréfa NóvemberOktóberSeptemberÁgúst Mynd 9 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og velta ríkisbréfa ágúst-nóvember 20051 Ma.kr. 1. Upplýsingar til og með 14. nóvember. Heimildir: Kauphöll Íslands, Reuters, Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 20 RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 OktóberSeptemberÁgúst Mynd 10 Velta ríkisbréfa eftir flokkum ágúst 2005 - október 2005 Ma.kr. Heimildir: Kauphöll Íslands, Reuters. 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 Stýrivextir RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 RIKB 07 0209 Nóv.Okt.Sept.ÁgústJúlí Mynd 11 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa og stýrivextir júlí-nóvember 20051 1. Upplýsingar til og með 11. nóvember. Heimild: Seðlabanki Íslands. %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.