Peningamál - 01.12.2005, Síða 72
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA
Í KRÓNUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
72
hækkun Seðlabankans í lok september og tímarófi ð 21. nóvember.
Ljóst er að tímarófi ð hefur breytt um lögun frá því að erlenda skulda-
bréfaútgáfan hófst. Þrátt fyrir væntingar um frekari stýrivaxtahækkanir
Seðlabankans eru lengri vextir á millibankamarkaði niðurhallandi og
á tímarófi nu frá 21. nóvember eru vextir á lengri endanum lægri en
á þeim stutta. Þetta eru skýr merki um gnótt lausafjár á markaðnum
og innstreymi króna í tengslum við útgáfuna er mjög líkleg skýring á
þessu.
Á myndum 6 og 7 má sjá að velta á millibankamarkaði með
krónur hefur aukist til muna frá því að útgáfa erlendra skuldabréfa
í krónum hófst í lok ágúst. Erlenda skuldabréfaútgáfan hefur því að
þessu leyti aukið dýpt millibankamarkaðarins eins og fjallað er um í
kafl anum Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans í þessari útgáfu
Peningamála.
Skuldabréfamarkaður
Skuldabréfamarkaðurinn er stærsti undirmarkaður íslensks fjármála-
markaðar og hefur stærð hans aukist verulega á síðustu árum. Ríki,
sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar sækja lánsfjármögnun á þenn-
an markað. Markaðsvirði skuldabréfa og víxla var um 953 ma.kr í lok
síðasta árs og veltan á markaðnum var um 1500 ma.kr. á síðasta ári
en vægi íbúða-, hús- og húsnæðisbréfa var um tveir þriðjuhlutar, sjá
töfl u 4.
Erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum hefur aukið eftir-
spurn alþjóðlegra verðbréfafyrirtækja, sem hafa milligöngu um út gáf -
una, eftir skiptasamningum við íslenska viðskiptabanka sem breyta
krónu skuldbindingum útgefandans í erlenda fl otvexti. Meðal mögu-
legra mótstaðna íslenskra banka í skiptasamningum eru fjárfestingar í
innlendum óverðtryggðum skuldabréfum með svipaðan líftíma á inn-
lendum markaði. Líftími erlendu skuldabréfanna er í fl estum tilfellum
eitt til tvö ár og því er ljóst að ríkisbréfi n eru einu skuldabréfi n á inn-
lendum markaði með álíka líftíma.
Ríkisbréf eru óverðtryggð skuldabréf gefi n út af Lánasýslu ríkisins
fyrir hönd ríkissjóðs og nú eru þrír fl okkar ríkisbréfa skráðir í Kauphöll
Íslands, RIKB07, RIKB10 og RIKB13. Stærð þessara ríkisbréfs fl okka
er smá í samanburði við umfang erlendu skuldabréfaútgáfunnar og
því ljóst að bréfi n veita einungis mótstöðu fyrir lítinn hluta útgáf-
unnar. Áhrif erlendu útgáfunnar og meðfylgjandi skiptasamninga birt-
2000 2001 2002 2003 2004
Bankavíxlar 40,1 32,2 69,9 51,4 43,1
Hlutabréf 198,8 138,3 321,3 553,6 721,4
Húsbréf 132,1 218,8 319,2 506,5 366,8
Íbúða- og húsnæðisbréf 42,4 87,1 110,7 143,1 602,1
Ríkisbréf 25,3 108,0 133,2 149,8 269,1
Ríkisvíxlar 34,3 32,5 48,4 79,8 84,5
Spariskírteini 48,3 122,6 103,4 78,3 107,7
Samtals 521,4 739,6 1106,3 1562,4 2194,7
Heimild: Lánasýsla ríkisins (2005).
Tafla 4 Velta í Kauphöll Íslands í ma.kr.
0
10
20
30
40
50
60
Skuldabréfaútgáfa
Velta ríkisbréfa
NóvemberOktóberSeptemberÁgúst
Mynd 9
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og
velta ríkisbréfa ágúst-nóvember 20051
Ma.kr.
1. Upplýsingar til og með 14. nóvember.
Heimildir: Kauphöll Íslands, Reuters, Seðlabanki Íslands.
0
5
10
15
20
RIKB 07 0209
RIKB 10 0317
RIKB 13 0517
OktóberSeptemberÁgúst
Mynd 10
Velta ríkisbréfa eftir flokkum
ágúst 2005 - október 2005
Ma.kr.
Heimildir: Kauphöll Íslands, Reuters.
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
10,0
10,5
Stýrivextir
RIKB 13 0517
RIKB 10 0317
RIKB 07 0209
Nóv.Okt.Sept.ÁgústJúlí
Mynd 11
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa
og stýrivextir júlí-nóvember 20051
1. Upplýsingar til og með 11. nóvember.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%