Peningamál - 01.12.2005, Page 76

Peningamál - 01.12.2005, Page 76
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 76 fram á að ekkert gengislíkan hagfræðinga gæti spáð betur en sú ein- falda tilgáta að núverandi gengi gjaldmiðils sé besta spáin um gengi hans í framtíðinni. Þrátt fyrir mikla elju hefur hagfræðingum ekki tekist að breyta þessari niðurstöðu. Eignaverðsnálgunin Samkvæmt eignaverðsnálguninni (e. asset price approach to the ex- change rate) á verð (þ.e. gengi) krónunnar að endurspegla væntingar markaðsaðila um framtíðararðsemi þess að hafa eignir sínar í krónum miðað við að hafa þær í öðrum gjaldmiðli. Þær væntingar ráðast fyrst og fremst af vaxtamuninum á milli Íslands og útlanda að teknu tilliti til áhættuálags og væntanlegra gengisbreytinga. Ef væntingar markaðsaðila eru framsýnar ræðst gengisþróunin bæði af stærð vaxtamunarins við útlönd sem og væntingum um hversu lengi hann verður fyrir hendi. Ef markaðsaðilar miða hins vegar við óbreytt gengi í ljósi niðurstöðu Meese og Rogoff þá mun formerki vaxta munarins skipta mestu máli og þeir munu fjárfesta í eignum í krón - um eins lengi og vaxtamunurinn er jákvæður, sjá mynd 16. Sé þetta tilfellið munu skammtímavextir fá aukið vægi við ákvörðun geng is krón- unnar samanborið við framsýnar væntingar. Gengi krónunnar og peningastefna Seðlabankans Ef skammtímavextir skipta sköpum fyrir gengisþróunina vaknar spurn- ingin: Hvað ræður skammtímavöxtum? Ljóst er að peningastefna get- ur haft veruleg áhrif á skammtímavexti og ef peningalegt aðhald er misjafnt á milli Íslands og annarra landa verður munur á milli skamm- tímavaxta. Slíkt hvetur til þess að fjárfestar færi fjárfestingar sínar yfi r í þann gjaldmiðil sem ber hærri vexti og þeir munu halda því áfram þangað til högnunartækifærið hverfur. Ef markaðsaðilar eru sannfærðir um að Seðlabankinn muni halda skammtímavöxtum háum aðlagast vextirnir ekki þegar fjárfestar fjárfesta í verðbréfum í krónum. Aðlög- unin að óvarða vaxtajafnvæginu verður því að eiga sér stað í gegnum breytingar á gengi. Gengisþróun krónunnar er því mjög háð væntingum markaðsað- ila til þróunar skammtímavaxta á Íslandi og erlendis. Þær vænt ingar ráðast aftur af væntingum þeirra til verðbólguþróunarinnar hér og erlendis þar sem aðhaldsstig peningastefnunnar ræðst af henni. Sögu- legt aðhaldsleysi peningastefnunnar víða um heim síðastliðin tvö ár á sama tíma og innlend eftirspurn hefur vaxið gífurlega og neytt Seðla- bankann til að hækka stýrivexti sína hefur styrkt gengi krónunnar nær sleitu laust. Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum, sem eykur eftirspurn eftir krónum við útgáfu, og sterkar yfi rlýsingar Seðlabankans um strangt peningalegt aðhald innanlands og lengur en væntingar standa til, hafa styrkt þessa gengisþróun krónunnar. Erfi tt er að segja til um hversu mikinn þátt erlenda skuldabréfaútgáfan á í þessari styrkingu krón unnar. Mikilvægt er að átta sig á því að þó að munur á skammtímavöxt- um á milli Íslands og annarra landa sé mikilvægur drifkraftur gengisins og peningastefna Seðlabanka Ísland hafi mikil áhrif á þennan vaxta- mun þá þýðir það ekki að Seðlabankinn geti stjórnað gengi íslensku krón unnar. Peningastefna Seðlabankans ræðst af undirliggjandi verð- 110 108 106 104 102 100 98 96 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Nóv.Okt.Sept.Ágúst Tilkynnt umfang erlendrar skuldabréfaútgáfu (hægri ás) Meðalgengi (andhverfur vinstri ás) Mynd 17 Meðalgengi og tilkynningar um erlenda skuldabréfaútgáfu Daglegar tölur 24. ágúst - 14. nóvember 2005 31. desember 1991=100 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.