Peningamál - 01.12.2005, Page 86

Peningamál - 01.12.2005, Page 86
L ÍFEYRISS JÓÐIR – FRAMTÍÐARHORFUR OG ÓVISSUÞÆTTIR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 86 anna léttvægur samanborið við erfi ðleikana sem steðja að lífeyriskerf- um fl estra ríkra landa. Segja má að Íslendingar hafi leyst lífeyrismálin með skyldu- sparn aði. Frá 1990 til 2004 nam hann 10% af atvinnutekjum fl estra landsmanna en iðgjaldið hefur nú víða verið hækkað um 1 eða 2% af launum. Einnig hefur mótframlag atvinnurekenda til viðbótarlífeyris- sparnaðar verið hækkað í 2% að því tilskildu að launþegi greiði líka 2% í slíkan sparnað svo að vænta má að fl estir muni taka þátt í honum. Athygli vekur að þrátt fyrir allan peningasparnað lífeyrissjóðakerfi sins er þjóðhagslegur sparnaður Íslendinga lágur samanborið við aðrar þjóðir. Nokkuð almenn sátt virðist ríkja um fyrirkomulag lífeyrismála á Íslandi og við hrósum happi að hafa valið aðra leið en þau lönd sem við líkjumst mest í lífsgæðum. Helstu óánægjuefni hafa verið að fólk hefur ekki frelsi um val á lífeyrissjóði og bág kjör margra núverandi lífeyrisþega sem eiga lítil réttindi. Meginviðfangsefni greinarinnar er fjármagn lífeyrissjóðanna og þróun þess. Við byrjum á að lýsa stöðu sjóðanna og nokkrum söguleg- um atriðum og sýnum síðan áætlun um stærð þeirra 20 ár fram á við. Afkoma söfnunarsjóða ræðst bæði af lýðfræðilegum og efnahagslegum þáttum. Ákvarðanir um iðgjöld og lífeyri styðjast við spár um þá þætti marga áratugi fram í tímann. Við sýnum dæmi um áhrif sumra þeirra og fjöllum um óvissu um þá og áhrif hennar á rekstur sjóðanna. Núverandi staða lífeyrissjóða Meginhlutverk lífeyrissjóða er að tryggja félagsmönnum viðunandi tekjur eftir að þeir láta af störfum vegna aldurs. Sjóðirnir greiða einnig maka-, barna- og örorkubætur. Í alþjóðlegum skrifum um lífeyrismál er algengt að tala um þrjár stoðir lífeyriskerfi s. Sú fyrsta er greiðslur frá opinberum stofnunum, hér Tryggingastofnun ríkisins, kostuð af skatt- fé, og er slíkt greiðslufyrirkomulag venjulega nefnt gegnumstreymi í lífeyrissjóðafræðum. Önnur stoðin er söfnunarsjóðir með skylduaðild og þriðja stoðin söfnunarsjóðir með frjálsri þátttöku. Á Íslandi er lífeyrissjóðum með skylduaðild ætlað að verða megin- stoð lífeyriskerfi sins. Núgildandi lög um skyldutryggingu líf eyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eru frá 1997 með nokkrum síðari breytingum. Þar er kveðið á um lágmarksiðgjald, 10% af launum, og var það um nokkurt skeið algengasta iðgjaldið, en nú er iðgjald fl estra sjóða orðið hærra. Núna reynir meira á ákvæði í 4. grein laga nr. 129/1997 sem segir: „Lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds skal fela í sér 56% af þeim mánaðarlaun- um sem greitt er af í mánaðarlegan ellilífeyri ævilangt frá þeim tíma sem taka hans hefst, þó ekki síðar en frá 70 ára aldri, …“ Samkvæmt reglugerð nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starf- semi lífeyrissjóða, er þetta túlkað þannig að lágmarksréttindaöfl un sé 1,4% á ári við jafna réttindaöfl un, en að meðaltali 1,4% á ári við ald- urstengingu. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa breyst mikið á liðnum áratugum. Upp úr 1970 urðu fl estir launþegar félagsmenn í lífeyrissjóði og greiddu 10% iðgjald af dagvinnutekjum. Sjóðirnir tengdust starfsgreinum og stéttarfélögum. Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna og einstöku starfs -
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.