Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 95

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 95
L ÍFEYRISS JÓÐIR – FRAMTÍÐARHORFUR OG ÓVISSUÞÆTTIR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 95 Tafl a 3 sýnir nokkur dæmi um framreikning með ofangreindu líkani. Verðlag er fast þannig að allar upphæðir eru á verðlagi ársins 2004. Gert er ráð fyrir að framleiðni og laun hækki um 1% á ári um- fram verðlag. Reiknað er með að iðgjöld séu 11% af launum árið 2005. Eftir það er iðgjald reiknað þannig að réttindaöfl un frá og með 2005 sé 1,4% af launum og sjóðurinn og framtíðariðgjöld dugi nákvæmlega fyrir núverandi réttindum þeirra sem eru í sjóðnum og réttindum sem þeir eiga eftir að vinna sér inn, en án nýrra félaga. Í framreikningunum, sem sýndir verða hér, eru nýir félagsmenn hins vegar teknir með. Í núverandi sjóðum er réttindaöfl un ýmist föst, eins og hér er reiknað með, eða aldurstengd. Bæði kerfi n hafa fast iðgjaldahlutfall fyrir alla aldurshópa og verða að uppfylla lagaákvæði um lágmarkstrygg- ingu. Það ætti því ekki að skipta máli fyrir stærð sjóða og end an legan lífeyri þó að hér sé reiknað með fastri réttindaöfl un sem er einfaldara. Iðgjaldið í grunndæminu þarf að vera 12,0% eftir árið 2005. Þar sem reiknað er með lægstu leyfi legu réttindum er þetta líklega ívið lakari afkoma en hjá raunverulegu sjóðunum. Á því geta verið ýmsar skýringar, m.a. er aldurs- og kynjasamsetning þeirra heldur hagstæðari en í okkar tilbúna sjóði þar sem fl eiri konur eru í sjóðum opinberra starfsmanna en almennum sjóðum og starfsmenn hefja síðar störf þar. Hér er reiknað með fjölda af hverjum aldri og kyni samkvæmt heild- artölum yfi r alla landsmenn. Þróun sjóðsins á verðlagi 2004 er sýnd í töfl u 3. Hann vex úr 740 milljörðum árið 2004 í 1400 milljarða næstu 10 árin. Meðalréttindi þeirra sem eru að fara á eftirlaun í ár eru um 22% af launum starfandi fólks á aldrinum 40-60 ára. Árið 2015 verða þau komin upp í 32%, tæp 40% árið 2025 og stefna á 46%. Auk grunndæmisins eru sýnd þrjú dæmi þar sem einum þætti er breytt frá grunndæmi, en allir aðrir eru eins. Í einu breytast raunvextir og lækka línulega frá 3,5% í 2,5% árin 2010-2029 og haldast síðan 2,5%. Í öðru er reiknað með 2% framleiðniaukningu og að lokum er lífslíkum breytt þannig að sjóðfélagar lifi að meðaltali ári lengur en samkvæmt dánartíðni grunnlíkansins. Eins og fram kemur í töfl u 3 leiðir vaxtalækkun um eina prósentu til þess að iðgjald þarf að hækka um 3,3% af launum og sjóðirnir verða talsvert stærri. Framleiðnibreyt- ingar og samsvarandi launahækkanir hafa lítil áhrif á iðgjald miðað við þá túlkun á lagaákvæði um lágmarkstryggingavernd sem hér er miðað við. Þær hafa hins vegar mikil áhrif á hlutfallið milli tekna lífeyrisþega og starfandi fólks Tafla III Iðgjald, heildareign og hlutfall ellilífeyris af launum1 Almennir sjóðir Séreignarsjóðir Iðgjald, Heildar- Heildar- Hlutfall Hlutfall Heildar- Heildar- % af eign eign ellilífeyris af ellilífeyris af eign eign launum ma.kr. ma.kr. launum launum ma.kr. ma.kr. Ár 2015 2025 2015 2025 2015 2025 Grunndæmi 12,0 1477 2213 0,322 0,396 399 684 Vextir lækka frá 3,5% í 2,5% 15,3 1653 2549 0,322 0,396 396 652 2% framleiðniaukning 12,3 1534 2429 0,295 0,343 415 750 Meðalævi lengist um 1 ár 12,7 1516 2305 0,322 0,396 399 686 1. Í grunndæmi eru raunvextir 3,5%, framleiðniaukning 1% og ævilíkur eins og í grunndæmi á mynd 7. Í öðrum dæmum er einum þessara þátta breytt en hinir eins og í grunn- dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.