Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 6

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 6
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 6 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR meira á undanförnum árum en áður var talið eða um 20% frá árinu 2006 í stað 17% í fyrri tölum (mynd I-2). Eins og spáð var í ágúst tóku viðskiptakjör að batna á öðrum ársfjórðungi eftir samfellda rýrnun frá ársbyrjun 2011. Talið er að þau batni um 1% í ár sem er meira en spáð var í ágúst. Horfur fyrir næstu þrjú ár eru hins vegar heldur lakari en þá var gert ráð fyrir. Endurskoðun Hagstofunnar á tölum um útflutning á síðasta ári hefur leitt í ljós töluvert meiri vöxt en samkvæmt fyrri áætlun. Hægari vöxtur í ár endurspeglar því að einhverju leyti neikvæð grunnáhrif frá fyrra ári. Í takt við lakari alþjóðlegar hagvaxtarhorfur er spáð heldur hægari vexti útflutnings en í ágúst; gert er ráð fyrir að útflutningur vaxi um tæplega 3% að meðaltali á ári sem er svipað vexti innflutn- ings helstu viðskiptalanda (mynd I-3). Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum reyndist ríflega 8% af landsframleiðslu í fyrra eða um 1 prósentu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í ágúst (mynd I-4). Talið er að afgangurinn minnki í um 3½% af landsframleiðslu árið 2017. Afgangur á viðskiptajöfnuði reyndist einnig töluvert meiri í fyrra en áður hafði verið talið og hafa horfur fyrir næstu ár batnað töluvert. Nánar er fjallað um viðskiptakjör í kafla II og útflutning og ytri jöfnuð í kafla IV. Horfur á kröftugum vexti innlendrar eftirspurnar á næstu misserum Eftir hóflegan vöxt einkaneyslu á síðasta ári var vöxtur hennar á fyrri hluta ársins kröftugur, studdur af hækkun raunlauna, bata á vinnumarkaði og batnandi eiginfjárstöðu heimila. Mældist árs- vöxtur einkaneyslu 4% á fyrri hluta ársins sem er í ágætu samræmi við ágústspá Peningamála. Horfur eru á svipuðum vexti út árið og eins og í ágúst er spáð yfir 4% vexti á þessu ári og því næsta. Á árinu 2016 hægir nokkuð á vexti einkaneyslu þegar dregur úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda. Eftir því sem eftirspurn hefur tekið við sér og slakinn minnkað hafa innlend fyrirtæki þurft að leggja út í aukin fjárfestingarútgjöld. Vöxtur fjárfestingar reyndist þó minni á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst og ný könnun Seðlabankans um áform innlendra fyrirtækja bendir til þess að fjárfestingarumsvif verði heldur minni í ár en áður var áætlað. Aðrar vísbendingar eins og innflutningur á fjárfestingarvöru og væntingar stjórnenda um efnahagshorfur og eigin afkomu gætu hins vegar bent til þess að fjárfesting sé vanmetin í sögulegum tölum og mati á horfum fyrir næstu fjórðunga. Gert er ráð fyrir tæplega 18% aukningu fjárfestingar í ár og svipuðum vexti á næstu tveimur árum. Skýrist hann af þróttmiklum vexti almennrar atvinnuvegafjárfestingar og töluverðum umsvifum í orkufrekum iðnaði, sérstaklega á næstu tveimur árum. Einnig eru horfur á ágætum vexti íbúðafjárfestingar. Gangi spáin eftir verður hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu í lok spátímans nálægt sögulegu meðaltali. Á heildina litið er talið að vöxtur þjóðarútgjalda á þessu og næstu tveimur árum verði um og yfir 5% á ári (mynd I-5). Nokkuð hægir á vextinum árið 2017 þegar gert er ráð fyrir að framkvæmdum við upp- byggingu í orkufrekum iðnaði ljúki að miklu leyti. Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV. 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-3 Útflutningur vöru og þjónustu 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Útflutningur vöru og þjónustu PM 2014/4 Innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands PM 2014/4 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Viðskiptajöfnuður 2008-20171 % af VLF Jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum PM 2014/4 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður PM 2014/4 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/4 PM 2014/3 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.