Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 7

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 7 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Hagvöxtur yfir langtímameðaltali á spátímanum en lakari horfur en í ágúst Hagvöxtur mældist 2,4% á öðrum fjórðungi þessa árs eða um ½ pró sentu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans. Endurskoðun Hagstofunnar á fyrri tölum gerði það hins vegar að verkum að hann mældist lítillega minni á fyrri hluta ársins en þar var spáð eða 0,6% í stað 0,9%. Töluvert hefur því hægt á hagvexti frá því í fyrra er hann mældist 4,5% á seinni helmingi ársins og 3,5% á árinu í heild. Þessi viðsnúningur endurspeglar fyrst og fremst lækkandi birgðastöðu í útflutningsiðnaði og kröftugan innflutning, sérstaklega á innfluttri þjónustu. Í takt við lakari horfur um vöxt innlendrar eftirspurnar hafa hag- vaxtarhorfur fyrir árið í heild heldur versnað frá því í ágúst. Nú er talið að hagvöxtur verði ríflega 5% á seinni hluta ársins og 2,9% á árinu í heild eða um ½ prósentu minni en í ágústspánni (mynd I-6). Líkt og í ágúst er talið að hagvöxtur aukist aftur á næsta ári og verði 3,5% en að hann minnki á ný í tæplega 3% árið 2016 og í tæplega 2½% árið 2017. Sem fyrr er áætlað að hagvöxtur verði að mestu drifinn áfram af vexti innlendrar eftirspurnar einkaaðila en að framlag utanríkisvið- skipta verði neikvætt á spátímanum. Gangi spáin eftir verður hag- vöxtur að meðaltali um 2,9% á ári á spátímanum sem er lítillega yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og vel yfir spám um 2,1% meðal- hagvöxt í helstu viðskiptalöndum á spátímanum. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar er að finna í kafla IV. Áframhaldandi bati á vinnumarkaði þótt hægt hafi á honum Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 5,2% á þriðja ársfjórðungi sam- kvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og var 0,2 prósentum minna en á sama fjórðungi í fyrra. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun hafði hins vegar minnkað meira eða um 0,8 prósentur og mældist 3,8%. Störfum heldur áfram að fjölga en nokkru hægar en verið hefur undanfarin tvö ár. Þeim fjölgaði á þriðja fjórðungi um 1,4% frá fyrra ári en heildarvinnustundum einungis um 0,7% sem er nokkru minni fjölgun en spáð var í ágúst. Hlutfall starf- andi hélst því nánast óbreytt frá fyrra ári á þriðja fjórðungi eftir að hafa hækkað um 0,6 prósentur á öðrum fjórðungi. Áfram er gert ráð fyrir að slakinn á vinnumarkaði hverfi fljótlega. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka og er áætlað að það verði um 4% á næstu árum (mynd I-7). Skráð atvinnuleysi minnkar einnig en lítillega hægar en spáð var í ágúst. Talið er að vinnustundum muni fjölga að meðaltali um tæplega 2% á ári á næstu þremur árum og að hlutfall starfandi verði um 77½% í lok spátímans (mynd I-8). Framleiðnivöxtur verður hins vegar einungis um 1% að meðaltali á ári á næstu þremur árum, sem er rétt helmingur af sögulegu meðaltali, og heldur veikara en spáð var í ágúst (sjá mynd I-10 hér á eftir). Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla IV. Slakinn í þjóðarbúinu heldur minni en gert var ráð fyrir í ágúst Eins og rakið er í rammagrein 1 leiddi endurskoðun Hagstofunnar á sögulegum hagtölum ekki einungis til töluverðrar hækkunar á raun- 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Ísland PM 2014/4 Helstu viðskiptalönd PM 2014/4 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. 2. Seðlabankinn birti ekki spá um þróun atvinnuleysis samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Atvinnuleysi 2008-20171 % af mannafla Atvinnuleysi (VMK) PM 2014/4² Atvinnuleysi (VMST) PM 2014/4 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalína sýnir spá frá PM 2014/3. 2. Seðlabankinn birti ekki spá um þróun hlutfalls starfandi í PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Heildarvinnustundir og hlutfall starfandi 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarvinnustundir PM 2014/4 (v. ás) Hlutfall starfandi PM 2014/4 (h. ás)2 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 % af mannfjölda 16-74 ára ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.